Fleiri fréttir Skýrsla um SPKEF inn á borð sérstaks saksóknara Skýrsla sem unnin var fyrir Fjármálaeftirlitið um starfsemi SPKEF er komin á borð embættis sérstaks saksóknara en gert er ráð fyrir því að hún verði kynnt fyrir kröfuhöfum sjóðsins á næstu vikum. Stór hluti skulda SPKEF var vegna lausafjárfyrirgreiðslu seðlabankans. 12.6.2012 12:08 Sigurður ekki enn greitt 500 milljóna króna skuld Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, hefur enn ekki greitt ríflega 500 milljóna króna skuld sína við þrotabú Kaupþings en hann var dæmdur til þess að greiða þrotabúinu þá fjárháð um miðjan maí síðastliðinn, vegna tíu prósenta persónulegrar ábyrgðar hans á um fimm milljarða króna skuld. 12.6.2012 10:33 Áhyggjuefni að lágt gengi slær ekki á innflutning til landsins Greining Arion banka segir það vera áhyggjuefni að veiking krónunnar hafi ekki meiri áhrif á innflutning til landsins, hvort sem er í formi vara eða utanlandsferða. 12.6.2012 10:04 Töluvert líf á fasteignamarkaðinum Töluvert líf var á fasteignamarkaðinum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Alls var þinglýst 126 kaupsamningum en til samanburðar hefur 100 slíkum samnngum verið þinglýst að meðaltali á viku undanfarna þrjá mánuði. 12.6.2012 08:25 Tekjur minkabænda gætu losað 1,5 milljarða Áætlað er að tekjur íslenskra minkabænda í ár af uppboðunum hjá Kopenhagen Fur í Kaupmannahöfn gætu losað um 1,5 milljarða kr. í ár 12.6.2012 06:37 Slitastjórn Kaupþings krefst kyrrsetningar á eignum Hannesar Slitastjórn Kaupþings krafðist í dag kyrrsetningar á eignum Hannesar Frímanns Hrólfssonar, aðstoðarforstjóra Auðar Capital og fyrrverandi aðstoðarframkvæmastjóra fjárstýringar og markaðsviðskipta Kaupþings. Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur ekki tekið afstöðu til kyrrsetningarinnar og verður hún tekin fyrir á fimmtudag, samkvæmt heimildum fréttastofu. Hannes skuldaði Kaupþingi 2,4 milljarða króna við fall bankans 9. október 2008 vegna lána sem hann hafði fengið hjá bankanum til kaupa á hlutabréfum í Kaupþingi, samkvæmt upplýsingum í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Kyrrsetningarbeiðnin tengist m.a. innheimtu slitastjórnarinnar á þessari skuld en samkvæmt heimildum fréttastofu er Hannes í persónulegum ábyrgðum vegna hluta fyrrnefndra skulda við þrotabú Kaupþings. Hannes hefur átt í samningaviðræðum við slitastjórn Kaupþings vegna skuldanna frá hruni. Hannes færði m.a. eignir frá konu sinni yfir á sjálfan sig, sem hann hafði fært á konu sínu í hruninu, eftir samningaviðræður við slitastjórnina. Slitastjórnin hefur nú ákveðið að grípa til fyrrnefndra aðgerða, þ.e. að krefjast kyrrsetningar á eignum, til þess að reyna að tryggja betur að einhverja eignir fáist upp í skuldir. 12.6.2012 20:59 Flestir búast við að stýrivextir hækki um 0,25 prósentur Flestir sérfræðingar búast við því að Seðlabankinn hækki stýrivexti sína á morgun um 0,25 prósentur. Einstaka telur að vöxtunum verði haldið óbreyttum. Greiningar Arion banka og Íslandsbanka telja að vextirnir verði hækkaðir sem og greining IFS. Hagfræðideild Landsbankans telur hinsvegar að stýrivöxtunum verði haldið óbreyttum. 12.6.2012 10:25 Íbúðaleigusamningum fækkaði milli ára í maí Töluverð fækkun varð á þinglýstum leigusamningum um íbúðahúsnæði á nær landinu öllu milli ára í maí. 12.6.2012 09:25 Skuld við Seðlabanka eykur kostnað ríkisins SpKef, sem áður hét Sparisjóðurinn í Keflavík, skuldar Seðlabankanum og öðrum fjármálafyrirtækjum 13,9 milljarða króna. Heimildir Fréttablaðsins herma að stór hluti skuldarinnar sé vegna lausafjárfyrirgreiðslu sem Seðlabankinn veitti sjóðnum. 12.6.2012 07:15 Tekjur ríkis aukast en útgjöldin einnig Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 8,1 milljarð króna á fyrsta ársfjórðungi 2012. Það þýðir á mannamáli að hið opinbera eyddi meira en það aflaði sem þeirri upphæð nemur. Þetta er þó umtalsvert betri niðurstaða en á sama tíma í fyrra, þegar afkoman var neikvæð um 11,8 milljarða króna. Raunar hefur hallinn ekki verið minni síðan á öðrum ársfjórðungi 2008. 12.6.2012 06:15 Innlán sparisjóðanna níu milljörðum meiri en útlán Innlánsskuldbindingar þeirra tíu sparisjóða sem starfandi voru um síðustu áramót, voru 46,1 milljarður í lok árs í fyrra en útlán, sem teljast til eigna, voru á sama tíma tæplega níu milljörðum minni eða um 37,1 milljarður. Þetta kemur fram í fjármálstöðugleikariti Seðlabanka Íslands sem kom út í síðustu viku. 11.6.2012 21:40 Hagstofan komin með smáforrit Hagstofa Íslands hefur látið framleiða smáforrit fyrir sig sem gerir notendum snjallsíma og spjaldtölva kleift að sækja bæklinginn Ísland í tölum og skoða lykiltölur um land og þjóð á handhægan hátt. Þetta er í fyrsta sinn sem Hagstofan miðlar hagtölum með snjallbúnaði. Bæklingurinn, Ísland í tölum, hefur verið gefinn út á ensku síðastliðin 17 ár og hefur verið eitt vinsælasta rit stofnunarinnar. Smáforritið kemur út í netverslun Google Play í dag. 11.6.2012 16:45 Sigþór Jónsson stýrir Landsbréfum Stjórn Landsbréfa hf., dótturfélags Landsbankans, hefur ráðið Sigþór Jónsson sem framkvæmdastjóra félagsins. Sigþór Jónsson hefur mikla reynslu af íslenskum fjármálamarkaði og fjárfestingastarfsemi. Hann hefur undanfarið gegnt starfi 11.6.2012 15:27 Þessir eiga peningana á Íslandi – Einstaklingar með 545,3 milljarða Innstæður hjá stærstu íslensku viðskiptabönkunum, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum, námu í lok janúar á þessu ári 1.678 milljörðum króna, eða sem nemur svipaðri upphæð og einni árlegri landsframleiðslu Íslands. Það er einnig svipuð upphæð og nemur heildarskuldum ríkissjóðs. 11.6.2012 13:30 Eignasafn SpKef var ofmetið Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra segir að eignasafn SpKef hafi verið ofmetið þegar ákveðið var að ráðast í stofnun sparisjóðsins þegar hann var endurreistur 2010. Úrskurðarnefnd komst að þeirri niðurstöðu fyrir helgi að það kostar 19 milljarða að ríkistryggja innistæður sem voru í sparisjóðnum þegar hann var endurreistur. 11.6.2012 10:48 Gjaldeyrisforðinn aftur yfir 1.000 milljarða Erlendar eignir Seðlabanka, það er gjaldeyrisforðinn, námu um 1.063 milljörðum kr. í lok maí samanborið við 942 milljarða kr. í lok apríl. Aukning forðans nemur því rúmlega 120 milljörðum kr. 11.6.2012 10:35 Afkoma ríkissjóðs batnar milli ára Á fyrsta ársfjórðungi ársins var tekjuafkoma hins opinbera neikvæð um 8,1 milljarð króna sem er nokkru hagstæðari niðurstaða en á sama tíma í fyrra þegar hún var neikvæð um 11,8 milljarða króna. 11.6.2012 09:14 Lífeyrissjóðirnir munu ekki fá að fjárfesta að vild í útlöndum Lífeyrissjóðirnir munu ekki geta fjárfest að vild erlendis við afnám hafta þar sem slíkt gæti grafið undir krónunni og rýrt eignir lífeyrissjóðanna. Þetta kom fram í máli Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á fundi í bankanum í síðustu viku. 11.6.2012 00:00 Gjaldeyrishöftin eru skjól Ísland er að mörgu leyti í vari innan gjaldeyrishafta, segir Sigríður Benediktsdóttir, nýr framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands. Höftin séu lán í óláni í þeim alþjóðlegu erfiðleikum sem nú einkenni alþjóðamarkaði. 10.6.2012 20:41 Íslandsbanki mun ekki sækja ríkið um skaðabætur Það stendur ekki til að Íslandsbanki sæki íslenska ríkið um skaðabætur vegna laga sem skylduðu bankann til að endurútreikna lán sem bankinn veitti og voru miðuð við gengi erlendra gjaldmiðla. Þessari spurningu var velt upp eftir að Hæstiréttur kvað upp dóm síðasta fimmtudag þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að lán frá Íslandsbanka sem voru miðuð við erlenda gjaldmiðla væru lögmæt. 10.6.2012 19:43 Lán til Spánverja góð tíðindi fyrir íslensk fyrirtæki í saltfiski Vandi hefði getað skapast fyrir íslensk útflutningsfyrirtæki í saltfiski ef spænska ríkið hefði ekki fengið fjárhagsaðstoð til að endurfjármagna bankakerfið þar í landi. Þorbjörn hf. í Grindavík á í gríðarlega miklum viðskiptum við spænsk fyrirtæki en stjórnendur Þorbjarnar segja að til þessa hafi allt gengið eins og í sögu. 10.6.2012 18:45 Neyðarlán Spánar jákvæð fyrir Íslendinga Það að Spánn fái fjárhagsaðstoð er að vissu leyti jákvætt fyrir Íslendinga, segir Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri. Evrukrísan hefur slæm áhrif á Ísland, sem fyrst og fremst koma fram með því að hér verður veikari útflutningur, verri viðskipti, minni bein fjárfesting til landsins og þar af leiðandi verður erfiðara að afnema gjaldeyrishöftin. 10.6.2012 18:05 Spurning hvort Íslandsbanki eignist skaðabótakröfu á ríkið Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu á fimmtudaginn var að ákveðin tegund lána sem miðuð eru við erlenda gjaldmiðla sé lögmæt. Friðbert Traustason, formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, telur fordæmisgildi dómsins aðeins taka til lána frá Íslandsbanka. 10.6.2012 17:22 Skuldir lækkuðu vegna afskriftagleði lánardrottna Ástæðan fyrir því að skuldir heimila hafa lækkað er sú að bankar og lánardrottnar séu orðnir fúsari til að afskrifa skuldir. Þetta sagði Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri Fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum. 10.6.2012 11:30 "Eins og Steingrímur haldi að hann sé hafinn yfir lög“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að fjármálaráðuneytið, undir stjórn Steingríms J. Sigfússonar, hafi leppað hlut kröfuhafa SpKef. Guðlaugur gagnrýnir að aðkoma Steingríms að bankanum hafi ekki verið formlega rannsökuð. 9.6.2012 18:59 Engir endurskoðendur sæta rannsókn þrátt fyrir milljarða bótakröfur Þótt endurskoðendur þurfi að verjast milljarða skaðabótakröfum frá slitastjórnum Landsbankans og Glitnis fyrir dómstólum er, enn sem komið er, enginn endurskoðandi föllnu bankanna til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara eða grunaður um refsiverða háttsemi. 9.6.2012 18:49 Skattar á tekjuháa hækkuðu um tæp 40% Það eina prósent fjölskyldna sem var með hæstar tekjur árið 2010 greiddi 138,3% hærri skatta af tekjum það ár en á góðærisárinu 2007. Þetta kemur fram í nýjasta hefti Tíundar. 9.6.2012 15:44 Vill rannsaka verklag Steingríms vegna Spkef Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill að aðkoma Steingríms J. Sigfússonar að Spkef verði rannsökuð. Nýlega kom í ljós að það kostar ríkið 19 milljarða að tryggja einnistæður í sparisjóðnum. 9.6.2012 14:17 Tekjur landsmanna lækkað um 30% Tekjur landsmanna hafa lækkað um hátt í þriðjung á fimm árum en tekjurýrnunin er mismunandi eftir hópum. 9.6.2012 12:18 Tekjuháir bera meiri skatta Af álögðum tekju- og eignarskötttum eru 68,7 prósent lögð á 20 prósent fjölskyldna í landinu. Á undanförnum árum hefur hlutum 10 prósent fjölskyldna í heildarskattbyrði farið vaxandi en á árinu 2001 greiddu þessir framteljendur 61,8 prósent álagðra skatta. Þetta kemur fram í umfjöllun Páls Kolbeins, hagfræðings hjá embætti Ríkisskattstjóra, í nýjasta hefti Tíundar, tímarits embættisins. Þróunin frá 2009 hefur verið sú að færri greiða skatta en áður og flestir greiða minni skatta en tekjuhæstu fjölskyldurnar bera meiri skatta af minni tekjum nú en fyrir nokkrum árum. 9.6.2012 10:07 OR seinkar aftur gjalddögum Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur samið við þýsk-írska bankann Depfa um breytingar á afborgunum 4,9 milljarða króna láns sem var á gjalddaga á árinu 2016. Samkvæmt samkomulaginu verður meginhluti afborgana á árunum 2023 til 2025 í staðinn. 9.6.2012 06:30 Enginn kaupréttur fyrir lykilstjórnendur Haga Stjórnarformaður Haga, Árni Hauksson, segir lykilstjórnendur Haga ekki fá kauprétt í hlutabréfum félagsins svo lengi sem hann er í stjórn. Þetta kemur fram á vef Viðskiptablaðsins. 8.6.2012 15:34 Virði Regins 10,5 til 15,5 milljarðar við útboð Landsbankinn hefur ákveðið að bjóða til sölu allt að 75% hlutafjár í fasteignafélaginu Reginn hf. í hlutafjárútboði sem fer fram dagana 18. og 19. júní 2012. Stefnt er að skráningu Regins á Aðalmarkað NASDAQ OMX Iceland hf. (Kauphallar Íslands) í kjölfar útboðsins. Megin markmið Landsbankans með útboðinu er að Reginn uppfylli skilyrði Kauphallarinnar um dreifingu hlutafjár og að almenningur jafnt og fagfjárfestar eignist hlut í félaginu. 8.6.2012 15:08 Steingrímur: Staðan betri hér en annarsstaðar Nýleg hagspá OECD og aðrir nýlegir hagvísar sem komið hafa fram síðustu daga staðfesta að staða efnahagsmála á Íslandi fer batnandi, segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, í grein sem birtist hér á Vísi fyrir stundu. Hann segir að horfur fyrir næsta ár séu ágætlega bjartar, sérstaklega þegar borið er saman við hagvaxtarhorfur í helstu viðskiptalöndum okkar. 8.6.2012 14:47 Spá óbreyttum stýrivöxtum Hagfræðideild Landsbankans spáir óbreyttum stýrivöxtum í júní. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands (PSÍ) mun tilkynna vaxtaákvörðun miðvikudaginn 13. júní næstkomandi. Hagfræðideildin segir að miðað við þróun hagvísa frá síðustu vaxtaákvörðun séu óbreyttir vextir í samræmi við síðustu vaxtaákvarðanir og yfirlýsingar nefndarinnar. 8.6.2012 14:09 Skattgreiðendur fá 19 milljarða reikning í hausinn "Yfirtaka ríkisins á SpKef er orðið eitt mesta klúður sem sést hefur í tíð ríkisstjórnarinnar,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, en í ljós hefur komið að það kostar ríkið 19 milljarða að tryggja innistæður í sparisjóðnum. Bjarni bendir á að Gylfi Magnússon, þáverandi ráðherra bankamála, hafi fyrst sagt að yfirtaka ríkisins myndi einungis kosta 800 milljónir sem myndu endurheimtast. Árni Páll Árnason, eftirmaður hans, hafi sagt að leggja þyrfti 11,2 milljarða vegna ofmats á eignum. 8.6.2012 13:05 27 útskrifast sem fjármálaráðgjafar Útskrifað var í gær úr námi til vottunar fjármálaráðgjafa, en 27 starfsmenn útskrifuðust úr náminu. Þetta er í fyrsta sinn sem að starfsmenn í einstaklingsráðgjöf á fjármálamarkaði fá slíka vottun en námið hefur staðið í allan vetur. Námið spannar þætti fjármálamarkaðar og þjóðhagfræði auk lögfræði, siðfræði og þjálfunar í ráðgjafafærni, að því er segir í tilkynningu frá Samtökum fjármálafyrirtækja vegna þessa. 8.6.2012 11:40 Kostaði 19 milljarða að rikistryggja innistæður í SpKef Það kostaði íslenska ríkið rúma 19 milljarða að ríkistryggja innistæður í SpKef, samkvæmt niðurstöðum úrskruðarnefndar sem sett var á laggirnar að skera úr um endurgjald ríkisins til Landsbankans vegna yfirtöku á sparisjóðnum. Úrskurðurinn var kveðinn upp í gær. Þar segir að með úrskurðinum sé endanlega leyst úr ágreiningi milli aðila um greiðslu til Landsbankans hf. vegna yfirtöku á SpKef sparisjóði. 8.6.2012 11:37 Íbúðalánasjóður hefur selt 390 íbúðir frá hruni Af þeim 2380 íbúðum sem Íbúðalánasjóður hefur leyst til sín frá bankahruni hafa 390 verið seldar. Þar af eru 96 á höfuðborgarsvæðinu. Um 1990 íbúðir eru enn í eigu sjóðsins. Í 800 íbúðum búa einstaklingar eða fjölskyldur sem samið hafa við sjóðinn um áframhaldandi búsetu í leiguformi. Um 270 íbúðir eru enn á byggingarstigi og 830 íbúðir standa tómar af ýmsum ástæðum. Í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði segir að markmiðið sé að selja þessar eignir. 8.6.2012 09:24 Regluleg laun hækkuðu um 2% milli ársfjórðunga Regluleg laun voru að meðaltali 2,0% hærri á fyrsta ársfjórðungi ársins en í ársfjórðungnum á undan. Frá fyrra ári hækkuðu laun um 10,3% að meðaltali, hækkunin var 11,1% á almennum vinnumarkaði og 8,6% hjá opinberum starfsmönnum. 8.6.2012 09:09 Hagvöxtur mælist 2,4% á fyrstu mánuðum ársins Landsframleiðsla jókst um 2,4% að raungildi milli 4. ársfjórðungs í fyrra og 1. ársfjórðungs í ár. Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld um 3,4%, sem skýrist að mestu af mikilli aukningu birgða. 8.6.2012 09:04 Býður vaxtagreiðsluþak á óverðtryggð húsnæðislán Íslandsbanki hefur ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum upp á vaxtagreiðsluþak óverðtryggðra húsnæðislána. Slíkt þak tryggir þeim skjól í umhverfi hækkandi vaxta. 8.6.2012 08:13 Rekstur borgarinnar betri en áætlanir gerðu ráð fyrir Rekstur A hluta Reykjavíkurborgar gekk betur en áætlanir gerðu ráð fyrir á fyrsta ársfjórðungi ársins. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. 8.6.2012 07:28 Hefur endurreiknað öll húsnæðislán í erlendum myntum Íslandsbanki vill árétta vegna frétta um dóm Hæstaréttar sem kvað á um að húsnæðislán Íslandsbanka í erlendri mynt væri löglegt erlent lán að bankinn hefur nú endurreiknað öll húsnæðislán bankans í erlendum gjaldmiðlum. 8.6.2012 06:44 Hækkandi olíuverð gerir Drekann arðvænlegri Drekasvæðið verður arðbærara eftir því sem olíuverð hækkar, segir olíusérfræðingur Nordea-bankans, sem telur að Ísland, þótt lítið sé, gæti orðið mikilvægt olíuútflutningsríki. Þetta kom fram á ráðstefnu í dag um olíu á Drekasvæðinu. 7.6.2012 20:30 Sjá næstu 50 fréttir
Skýrsla um SPKEF inn á borð sérstaks saksóknara Skýrsla sem unnin var fyrir Fjármálaeftirlitið um starfsemi SPKEF er komin á borð embættis sérstaks saksóknara en gert er ráð fyrir því að hún verði kynnt fyrir kröfuhöfum sjóðsins á næstu vikum. Stór hluti skulda SPKEF var vegna lausafjárfyrirgreiðslu seðlabankans. 12.6.2012 12:08
Sigurður ekki enn greitt 500 milljóna króna skuld Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, hefur enn ekki greitt ríflega 500 milljóna króna skuld sína við þrotabú Kaupþings en hann var dæmdur til þess að greiða þrotabúinu þá fjárháð um miðjan maí síðastliðinn, vegna tíu prósenta persónulegrar ábyrgðar hans á um fimm milljarða króna skuld. 12.6.2012 10:33
Áhyggjuefni að lágt gengi slær ekki á innflutning til landsins Greining Arion banka segir það vera áhyggjuefni að veiking krónunnar hafi ekki meiri áhrif á innflutning til landsins, hvort sem er í formi vara eða utanlandsferða. 12.6.2012 10:04
Töluvert líf á fasteignamarkaðinum Töluvert líf var á fasteignamarkaðinum á höfuðborgarsvæðinu í síðustu viku. Alls var þinglýst 126 kaupsamningum en til samanburðar hefur 100 slíkum samnngum verið þinglýst að meðaltali á viku undanfarna þrjá mánuði. 12.6.2012 08:25
Tekjur minkabænda gætu losað 1,5 milljarða Áætlað er að tekjur íslenskra minkabænda í ár af uppboðunum hjá Kopenhagen Fur í Kaupmannahöfn gætu losað um 1,5 milljarða kr. í ár 12.6.2012 06:37
Slitastjórn Kaupþings krefst kyrrsetningar á eignum Hannesar Slitastjórn Kaupþings krafðist í dag kyrrsetningar á eignum Hannesar Frímanns Hrólfssonar, aðstoðarforstjóra Auðar Capital og fyrrverandi aðstoðarframkvæmastjóra fjárstýringar og markaðsviðskipta Kaupþings. Sýslumaðurinn í Reykjavík hefur ekki tekið afstöðu til kyrrsetningarinnar og verður hún tekin fyrir á fimmtudag, samkvæmt heimildum fréttastofu. Hannes skuldaði Kaupþingi 2,4 milljarða króna við fall bankans 9. október 2008 vegna lána sem hann hafði fengið hjá bankanum til kaupa á hlutabréfum í Kaupþingi, samkvæmt upplýsingum í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis. Kyrrsetningarbeiðnin tengist m.a. innheimtu slitastjórnarinnar á þessari skuld en samkvæmt heimildum fréttastofu er Hannes í persónulegum ábyrgðum vegna hluta fyrrnefndra skulda við þrotabú Kaupþings. Hannes hefur átt í samningaviðræðum við slitastjórn Kaupþings vegna skuldanna frá hruni. Hannes færði m.a. eignir frá konu sinni yfir á sjálfan sig, sem hann hafði fært á konu sínu í hruninu, eftir samningaviðræður við slitastjórnina. Slitastjórnin hefur nú ákveðið að grípa til fyrrnefndra aðgerða, þ.e. að krefjast kyrrsetningar á eignum, til þess að reyna að tryggja betur að einhverja eignir fáist upp í skuldir. 12.6.2012 20:59
Flestir búast við að stýrivextir hækki um 0,25 prósentur Flestir sérfræðingar búast við því að Seðlabankinn hækki stýrivexti sína á morgun um 0,25 prósentur. Einstaka telur að vöxtunum verði haldið óbreyttum. Greiningar Arion banka og Íslandsbanka telja að vextirnir verði hækkaðir sem og greining IFS. Hagfræðideild Landsbankans telur hinsvegar að stýrivöxtunum verði haldið óbreyttum. 12.6.2012 10:25
Íbúðaleigusamningum fækkaði milli ára í maí Töluverð fækkun varð á þinglýstum leigusamningum um íbúðahúsnæði á nær landinu öllu milli ára í maí. 12.6.2012 09:25
Skuld við Seðlabanka eykur kostnað ríkisins SpKef, sem áður hét Sparisjóðurinn í Keflavík, skuldar Seðlabankanum og öðrum fjármálafyrirtækjum 13,9 milljarða króna. Heimildir Fréttablaðsins herma að stór hluti skuldarinnar sé vegna lausafjárfyrirgreiðslu sem Seðlabankinn veitti sjóðnum. 12.6.2012 07:15
Tekjur ríkis aukast en útgjöldin einnig Tekjuafkoma hins opinbera var neikvæð um 8,1 milljarð króna á fyrsta ársfjórðungi 2012. Það þýðir á mannamáli að hið opinbera eyddi meira en það aflaði sem þeirri upphæð nemur. Þetta er þó umtalsvert betri niðurstaða en á sama tíma í fyrra, þegar afkoman var neikvæð um 11,8 milljarða króna. Raunar hefur hallinn ekki verið minni síðan á öðrum ársfjórðungi 2008. 12.6.2012 06:15
Innlán sparisjóðanna níu milljörðum meiri en útlán Innlánsskuldbindingar þeirra tíu sparisjóða sem starfandi voru um síðustu áramót, voru 46,1 milljarður í lok árs í fyrra en útlán, sem teljast til eigna, voru á sama tíma tæplega níu milljörðum minni eða um 37,1 milljarður. Þetta kemur fram í fjármálstöðugleikariti Seðlabanka Íslands sem kom út í síðustu viku. 11.6.2012 21:40
Hagstofan komin með smáforrit Hagstofa Íslands hefur látið framleiða smáforrit fyrir sig sem gerir notendum snjallsíma og spjaldtölva kleift að sækja bæklinginn Ísland í tölum og skoða lykiltölur um land og þjóð á handhægan hátt. Þetta er í fyrsta sinn sem Hagstofan miðlar hagtölum með snjallbúnaði. Bæklingurinn, Ísland í tölum, hefur verið gefinn út á ensku síðastliðin 17 ár og hefur verið eitt vinsælasta rit stofnunarinnar. Smáforritið kemur út í netverslun Google Play í dag. 11.6.2012 16:45
Sigþór Jónsson stýrir Landsbréfum Stjórn Landsbréfa hf., dótturfélags Landsbankans, hefur ráðið Sigþór Jónsson sem framkvæmdastjóra félagsins. Sigþór Jónsson hefur mikla reynslu af íslenskum fjármálamarkaði og fjárfestingastarfsemi. Hann hefur undanfarið gegnt starfi 11.6.2012 15:27
Þessir eiga peningana á Íslandi – Einstaklingar með 545,3 milljarða Innstæður hjá stærstu íslensku viðskiptabönkunum, Arion banka, Íslandsbanka og Landsbankanum, námu í lok janúar á þessu ári 1.678 milljörðum króna, eða sem nemur svipaðri upphæð og einni árlegri landsframleiðslu Íslands. Það er einnig svipuð upphæð og nemur heildarskuldum ríkissjóðs. 11.6.2012 13:30
Eignasafn SpKef var ofmetið Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra segir að eignasafn SpKef hafi verið ofmetið þegar ákveðið var að ráðast í stofnun sparisjóðsins þegar hann var endurreistur 2010. Úrskurðarnefnd komst að þeirri niðurstöðu fyrir helgi að það kostar 19 milljarða að ríkistryggja innistæður sem voru í sparisjóðnum þegar hann var endurreistur. 11.6.2012 10:48
Gjaldeyrisforðinn aftur yfir 1.000 milljarða Erlendar eignir Seðlabanka, það er gjaldeyrisforðinn, námu um 1.063 milljörðum kr. í lok maí samanborið við 942 milljarða kr. í lok apríl. Aukning forðans nemur því rúmlega 120 milljörðum kr. 11.6.2012 10:35
Afkoma ríkissjóðs batnar milli ára Á fyrsta ársfjórðungi ársins var tekjuafkoma hins opinbera neikvæð um 8,1 milljarð króna sem er nokkru hagstæðari niðurstaða en á sama tíma í fyrra þegar hún var neikvæð um 11,8 milljarða króna. 11.6.2012 09:14
Lífeyrissjóðirnir munu ekki fá að fjárfesta að vild í útlöndum Lífeyrissjóðirnir munu ekki geta fjárfest að vild erlendis við afnám hafta þar sem slíkt gæti grafið undir krónunni og rýrt eignir lífeyrissjóðanna. Þetta kom fram í máli Más Guðmundssonar seðlabankastjóra á fundi í bankanum í síðustu viku. 11.6.2012 00:00
Gjaldeyrishöftin eru skjól Ísland er að mörgu leyti í vari innan gjaldeyrishafta, segir Sigríður Benediktsdóttir, nýr framkvæmdastjóri fjármálastöðugleika hjá Seðlabanka Íslands. Höftin séu lán í óláni í þeim alþjóðlegu erfiðleikum sem nú einkenni alþjóðamarkaði. 10.6.2012 20:41
Íslandsbanki mun ekki sækja ríkið um skaðabætur Það stendur ekki til að Íslandsbanki sæki íslenska ríkið um skaðabætur vegna laga sem skylduðu bankann til að endurútreikna lán sem bankinn veitti og voru miðuð við gengi erlendra gjaldmiðla. Þessari spurningu var velt upp eftir að Hæstiréttur kvað upp dóm síðasta fimmtudag þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að lán frá Íslandsbanka sem voru miðuð við erlenda gjaldmiðla væru lögmæt. 10.6.2012 19:43
Lán til Spánverja góð tíðindi fyrir íslensk fyrirtæki í saltfiski Vandi hefði getað skapast fyrir íslensk útflutningsfyrirtæki í saltfiski ef spænska ríkið hefði ekki fengið fjárhagsaðstoð til að endurfjármagna bankakerfið þar í landi. Þorbjörn hf. í Grindavík á í gríðarlega miklum viðskiptum við spænsk fyrirtæki en stjórnendur Þorbjarnar segja að til þessa hafi allt gengið eins og í sögu. 10.6.2012 18:45
Neyðarlán Spánar jákvæð fyrir Íslendinga Það að Spánn fái fjárhagsaðstoð er að vissu leyti jákvætt fyrir Íslendinga, segir Már Guðmundsson, Seðlabankastjóri. Evrukrísan hefur slæm áhrif á Ísland, sem fyrst og fremst koma fram með því að hér verður veikari útflutningur, verri viðskipti, minni bein fjárfesting til landsins og þar af leiðandi verður erfiðara að afnema gjaldeyrishöftin. 10.6.2012 18:05
Spurning hvort Íslandsbanki eignist skaðabótakröfu á ríkið Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu á fimmtudaginn var að ákveðin tegund lána sem miðuð eru við erlenda gjaldmiðla sé lögmæt. Friðbert Traustason, formaður Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, telur fordæmisgildi dómsins aðeins taka til lána frá Íslandsbanka. 10.6.2012 17:22
Skuldir lækkuðu vegna afskriftagleði lánardrottna Ástæðan fyrir því að skuldir heimila hafa lækkað er sú að bankar og lánardrottnar séu orðnir fúsari til að afskrifa skuldir. Þetta sagði Sigríður Benediktsdóttir, framkvæmdastjóri Fjármálastöðugleika hjá Seðlabankanum. 10.6.2012 11:30
"Eins og Steingrímur haldi að hann sé hafinn yfir lög“ Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, segir að fjármálaráðuneytið, undir stjórn Steingríms J. Sigfússonar, hafi leppað hlut kröfuhafa SpKef. Guðlaugur gagnrýnir að aðkoma Steingríms að bankanum hafi ekki verið formlega rannsökuð. 9.6.2012 18:59
Engir endurskoðendur sæta rannsókn þrátt fyrir milljarða bótakröfur Þótt endurskoðendur þurfi að verjast milljarða skaðabótakröfum frá slitastjórnum Landsbankans og Glitnis fyrir dómstólum er, enn sem komið er, enginn endurskoðandi föllnu bankanna til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara eða grunaður um refsiverða háttsemi. 9.6.2012 18:49
Skattar á tekjuháa hækkuðu um tæp 40% Það eina prósent fjölskyldna sem var með hæstar tekjur árið 2010 greiddi 138,3% hærri skatta af tekjum það ár en á góðærisárinu 2007. Þetta kemur fram í nýjasta hefti Tíundar. 9.6.2012 15:44
Vill rannsaka verklag Steingríms vegna Spkef Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, vill að aðkoma Steingríms J. Sigfússonar að Spkef verði rannsökuð. Nýlega kom í ljós að það kostar ríkið 19 milljarða að tryggja einnistæður í sparisjóðnum. 9.6.2012 14:17
Tekjur landsmanna lækkað um 30% Tekjur landsmanna hafa lækkað um hátt í þriðjung á fimm árum en tekjurýrnunin er mismunandi eftir hópum. 9.6.2012 12:18
Tekjuháir bera meiri skatta Af álögðum tekju- og eignarskötttum eru 68,7 prósent lögð á 20 prósent fjölskyldna í landinu. Á undanförnum árum hefur hlutum 10 prósent fjölskyldna í heildarskattbyrði farið vaxandi en á árinu 2001 greiddu þessir framteljendur 61,8 prósent álagðra skatta. Þetta kemur fram í umfjöllun Páls Kolbeins, hagfræðings hjá embætti Ríkisskattstjóra, í nýjasta hefti Tíundar, tímarits embættisins. Þróunin frá 2009 hefur verið sú að færri greiða skatta en áður og flestir greiða minni skatta en tekjuhæstu fjölskyldurnar bera meiri skatta af minni tekjum nú en fyrir nokkrum árum. 9.6.2012 10:07
OR seinkar aftur gjalddögum Orkuveita Reykjavíkur (OR) hefur samið við þýsk-írska bankann Depfa um breytingar á afborgunum 4,9 milljarða króna láns sem var á gjalddaga á árinu 2016. Samkvæmt samkomulaginu verður meginhluti afborgana á árunum 2023 til 2025 í staðinn. 9.6.2012 06:30
Enginn kaupréttur fyrir lykilstjórnendur Haga Stjórnarformaður Haga, Árni Hauksson, segir lykilstjórnendur Haga ekki fá kauprétt í hlutabréfum félagsins svo lengi sem hann er í stjórn. Þetta kemur fram á vef Viðskiptablaðsins. 8.6.2012 15:34
Virði Regins 10,5 til 15,5 milljarðar við útboð Landsbankinn hefur ákveðið að bjóða til sölu allt að 75% hlutafjár í fasteignafélaginu Reginn hf. í hlutafjárútboði sem fer fram dagana 18. og 19. júní 2012. Stefnt er að skráningu Regins á Aðalmarkað NASDAQ OMX Iceland hf. (Kauphallar Íslands) í kjölfar útboðsins. Megin markmið Landsbankans með útboðinu er að Reginn uppfylli skilyrði Kauphallarinnar um dreifingu hlutafjár og að almenningur jafnt og fagfjárfestar eignist hlut í félaginu. 8.6.2012 15:08
Steingrímur: Staðan betri hér en annarsstaðar Nýleg hagspá OECD og aðrir nýlegir hagvísar sem komið hafa fram síðustu daga staðfesta að staða efnahagsmála á Íslandi fer batnandi, segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður VG, í grein sem birtist hér á Vísi fyrir stundu. Hann segir að horfur fyrir næsta ár séu ágætlega bjartar, sérstaklega þegar borið er saman við hagvaxtarhorfur í helstu viðskiptalöndum okkar. 8.6.2012 14:47
Spá óbreyttum stýrivöxtum Hagfræðideild Landsbankans spáir óbreyttum stýrivöxtum í júní. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands (PSÍ) mun tilkynna vaxtaákvörðun miðvikudaginn 13. júní næstkomandi. Hagfræðideildin segir að miðað við þróun hagvísa frá síðustu vaxtaákvörðun séu óbreyttir vextir í samræmi við síðustu vaxtaákvarðanir og yfirlýsingar nefndarinnar. 8.6.2012 14:09
Skattgreiðendur fá 19 milljarða reikning í hausinn "Yfirtaka ríkisins á SpKef er orðið eitt mesta klúður sem sést hefur í tíð ríkisstjórnarinnar,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, en í ljós hefur komið að það kostar ríkið 19 milljarða að tryggja innistæður í sparisjóðnum. Bjarni bendir á að Gylfi Magnússon, þáverandi ráðherra bankamála, hafi fyrst sagt að yfirtaka ríkisins myndi einungis kosta 800 milljónir sem myndu endurheimtast. Árni Páll Árnason, eftirmaður hans, hafi sagt að leggja þyrfti 11,2 milljarða vegna ofmats á eignum. 8.6.2012 13:05
27 útskrifast sem fjármálaráðgjafar Útskrifað var í gær úr námi til vottunar fjármálaráðgjafa, en 27 starfsmenn útskrifuðust úr náminu. Þetta er í fyrsta sinn sem að starfsmenn í einstaklingsráðgjöf á fjármálamarkaði fá slíka vottun en námið hefur staðið í allan vetur. Námið spannar þætti fjármálamarkaðar og þjóðhagfræði auk lögfræði, siðfræði og þjálfunar í ráðgjafafærni, að því er segir í tilkynningu frá Samtökum fjármálafyrirtækja vegna þessa. 8.6.2012 11:40
Kostaði 19 milljarða að rikistryggja innistæður í SpKef Það kostaði íslenska ríkið rúma 19 milljarða að ríkistryggja innistæður í SpKef, samkvæmt niðurstöðum úrskruðarnefndar sem sett var á laggirnar að skera úr um endurgjald ríkisins til Landsbankans vegna yfirtöku á sparisjóðnum. Úrskurðurinn var kveðinn upp í gær. Þar segir að með úrskurðinum sé endanlega leyst úr ágreiningi milli aðila um greiðslu til Landsbankans hf. vegna yfirtöku á SpKef sparisjóði. 8.6.2012 11:37
Íbúðalánasjóður hefur selt 390 íbúðir frá hruni Af þeim 2380 íbúðum sem Íbúðalánasjóður hefur leyst til sín frá bankahruni hafa 390 verið seldar. Þar af eru 96 á höfuðborgarsvæðinu. Um 1990 íbúðir eru enn í eigu sjóðsins. Í 800 íbúðum búa einstaklingar eða fjölskyldur sem samið hafa við sjóðinn um áframhaldandi búsetu í leiguformi. Um 270 íbúðir eru enn á byggingarstigi og 830 íbúðir standa tómar af ýmsum ástæðum. Í tilkynningu frá Íbúðalánasjóði segir að markmiðið sé að selja þessar eignir. 8.6.2012 09:24
Regluleg laun hækkuðu um 2% milli ársfjórðunga Regluleg laun voru að meðaltali 2,0% hærri á fyrsta ársfjórðungi ársins en í ársfjórðungnum á undan. Frá fyrra ári hækkuðu laun um 10,3% að meðaltali, hækkunin var 11,1% á almennum vinnumarkaði og 8,6% hjá opinberum starfsmönnum. 8.6.2012 09:09
Hagvöxtur mælist 2,4% á fyrstu mánuðum ársins Landsframleiðsla jókst um 2,4% að raungildi milli 4. ársfjórðungs í fyrra og 1. ársfjórðungs í ár. Á sama tíma jukust þjóðarútgjöld um 3,4%, sem skýrist að mestu af mikilli aukningu birgða. 8.6.2012 09:04
Býður vaxtagreiðsluþak á óverðtryggð húsnæðislán Íslandsbanki hefur ákveðið að bjóða viðskiptavinum sínum upp á vaxtagreiðsluþak óverðtryggðra húsnæðislána. Slíkt þak tryggir þeim skjól í umhverfi hækkandi vaxta. 8.6.2012 08:13
Rekstur borgarinnar betri en áætlanir gerðu ráð fyrir Rekstur A hluta Reykjavíkurborgar gekk betur en áætlanir gerðu ráð fyrir á fyrsta ársfjórðungi ársins. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. 8.6.2012 07:28
Hefur endurreiknað öll húsnæðislán í erlendum myntum Íslandsbanki vill árétta vegna frétta um dóm Hæstaréttar sem kvað á um að húsnæðislán Íslandsbanka í erlendri mynt væri löglegt erlent lán að bankinn hefur nú endurreiknað öll húsnæðislán bankans í erlendum gjaldmiðlum. 8.6.2012 06:44
Hækkandi olíuverð gerir Drekann arðvænlegri Drekasvæðið verður arðbærara eftir því sem olíuverð hækkar, segir olíusérfræðingur Nordea-bankans, sem telur að Ísland, þótt lítið sé, gæti orðið mikilvægt olíuútflutningsríki. Þetta kom fram á ráðstefnu í dag um olíu á Drekasvæðinu. 7.6.2012 20:30
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Neytendur