Viðskipti innlent

Búið að skattleggja fataverslun úr landi

BBI skrifar
Finnur Árnason, forstjóri Haga.
Finnur Árnason, forstjóri Haga.
Íslensk fataverslun er illa samkeppnishæf við nágrannalöndin vegna skattlagningar segir Finnur Árnason, forstjóri Haga. Hér á landi eru tollar lagðir á vörur auk þess sem virðisaukaskattsstigið er 25,5%.

„Við erum að keppa við Bretland, þar er enginn virðisaukaskattur á barnafatnað. Á Norðurlöndum fær fólk virðisaukaskattinn endurgreiddan (tax free). Í Bandaríkjunum er 6-8% söluskattur," segir Finnur.

Þetta telur Finnur helstu ástæðuna fyrir því að fatasala hefur stöðugt dregist saman frá hruni. Nú síðast kom fram í Morgunkorni Íslandsbanka að fatasala dróst saman um 5% í maí miðað við sama tíma í fyrra og um 13% í apríl.

Capacent gerði könnun árið 2011. Um 35% höfðu keypt sér föt síðast erlendis.Mynd/hagar.is
„Það er tvennt í þessu. Annars vegar skattlagningin og hins vegar hafa ráðstöfunartekjur heimilanna dregist saman," segir Finnur. „Þess vegna leyfir fólk sér minna."

Tvöfaldur tollur

Finnur bendir auk þess á að Íslendingar greiði tvöfaldan toll af vörum sem framleiddar eru utan Evrópusambandsins.

Íslenskir söluaðilar kaupa mikinn varning frá Danmörku, Bretlandi eða Hollandi eða Evrópusambandslöndum. Almennur tollur inn í Evrópusambandið er 15% og því er þegar búið að leggja á vöruna þegar Íslendingar kaupa hana. Hún er svo flutt til landsins og aftur greiddur tollur af henni. Ofan á það er að lokum lagður 25,5% virðisaukaskattur.

Hagar reka meðal annars Hagkaup, Zara, Karen Millen, Topshop, Útilíf og Debenhams.


Tengdar fréttir

Íslendingar kaupa sífellt minna af fötum

Verslun með föt hefur dregist mikið saman frá árinu 2008 og ekkert lát er á samdrættinum. Í maí dróst verslunin saman um 5% miðað við sama mánuð síðasta árs. Í apríl var samdrátturinn 13%. Þetta kemur fram í morgunkorni Íslandsbanka.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×