Viðskipti innlent

Engar áhyggjur af offramleiðslu mjólkur á Íslandi

BBI skrifar
Mjólkurkýr eru dýrmætar maskínur sem tekur þrjú ár að ala.
Mjólkurkýr eru dýrmætar maskínur sem tekur þrjú ár að ala. Mynd/Stefán Karlsson
Á Íslandi er mjólkurframleiðsla ákveðin fyrirfram af ríkinu. Það sem framleitt er umfram áætlanir er selt úr landi. Því hafa íslenskir framleiðendur ekki áhyggjur af offramboði á mjólk, en fregnir hafa borist af offramleiðslu erlendis.

Einar Sigurðsson, forstjóri MS, segir ótrúlega vel hafa tekist að stýra mjólkurframleiðslu á landinu. „Það er eiginlega upp á prósent," segir hann.

Á Íslandi fá bændur landbúnaðarstyrki, þ.e. ákveðnar upphæðir frá ríkinu fyrir mjólkurframleiðslu. Þeir fá aðeins styrki fyrir þá mjólkurframleiðslu sem er í samræmi við áætlanir ríkisins. Það sem bændur framleiða umfram fá þeir ekki stuðning fyrir. Því hafa íslenskir bændur almennt stillt sig inn á að þjóna bara íslenskum markaði.

Einkum eru tvær ástæður fyrir því að vel er haldið utan um mjólkurframleiðslu. Annars vegar tekur þrjú ár að búa til mjólkurkú. Hins vegar hefur varan sem framleidd er mjög takmarkaðan endingartíma. Vegna þessa kæmu fram ofboðslegar verðsveiflur á mjólk ef ekki væri reynt að stýra framleiðslunni.


Tengdar fréttir

Of mikið af mjólk í heiminum

Framboð á mjólk á heimsmarkaði er núna langt umfram eftirspurn. Það hefur leitt til verðlækkunar á mjólkurvörum, svo sem ostum, smjöri og mjólkurdufti.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×