Viðskipti innlent

Ríkið eyddi tæpum 50 milljörðum umfram fjárlög

Þegar ríkisreikningur fyrir árið í fyrra er skoðaður kemur í ljós að gjöld ríkissjóðs eru tæplega 50 milljörðum kr. umfram bæði fjárlög og aukafjárlög. Samkvæmt lögum getur ríkissjóður ekki notað fé sitt nema fyrir slíku sé heimild í lögum.

Gjöld ríkissjóðs samkvæmt fjárlögum námu tæpum 510 milljörðum kr. á síðasta ári. Með aukafjárlögum fór sú upphæð í rúmlega 527 milljarða kr. Í ríkisreikningnum eru gjöldin síðan orðin tæplega 576 milljarðar kr. Þarna munar um 49 milljörðum kr.

Í fréttum af ríkisreikningnum í gærdag kom fram að hallinn á rekstri ríkissjóðs hafi numið 43 milljörðum kr. umfram fjárlög. Munurinn á þessum tveimur upphæðum skýrist af því að tekjur ríkissjóðs jukust um tæpa 6 milljarða umfram fjárlög og aukafjárlög.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×