Fáum sérlausnir ef ESB er samkvæmt sjálfu sér Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. júní 2012 08:00 Ísland er í góðri stöðu til að semja um sérlausnir frá sameiginlegri fiskveiðistefnu Evrópusambandsins, en fordæmi eru fyrir því í aðildarviðræðum ríkja við ESB að semja um sérlausnir frá sameiginlegri löggjöf. Þetta segir Dóra Sif Tynes hdl. en hún starfaði hjá Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel og sérsvið hennar er m.a Evrópuréttur. Þetta kemur fram í viðtali við Dóru Sif í nýjasta þættinum af Klinkinu. Dóra Sif segir að erfitt sé að fullyrða neitt um sjávarútvegsmálin, sérstaklega þar sem kafli um sjávarútveg hafi ekki enn verið opnaður, en samið hafi verið áður um ýmis konar sérlausnir og fordæmin tali sínu máli. Í fyrsta lagi megi nefna sérlausn sem Svíar og Finnar sömdu um frá sameiginlegri landbúnaðarstefnu ESB (e. CAP, common acricultural policy) en þá varð hugtakið heimskautalandbúnaður til og væntanlega myndi allur landbúnaður á Íslandi falla þar undir. „Menn sömdu líka um sérreglu á Möltu vegna kaupa á fasteignum, en Maltverjar óttuðust að það yrði of mikil ásælni útlendinga í að kaupa sumarhús á Möltu með þeim afleiðingum að fasteignaverð myndi rjúka upp. Þannig að menn hafa samið um ýmis konar sérlausnir. Það eru t.d ákvæði í Rómarsamningnum um sérlausnir sem komu til vegna sameiningar Þýskalands. Vegna stöðu Austur-Þýskalands var ákveðið að taka ákveðið tillit til þeirra sérstöku aðstæðna sem þar voru. Þannig að það er alþekkt að í aðildarsamningum sé tekist á við eitthvað nýtt álitaefni og jafnvel smíðuð ný regla sem gildir í bandalagsréttinum til frambúðar," segir Dóra Sif. Sjá má bút úr viðtali við Dóru Sif í Klinkinu þar sem hún fer yfir þetta álitaefni hér fyrir ofan. Nýjasta þáttinn af Klinkinu í heild sinni má finna hér.thorbjorn@stod2.is Klinkið Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira
Ísland er í góðri stöðu til að semja um sérlausnir frá sameiginlegri fiskveiðistefnu Evrópusambandsins, en fordæmi eru fyrir því í aðildarviðræðum ríkja við ESB að semja um sérlausnir frá sameiginlegri löggjöf. Þetta segir Dóra Sif Tynes hdl. en hún starfaði hjá Eftirlitsstofnun EFTA í Brussel og sérsvið hennar er m.a Evrópuréttur. Þetta kemur fram í viðtali við Dóru Sif í nýjasta þættinum af Klinkinu. Dóra Sif segir að erfitt sé að fullyrða neitt um sjávarútvegsmálin, sérstaklega þar sem kafli um sjávarútveg hafi ekki enn verið opnaður, en samið hafi verið áður um ýmis konar sérlausnir og fordæmin tali sínu máli. Í fyrsta lagi megi nefna sérlausn sem Svíar og Finnar sömdu um frá sameiginlegri landbúnaðarstefnu ESB (e. CAP, common acricultural policy) en þá varð hugtakið heimskautalandbúnaður til og væntanlega myndi allur landbúnaður á Íslandi falla þar undir. „Menn sömdu líka um sérreglu á Möltu vegna kaupa á fasteignum, en Maltverjar óttuðust að það yrði of mikil ásælni útlendinga í að kaupa sumarhús á Möltu með þeim afleiðingum að fasteignaverð myndi rjúka upp. Þannig að menn hafa samið um ýmis konar sérlausnir. Það eru t.d ákvæði í Rómarsamningnum um sérlausnir sem komu til vegna sameiningar Þýskalands. Vegna stöðu Austur-Þýskalands var ákveðið að taka ákveðið tillit til þeirra sérstöku aðstæðna sem þar voru. Þannig að það er alþekkt að í aðildarsamningum sé tekist á við eitthvað nýtt álitaefni og jafnvel smíðuð ný regla sem gildir í bandalagsréttinum til frambúðar," segir Dóra Sif. Sjá má bút úr viðtali við Dóru Sif í Klinkinu þar sem hún fer yfir þetta álitaefni hér fyrir ofan. Nýjasta þáttinn af Klinkinu í heild sinni má finna hér.thorbjorn@stod2.is
Klinkið Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bauhaus styrkir góð málefni fyrir jólin Samstarf Fleiri fréttir „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Sjá meira