Fleiri fréttir

Áfengissalan jókst um 7,8% milli ára í maí

Sala áfengis jókst um7,8% í maí miðað við sama mánuð í fyrra á föstu verðlagi. Velta í smásöluverslun í maí jókst í flestum vöruflokkum frá sama mánuði í fyrra. Þetta á til dæmis bæði við um mat- og drykkjarvöru.

Nýherji semur við Sendil um rafræna reikninga

Nýherji og dótturfélög hafa gert samstarfssamning við Sendil um miðlun rafrænna reikninga. Þannig gefst Nýherja og dótturfélögum kostur á því að senda og taka á móti reikningum á rafræni formi, en í því felst verulegur sparnaður og hagræðing.

Fáum sérlausnir ef ESB er samkvæmt sjálfu sér

Ísland er í góðri stöðu til að semja um sérlausnir frá sameiginlegri fiskveiðistefnu Evrópusambandsins, en fordæmi eru fyrir því í aðildarviðræðum ríkja við ESB að semja um sérlausnir frá sameiginlegri löggjöf. Þetta segir Dóra Sif Tynes hdl. en hún starfaði hjá Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel og sérsvið hennar er m.a Evrópuréttur.

Lántakar geti brugðist við sveiflum

Mikilvægt er að lántakar með óverðtryggð húsnæðislán geti brugðist við sveiflum í greiðslubyrði. Þá skiptir máli fyrir lántaka með verðtryggð lán að kaupmáttur lántaka og raunverð íbúðahúsnæðis haldist nokkurn veginn í hendur á lánstímabilinu.

Málarekstur gegn SFO hefur ekki áhrif

Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office (SFO), framkvæmdi í mars í fyrra húsleitir á ýmsum stöðum vegna rannsóknar sinnar á lánveitingum Kaupþings til bræðranna Vincents og Roberts Tchenguiz.

OR einbeiti sér að kjarnastarfsemi

Uppstokkun í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur (OR) er lokið en glíman við skuldastabba fyrirtækisins heldur áfram. Þetta sagði Bjarni Bjarnason, forstjóri OR, á opnum ársfundi fyrirtækisins í gær.

Spá hagvexti hér á landi yfir meðaltali á heimsvísu og minnkandi atvinnuleysi

Hagvöxtur hér á landi verður 2,8 prósent á þessu ári samkvæmt spá Íslandsbanka, en ef það gengur eftir verður hann með því hæsta sem þekkist í Evrópu og yfir meðaltali á heimsvísu. Þá verður atvinnuleysi 6 prósent og mun lækka enn frekar á næstu árum. Íslandsbanki birti þjóhagsspá sína í dag en samkvæmt henni verður 2,8% hagvöxtur á þessu ári og verður hann drifinn áfram af einkaneyslu, fjárfestingum og útflutningi. Þá mun jinnflutningur á vörum til landsins mun fara vaxandi samhliða auknum útflutningi.

Lilja vill eintak af kolsvartri skýrslu PwC um SpKef

Þingmaðurinn Lilja Mósesdóttir hefur farið fram á að allir nefndarmenn í efnahags- og viðskiptanefnd fái fái eintak af skýrslu PwC um SpKef. Auk þess óska hún eftir fundi í efnahags- og viðskiptanefnd, þar sem nefndarmönnum eru kynntar niðurstöður skýrslunnar.

Þarf að greiða 80 milljónir til viðbótar vegna málskostnaðar

Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að 30 milljón króna greiðsla Jóns Ásgeirs Jóhannessonar, vegna málskostnaðar Glitnis í Englandi, væri ekki fullnaðargreiðsla. Þannig þarf Jón Ásgeir að greiða 80 milljónir til viðbótar vegna kyrrsetningaraðgerða Glitnis.

Afkoma Orkuveitunnar á síðasta ári sú besta í sögu fyrirtækisins

Mikill árangur í rekstri Orkuveitu Reykjavíkur en mikil skuldabyrði var meginstefið í erindum forstjóra og fjármálastjóra Orkuveitu Reykjavíkur á opnum ársfundi fyrirtækisins í dag. Í tilkynningu frá Orkuveitunni segir að afkoma síðasta árs sé sú besta í sögu fyrirtækisins og hún þarf a vera það vegna hárra afborgana af lánum á næstu árum.

Dómur í máli Jóns Ásgeirs gegn Glitni

Í dag verður kveðinn um dómur í Hæstarétti í máli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar gegn Glitni. Málið varðar málskostnað vegna kyrrsetningaraðgerða í Englandi þar sem eignir Jóns í London voru frystar.

Maðurinn sem þurfti „á endurmenntun að halda“ heldur erindi í Hörpu

Maðurinn sem Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi ráðherra, sagði að þyrfti á endurmenntun að halda vegna ummæla sinna um bráðavanda íslensku bankanna sumarið 2008, og að stjórnvöld þyrftu tafarlaust að bregðast við, heldur erindi á ársfundi Bankasýslu ríkisins klukkan þrjú í dag.

Stýrivaxtahækkunin kom Jóhönnu á óvart

Stýrivaxtahækkun Seðlabankans kom Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, á óvart. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Töpuðu 50 milljörðum á tveggja ára tímabili

Sparisjóðurinn í Keflavík tapaði 50 milljörðum króna á árunum 2008-2010. Á sama tíma jukust innlán hans um tugi milljarða. Rekstrarkostnaður sjóðsins árið 2009, meðal annars launagreiðslur, var 2,3 milljarðar.

Bein útsending frá fundi Íslandsbanka og VÍB

Íslandsbanki og VÍB bjóða til opins fundar í Norðurljósasal Hörpunnar í dag. Fundurinn hófst klukkan 11:45 en á honum verður ný þjóðhagsspá Greiningar Íslandsbanka kynnt auk þess sem sérfræðingar Íslandsbanka og VÍB fjalla um áhrif óverðtryggðra og verðtryggðra vaxta á húsnæðislán og sparnað landsmanna.

Fasteignamat hækkar um 7,4 prósent

Fasteignamat fyrir árið 2013, sem verið er kynna nú, hækkar að meðaltali um 7,4 prósent frá fyrra ári en heildarfasteignamat húsnæðis á landinu öllu er 4.715 milljarðar þar af íbúðahúsnæðis upp 3.105 milljarða. Mest hækkar fasteignamatið í Garðabæ, eða um 13,8 prósent.

Launakostnaður hækkar milli ára

Heildarlaunakostnaður á greidda stund lækkaði frá milli fjórða ársfjórðungs síðasta árs og til fyrsta ársfjórðungs í ár ársfjórðungi um 0,9% í iðnaði, 2,3% í verslun og 3,3% í samgöngum. Þá var heildarlaunakostnaður óbreyttur frá fyrri ársfjórðungi í byggingarstarfsemi.

Heildaraflinn 11% meiri milli ára í maí

Heildarafli íslenskra skipa í nýliðnum maímánuði, metinn á föstu verði, var 11,1% meiri en í maí í fyrra. Það sem af er árinu hefur aflinn aukist um 26,8% miðað við sama tímabil í fyrra, sé hann metinn á föstu verði.

SpKef tapaði 50 milljörðum

Sparisjóðurinn í Keflavík (SpKef) jók innlán sín um 8,5 milljarða króna á árinu 2009. Áður höfðu þau aukist um 9,8 milljarða króna á síðustu mánuðum ársins 2008. Alls jukust þau um tæp 30 prósent frá því skömmu fyrir bankahrun og fram til loka árs 2009. Á þeim tíma uppfyllti sjóðurinn ekki lágmarkskröfur Fjármálaeftirlitsins (FME) um eigið fé og starfaði því á undanþágu. Kostnaður vegna innlánasöfnunarinnar lendir á skattgreiðendum. Alls tapaði SpKef 46,6 milljörðum króna á árunum 2008 til 2010. Þetta kemur fram í áður óbirtum drögum að ársreikningum SpKef sem Fréttablaðið hefur undir höndum.

Sparisjóðurinn tapaði stórkostlega á bréfum í Existu

Fjárfestingarfélagið Kista var stofnað í árslok 2006 af Sparisjóðnum í Keflavík (SpKef), SPRON og fleiri minni sparisjóðum til að fjárfesta í Existu, fjárfestingarfélagi sem stýrt var af bræðrunum Ágústi og Lýð Guðmundssonum. Stærsta eign Existu var síðan um fjórðungseign í stærsta banka landsins, Kaupþingi.

Fríðindi starfsmanna SPKEF ekki gefin upp til skatts

Fríðindi sem starfsmenn Sparisjóðs Keflavíkur nutu voru ekki gefin upp til skatts. Meðal annars er þar um að ræða greiðslu sjóðsins fyrir tryggingar handa starfsmönnum og afnot sparisjóðsstjórans af fasteign sjóðsins á Akureyri. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV.

Ríkið hyggst selja hluti í Landsbankanum á þessu ári

Íslenska ríkið hyggst selja hlut í Landsbankanum á þessu ári og því næsta, þangað til eignarhlutur ríkisins er kominn niður í tvo þriðju hluta af heildarhlutafé, en eignarhluturinn í dag er tæplega 82 prósent. Þetta kemur fram í viðtali Reuters fréttastofunnar við Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra. "Markmiðið er að hefja sölu á hlutum í Landsbankanum á þessu ári og selja litli hluti í einu, þangað til við erum komin niður í tvo þriðju af hlutafé,“ segir Jóhanna.

Kringlan fékk alþjóðleg verðlaun

Verslunarmiðstöðin Kringlan hlaut nýverið alþjóðleg verðlun frá ICSC, sem eru alþjóðleg samtök verslunarmiðstöðva. Kringlan fékk silfurverðlaun í flokki "söludrifinna markaðsviðburða" meðal verslunarmiðstöðva í Evrópu árið 2012.

Segir Grikki þurfa að hætta með evru svo hægt sé að bjarga henni

Útganga Grikkja úr evrusamstarfinu gæti verið það sem þarf til að sannfæra Þjóðverja um að bjarga evrunni, segir fjármálaráðherra Bretlands. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins kallar eftir auknum samruna meðal Evrópusambandsríkjanna á fjármálamarkaði með sameiginlegu fjármálaeftirliti og innistæðutrygginum.

Samstaða má heita Samstaða - skuldaþrældómur raunhæfur möguleiki

Lilja Mósesdóttir, formaður Samstöðu, flokks lýðræðis og velferðar, segist óttast það að yngri kynslóðir Íslendinga muni glíma við mikinn skuldavanda ef ekki verði gripið til róttækra niðurfellinga skulda heimila og fyrirtækja. Lilja lýsir sjónarmiðum sínum og svarar spurningum varðandi þau, í ítarlegu viðtali í nýjasta þætti Klinksins, sem aðgengilegur er á Vísi.is.

Fujitsu aftur í boði á Íslandi

Japanski tæknirisinn Fujitsu hefur nú gengið til samstarfs við Opin kerfi um dreifingu, sölu og þjónustu á öllum vörutegundum fyrirtækisins.

Stóri borinn á leið til Færeyja

Olíuborpallurinn Cosl Pioneer er nú á leið á færeyska landgrunnið til að vinna stærsta verkefni í atvinnusögu Færeyja; borun allt að fimm kílómetra djúprar holu fyrir 20 milljarða króna. Ef borinn hittir á það, sem olíufélög telja að þarna leynist undir, gætu Færeyingar á næstu árum orðið ein auðugasta þjóð veraldar.

Mikil aukning í kortanotkun milli ára

Enn er mikill kraftur í aukningu einkaneyslu meðal Íslendinga. Þetta sýnar nýjar tölur um kortanotkun hér á landi sem birtar hafa verið í hagtölum Seðlabankans.

Virðist hafa verið einráður í stjórn sparisjóðsins

Geirmundur Kristinsson, þáverandi sparisjóðsstjóri Sparisjóðsins í Keflavík, virðist hafa verið nánast einráður við stjórn sparisjóðsins í aðdraganda hruns hans. Stjórn sjóðsins og lánanefnd hafa verið nánast upp á punt, segir fréttastofa RÚV.

Skýrsla um SPKEF inn á borð sérstaks saksóknara

Skýrsla sem unnin var fyrir Fjármálaeftirlitið um starfsemi SPKEF er komin á borð embættis sérstaks saksóknara en gert er ráð fyrir því að hún verði kynnt fyrir kröfuhöfum sjóðsins á næstu vikum. Stór hluti skulda SPKEF var vegna lausafjárfyrirgreiðslu seðlabankans.

Sigurður ekki enn greitt 500 milljóna króna skuld

Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, hefur enn ekki greitt ríflega 500 milljóna króna skuld sína við þrotabú Kaupþings en hann var dæmdur til þess að greiða þrotabúinu þá fjárháð um miðjan maí síðastliðinn, vegna tíu prósenta persónulegrar ábyrgðar hans á um fimm milljarða króna skuld.

Töluvert líf á fasteignamarkaðinum

Töluvert líf var á fasteignamarkaðinum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Alls var þinglýst 126 kaupsamningum en til samanburðar hefur 100 slíkum samnngum verið þinglýst að meðaltali á viku undanfarna þrjá mánuði.

Slitastjórn Kaupþings krefst kyrrsetningar á eignum Hannesar

Slitastjórn Kaupþings krafðist í dag kyrrsetningar á eignum Hannesar Frímanns Hrólfssonar, aðstoðarforstjóra Auðar Capital og fyrrverandi aðstoðarframkvæmastjóra fjárstýringar og markaðsviðskipta Kaupþings. Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur ekki tekið afstöðu til kyrrsetningarinnar og verður hún tekin fyrir á fimmtudag, samkvæmt heimildum fréttastofu. Hannes skuldaði Kaupþingi 2,4 milljarða króna við fall bankans 9. október 2008 vegna lána sem hann hafði fengið hjá bankanum til kaupa á hlutabréfum í Kaupþingi, samkvæmt upplýsingum í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Kyrrsetningarbeiðnin tengist m.a. innheimtu slitastjórnarinnar á þessari skuld en samkvæmt heimildum fréttastofu er Hannes í persónulegum ábyrgðum vegna hluta fyrrnefndra skulda við þrotabú Kaupþings. Hannes hefur átt í samningaviðræðum við slitastjórn Kaupþings vegna skuldanna frá hruni. Hannes færði m.a. eignir frá konu sinni yfir á sjálfan sig, sem hann hafði fært á konu sínu í hruninu, eftir samningaviðræður við slitastjórnina. Slitastjórnin hefur nú ákveðið að grípa til fyrrnefndra aðgerða, þ.e. að krefjast kyrrsetningar á eignum, til þess að reyna að tryggja betur að einhverja eignir fáist upp í skuldir.

Flestir búast við að stýrivextir hækki um 0,25 prósentur

Flestir sérfræðingar búast við því að Seðlabankinn hækki stýrivexti sína á morgun um 0,25 prósentur. Einstaka telur að vöxtunum verði haldið óbreyttum. Greiningar Arion banka og Íslandsbanka telja að vextirnir verði hækkaðir sem og greining IFS. Hagfræðideild Landsbankans telur hinsvegar að stýrivöxtunum verði haldið óbreyttum.

Skuld við Seðlabanka eykur kostnað ríkisins

SpKef, sem áður hét Sparisjóðurinn í Keflavík, skuldar Seðlabankanum og öðrum fjármálafyrirtækjum 13,9 milljarða króna. Heimildir Fréttablaðsins herma að stór hluti skuldarinnar sé vegna lausafjárfyrirgreiðslu sem Seðlabankinn veitti sjóðnum.

Tekjur ríkis aukast en útgjöldin einnig

Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 8,1 milljarð króna á fyrsta ársfjórðungi 2012. Það þýðir á mannamáli að hið opinbera eyddi meira en það aflaði sem þeirri upphæð nemur. Þetta er þó umtalsvert betri niðurstaða en á sama tíma í fyrra, þegar afkoman var neikvæð um 11,8 milljarða króna. Raunar hefur hallinn ekki verið minni síðan á öðrum ársfjórðungi 2008.

Innlán sparisjóðanna níu milljörðum meiri en útlán

Innlánsskuldbindingar þeirra tíu sparisjóða sem starfandi voru um síðustu áramót, voru 46,1 milljarður í lok árs í fyrra en útlán, sem teljast til eigna, voru á sama tíma tæplega níu milljörðum minni eða um 37,1 milljarður. Þetta kemur fram í fjármálstöðugleikariti Seðlabanka Íslands sem kom út í síðustu viku.

Hagstofan komin með smáforrit

Hagstofa Íslands hefur látið framleiða smáforrit fyrir sig sem gerir notendum snjallsíma og spjaldtölva kleift að sækja bæklinginn Ísland í tölum og skoða lykiltölur um land og þjóð á handhægan hátt. Þetta er í fyrsta sinn sem Hagstofan miðlar hagtölum með snjallbúnaði. Bæklingurinn, Ísland í tölum, hefur verið gefinn út á ensku síðastliðin 17 ár og hefur verið eitt vinsælasta rit stofnunarinnar. Smáforritið kemur út í netverslun Google Play í dag.

Sjá næstu 50 fréttir