Segir Grikki þurfa að hætta með evru svo hægt sé að bjarga henni Þorbjörn Þórðarson skrifar 13. júní 2012 12:00 George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands. Útganga Grikkja úr evrusamstarfinu gæti verið það sem þarf til að sannfæra Þjóðverja um að bjarga evrunni, segir fjármálaráðherra Bretlands. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins kallar eftir auknum samruna meðal Evrópusambandsríkjanna á fjármálamarkaði með sameiginlegu fjármálaeftirliti og innistæðutrygginum. George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, sagði á viðskiptaráðstefnu í gær að hann vissi í raun ekki hvort Grikkir þyrftu að yfirgefa evrusvæðið svo nauðsynleg skref yrðu tekin á evrusvæðinu til að tryggja framtíð gjaldmiðilsins. Þá gagnrýndi Osborne þá ákvörðun Evrópusambandsins að lána spænska ríkinu 100 milljarða evra, jafnvirði 16 þúsund milljarða króna. Hann sagði að með því að ráðast í endurfjármögnun spænska bankakerfisins í gegnum ríkið væri ekki verið að sannfæra markaðinn um traust á ríkinu, en frá þessu er greint í Financial Times. Markaðurinn virðist ríma við skoðanir Osbornes því í gær var ávöxtunarkrafa á tíu ára spænsk ríkisskuldabréf 6,8 prósent en hún hefur aldrei verið hærri frá því evrunni var ýtt úr vör. Það þýðir að fjárfestar eru ekki tilbúnir að lána spænska ríkinu nema með mjög góðri ávöxtun, þar sem þeir telja líkur á að þeir fái skuldirnar aldrei endurgreiddar. Þá sagði Osborne í gær að Bretland yrði ekki hluti af neinu bankabandalagi sem komið yrði á laggirnar til að endurfjármagna banka á evrusvæðinu og setja banka í Evrópusambandinu undir sérstakt samevrópskt fjármálaeftirlit. José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti í byrjun vikunnar áform um sérstakt bankabandalag sem öll Evrópusambandsríkin 27 myndu heyra undir en undir þessari stofnun yrðu sameiginlegt fjármálaeftirlit ríkjanna, innistæðutryggingar sem myndu ganga þvert á landamæri og sameiginlegur björgunarsjóður sem yrði fjármagnaður með skatti á fjármálafyrirtæki. Barroso sagði að hægt yrði að koma þessu bandalagi á laggirnar strax á næsta ári án breytinga á stofnsáttmálum Evrópusambandsins, að því er fram kemur í Financial Times. Skömmu eftir að Barroso lét ummælin falla í viðtali við FT lýstu yfirmenn Bundesbank, þýska seðlabankans, efasemdum um að slíkt yrði hægt án breytinga á stofnsáttmálum Evrópusambandsins. Sabine Lautenschläger, varaforseti Bundesbank, sagði að sameiginlegt bankabandalag væri aðeins mögulegt að undangengnum samruna með sameiginlegum reglum um fjárlög og hagstjórn. Þá er Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sögð treg til að ganga jafn langt og Barroso leggur til þar sem hún óttast að slíkt muni leiða til þess að þýskir skattgreiðendur þurfi að ábyrgjast skuldir annnarra evruríkja. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Útganga Grikkja úr evrusamstarfinu gæti verið það sem þarf til að sannfæra Þjóðverja um að bjarga evrunni, segir fjármálaráðherra Bretlands. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins kallar eftir auknum samruna meðal Evrópusambandsríkjanna á fjármálamarkaði með sameiginlegu fjármálaeftirliti og innistæðutrygginum. George Osborne, fjármálaráðherra Bretlands, sagði á viðskiptaráðstefnu í gær að hann vissi í raun ekki hvort Grikkir þyrftu að yfirgefa evrusvæðið svo nauðsynleg skref yrðu tekin á evrusvæðinu til að tryggja framtíð gjaldmiðilsins. Þá gagnrýndi Osborne þá ákvörðun Evrópusambandsins að lána spænska ríkinu 100 milljarða evra, jafnvirði 16 þúsund milljarða króna. Hann sagði að með því að ráðast í endurfjármögnun spænska bankakerfisins í gegnum ríkið væri ekki verið að sannfæra markaðinn um traust á ríkinu, en frá þessu er greint í Financial Times. Markaðurinn virðist ríma við skoðanir Osbornes því í gær var ávöxtunarkrafa á tíu ára spænsk ríkisskuldabréf 6,8 prósent en hún hefur aldrei verið hærri frá því evrunni var ýtt úr vör. Það þýðir að fjárfestar eru ekki tilbúnir að lána spænska ríkinu nema með mjög góðri ávöxtun, þar sem þeir telja líkur á að þeir fái skuldirnar aldrei endurgreiddar. Þá sagði Osborne í gær að Bretland yrði ekki hluti af neinu bankabandalagi sem komið yrði á laggirnar til að endurfjármagna banka á evrusvæðinu og setja banka í Evrópusambandinu undir sérstakt samevrópskt fjármálaeftirlit. José Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, tilkynnti í byrjun vikunnar áform um sérstakt bankabandalag sem öll Evrópusambandsríkin 27 myndu heyra undir en undir þessari stofnun yrðu sameiginlegt fjármálaeftirlit ríkjanna, innistæðutryggingar sem myndu ganga þvert á landamæri og sameiginlegur björgunarsjóður sem yrði fjármagnaður með skatti á fjármálafyrirtæki. Barroso sagði að hægt yrði að koma þessu bandalagi á laggirnar strax á næsta ári án breytinga á stofnsáttmálum Evrópusambandsins, að því er fram kemur í Financial Times. Skömmu eftir að Barroso lét ummælin falla í viðtali við FT lýstu yfirmenn Bundesbank, þýska seðlabankans, efasemdum um að slíkt yrði hægt án breytinga á stofnsáttmálum Evrópusambandsins. Sabine Lautenschläger, varaforseti Bundesbank, sagði að sameiginlegt bankabandalag væri aðeins mögulegt að undangengnum samruna með sameiginlegum reglum um fjárlög og hagstjórn. Þá er Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sögð treg til að ganga jafn langt og Barroso leggur til þar sem hún óttast að slíkt muni leiða til þess að þýskir skattgreiðendur þurfi að ábyrgjast skuldir annnarra evruríkja. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Tilboð á uppþvottavél reyndist of gott til að vera satt Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira