Viðskipti innlent

Konur eiga sviðið þegar kreppir að

BBI skrifar
Myndin er frá Kvennafrídeginum.
Myndin er frá Kvennafrídeginum. Mynd/Heiða Helgadóttir
„Að öllu gamni slepptu virðast konur eiga meiri möguleika á að fá tækifæri þegar illa gengur," segir Lilja Lind Pálsdóttir, hagfræðingur, í nýjasta tölublaði Frjálsrar Verslunar þar sem hún veltir upp spurningunni hvort kreppan sé tækifæri fyrir konur.

Rannsóknir hafa sýnt að konur frá frekar tækifæri í atvinnulífinu þegar á móti blæs og fólk vill sjá breytingar. Sömuleiðis virðist vera að fyrirtæki séu líklegri til að ráða konu í stjórn þegar erfiðleikar steðja að. „Við höfum séð skýr dæmi um þetta í íslensku atvinnulífi," segir Lilja og bendir m.a. á Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra.

En björninn er þó ekki unninn. „Enn er nokkuð í land með að jafna hlut kvenna til þáttöku á íslenskum vinnumarkaði," segir Lilja. Hún nefnir barneignir og rekur reynslusögu sjálfrar sín. Hún hafði fundið draumastarfið en eftir hálfan dag í vinnu kom áfallið . „Vinnuveitandinn tjáði mér að ég fengi ekki ráðningu þar sem ég ætti von á barni," segir hún og vonar að slík tilvik séu ekki algeng.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×