Viðskipti innlent

Býst við niðurstöðu með haustinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson segir að vænta megi niðurstöðu með haustinu.
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson segir að vænta megi niðurstöðu með haustinu.
„Málið er í eðlilegum farvegi og við getum búist við niðurstöðu með haustinu," segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Eyjafjarðar. Hann vill að öðru leyti ekki tjá sig um fréttir þess efnis að samkomulag um leigu kínverska fjárfestisins Huangs Nubo um leigu á landi að Grímsstöðum á Fjöllum sé í höfn. Nubo sagði í samtali við Bloomberg að samkomulagið yrði undirritað fyrir október.

Í viðtalinu segir Nubo að leiguverðið verði tæplega 7,8 milljónir dollara eða um einn milljarður króna. Það er um milljón dollurum minna en kaupverðið átti að vera.

Fram kemur í viðtalinu að Nubo hyggst fjárfesta í heild fyrir tæplega 200 milljónir dollara eða tæplega 25 milljarða króna á Grímsstöðum á Fjöllum en þar ætlar hann m.a. að byggja hótel, 100 lúxusíbúðir eða villur fyrir sterkefnaða Kínverja og golfvöll. Einnig ætlar hann að koma upp skemmti- eða fjallagarði eins og hann orðar það á hinu 300 ferkílómetra landi sem fylgir með í leigunni.

Fram kemur í viðtalinu að leigusamningurinn gildi til 40 ára með möguleika á framlengingu í 40 ár í viðbót.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
7,5
53
497.955
SJOVA
2,75
16
322.070
VIS
2,56
21
553.923
SKEL
2,21
7
37.331
ARION
2,18
55
1.625.394

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
EIM
-1,67
31
804.054
HAGA
0
5
69.587
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.