Viðskipti innlent

Nubo segir samkomulag í höfn um leigu Grímstaða á Fjöllum

Kínverski athafnamaðurinn Huang Nubo segir að hann hafi náð samkomulagi um leiguna á Grímsstöðum á Fjöllum og að formlega verði samkomulagið undirritað í síðasta lagi fyrir október n.k.

Þetta kemur fram í viðtali við Nubo á Bloomberg fréttaveitunni. Þar segir hann að leiguverðið verði tæplega 7,8 milljónir dollara eða um einn milljarður króna eða um milljón dollurum minna en kaupverðið átti að vera.

Fram kemur í viðtalinu að Nubo hyggst fjárfesta í heild fyrir tæplega 200 milljónir dollara eða tæplega 25 milljarða kr. á Grímsstöðum á Fjöllum en þar ætlar hann m.a. að byggja hótel, 100 lúxusíbúðir eða villur fyrir sterkefnaða Kínverja og golfvöll.

Einnig ætlar hann að koma upp skemmti- eða fjallagarði eins og hann orðar það á hinu 300 ferkílómetra landi sem fylgir með í leigunni.

Fram kemur í viðtalinu að leigusamningurinn gildi til 40 ára með möguleika á framlengingu í 40 ár í viðbót.

Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
3,31
166
513.398
FESTI
1,83
26
1.238.812
ICESEA
1,33
6
146.587
MAREL
1,18
52
1.343.170
VIS
1
10
198.193

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
BRIM
-1,9
8
378.967
KVIKA
-1,5
18
452.296
ARION
-1,07
19
277.002
EIM
-0,81
5
11.804
ORIGO
-0,77
13
39.387
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.