Viðskipti innlent

Fasteignamarkaður ekki líflegri síðan 2007

Höskuldur Kári Schram skrifar
Fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu er með líflegra moti
Fasteignamarkaðurinn á höfuðborgarsvæðinu er með líflegra moti Mynd/Vilhelm
Velta á fasteignamarkaði hefur aukist um rúma fimmtán milljarða það sem af er þessu ári miðað við sama tímabil í fyrra. Markaðurinn hefur ekki verið líflegri síðan 2007.

Allar tölur benda til þess að fasteignamarkaðurinn sé á hraðri uppleið. Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um eitt og hálft prósent í síðasta mánuði og hefur hækkað um rúm sex prósent að nafnvirði á síðustu tólf mánuðum.

Það sem af eru þessu ári hefur rúmlega 2 þúsund og átta hundruð samningum vegna fasteignakaupa verið þinglýst á höfuðborgarsvæðinu sem er tæplega 19 prósenta aukning frá síðasta ári. Þetta eru fleiri kaupsamningar en allt árið 2009 en leita þarf aftur til ársins 2007 til að finna fleiri kaupsamninga fyrir sama tímabil.

Veltan nam tæpum 85 milljörðum króna og eykst um 15 milljarða milli ára.Velta hefur nærri þrefaldast frá árinu 2009 en þá nam hún rétt rúmum 33 milljörðum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×