Fleiri fréttir

Lánastofnanir hundsuðu skilaboð frá FME

Lánastofnanir fóru ekki eftir tilmælum sem Fjármálaeftirlitið sendi þeim í dreifibréfi þann 14. september síðastliðinn um meðferð fjármögnunarleigusamninga þegar greiðsluseðlar voru sendir út nú um mánaðamótin.

Rannsókn SFO á Kaupþingi lýkur fyrir jól

Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office, mun fljótlega ákveða hvort einhver verður ákærður í Bretlandi vegna falls Kaupþings. Þetta kemur fram á vef breska blaðsins Mail on Sunday.

Kjötvinnslufyrirtæki ná sátt við Samkeppniseftirlitið

Sláturfélag Suðurlands, Reykjagarður og Kaupfélag Skagfirðinga hafa gert sátt við Samkeppniseftirlitið og ætla að aðstoða við rannsókn á samkeppnishömlum á kjötmarkaði. Fyrirtækin greiða samtals 85 milljónir króna í sekt og grípa til ráðstafana sem ætlað er að efla samkeppni.

Metvelta með skuldabréf í Kauphöllini í september

Heildarviðskipti með skuldabréf námu 487 milljörðum kr. í síðasta mánuði sem samsvarar 22,1 milljarða kr. veltu á dag samanborið við 9,6 milljarða kr. veltu á dag í ágúst mánuði. Þetta er veltumesti mánuður ársins og voru viðskipti með skuldabréf í september nálægt því tvöfalt meiri en í þeim mánuði sem næst kemur (júní).

Cintamani í sókn inn á Þýskalandsmarkað

Kristinn Már Gunnarsson kaupsýslumaður í Þýskalandi hefur keypt þriðjungshlut í Sportís ehf., framleiðanda Cintamani útivistarfatnaðarins. Kaup Kristins felast í hlutafjáraukningu sem ætlað er að styðja sókn Cintamani á markaði í Þýskalandi.

Töluverður kippur í sölu fasteigna í borginni

Fjöldi þinglýstra kaupsamninga á höfuðborgarsvæðinu 24. september til og með 30. september 2010 var 85. Þetta er töluverð uppsveifla í fjölda samninga því þeir hafa verið 63 talsins að meðaltali undanfarna þrjá mánuði.

Afborganir ríkissjóðs af lánum nema 136 milljörðum

Frá áramótum hafa afborganir af lánum ríkissjóðs numið 136,3 milljörðum kr. og eru þar af 72,8 milljarða kr. vegna innlendra skulda, þá einna helst innlausnar ríkisbréfa sem voru með gjalddaga í mars síðastliðnum.

Afkoma ríkissjóðs töluvert betri en gert var ráð fyrir

Afkoma ríkissjóðs á fyrstu átta mánuðum ársins reyndist töluvert betri en áætlanir gerðu ráð fyrir. Tekjur reyndust 25,8 milljörðum kr. meiri en í fyrra á meðan gjöldin jukust um 7,6 milljarða kr. milli ára.

Rio Tinto leggur 16 milljarða til viðbótar í Straumsvík

Rio Tinto Alcan hefur ákveðið að verja 140 milljónum Bandaríkjadala, eða sem nemur 16 milljörðum króna, til breytinga á framleiðsluferli álversins í Straumsvík. Í stað barra verða framleiddir svonefndir boltar (sívalar stangir), sem eru verðmætari afurð. Þetta mun skapa 150 ársverk hjá álverinu.

Hægt að ganga strax frá þriðjungi gjaldeyrislána

Viðskipti Sendir verða út greiðsluseðlar eða uppgjör vegna tæplega þriðjungs bílalánasamninga í erlendri mynt nú í byrjun mánaðarins. Bæði Íslandsbanki Fjármögnun og SP fjármögnun hafa lokið endurútreikningi á lánum sem verið hafa með sama greiðanda frá upphafi.

Fjármögnun er veikasti hlekkurinn

„Nærri 99 prósent íslenskra fyrirtækja falla undir skilgreininguna á litlum og meðalstórum fyrirtækjum,“ benti Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra á í ræðu sinni á fjármögnunarráðstefnu Evrópusambandsins (ESB) í Reykjavík í gærmorgun.

Steinunn neitar að benda á eignir þrátt fyrir áskorun Jóns Ásgeirs

Formaður slitastjórnar Glitnis, neitar að gefa upplýsingar um hvaða eignir hafa fundist erlendis sem þrotabúið telur tilheyra sjömenningum sem stefnt var í New York. Jón Ásgeir Jóhannesson skorar á formanninn að benda á eignirnar og segir að engar slíkar eignir séu til.

Allt að 111% verðmunur á dekkjaskiptingu

Allt að 6.590 króna verðmunur er á þjónustu hjólbarðaverkstæða við skiptingu, umfelgun og jafnvægisstillingu samkvæmt nýrri verðkönnun sem verðlagseftirlit ASÍ gerði á 35 hjólbarðaverkstæðum víðsvegar um land á mánudaginn. KvikkFix í Kópavogi var oftast með lægsta verðið í könnunni.

Nægjanlegur gjaldeyrisforði fyrir afnámi hafta

Greining Íslandsbanka segir að komi allur gjaldeyrinn í höfn sem gert er ráð fyrir við þriðju endurskoðun Alþjóðagjaldeyrissjóðsins styrkist gjaldeyrisforði Seðlabankans um 620 milljónir evra eða 96 milljarða kr. Verður forðinn þá 2,3 milljarðar evra að frádregnum skammtímaskuldbindingum.

Jón Ásgeir skorar á Steinunni að skýra mál sitt

Jón Ásgeir Jóhannesson skorar á Steinunni Guðbjartsdóttur, formann slitastjórnar Glitnis, að tilgreina þá peninga og eignir sem hún og rannsóknarfyrirtækið Kroll segjast hafa fundið. Í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi var haft eftir Steinunni að Kroll telji sig hafa fundið eignir sem vísbendingar séu um að tilheyri sjömenningunum sem slitastjórnin hefur stefnt fyrir dómi í New York.

Skuldir sveitarfélaga takmarkist við 150% af tekjum

Samráðsnefnd ríkis og sveitarfélaga leggur til í nýrri skýrslu að sveitarfélögum verði skylt að takmarka skuldir og skuldbindingar samstæðu við 150% af skilgreindum tekjum samstæðu. Einnig er lagt til að jafnvægi verði milli samanlagðra rekstrartekna og rekstrargjalda á hverju þriggja ára tímabili.

Nýtt og endurbætt greiðslukerfi hjá Vinnumálastofnun

Vinnumálastofnun mun taka upp nýtt og endurbætt greiðslukerfi atvinnuleysistrygginga 1. október. Með nýju greiðslukerfi verða atvinnuleysistryggingar reiknaðar út frá mánuðum í stað daga eins og verið hefur og framsetning upplýsinga á greiðsluseðli verður skýrari.

Ráðherra leigir út skötuselskvóta fyrir 48 milljónir

Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að úthluta allt að 400 lestum af skötusel á yfirstandandi fiskveiðiári með því að leigja þennan kvóta út. Leigugjaldið verður 120 kr. á kíló eða samtals 48 milljónir kr. fyrir kvótann í heild.

Hver grunnskólanemi kostar 1,2 milljónir á ári

Niðurstöður útreikninga Hagstofunnar eru að áætlaður árlegur rekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum landsins , sem reknir eru af sveitarfélögum, sé 1,2 milljónir kr. í september 2010.

Vöruskiptin hagstæð um 7 milljarða í ágúst

Í ágústmánuði voru fluttar út vörur fyrir tæpa 41,8 milljarða króna og inn fyrir 34,8 milljarða króna. Vöruskiptin í ágúst voru því hagstæð um 7,0 milljarða króna. Í ágúst 2009 voru vöruskiptin hagstæð um tæpa 11,3 milljarða króna á sama gengi.

Eignir lánafyrirtækja hækkuðu um 4 milljarða í ágúst

Eignir ýmissa lánafyrirtækja námu 1.128 milljörðum kr. í lok ágúst og hækkuðu um 4,1 milljarð kr. í mánuðinum. Innstæður Seðlabankanum hækkuðu um 5,3 milljarða kr., kröfur á lánastofnanir hækkuðu um 0,5 milljarða kr.

AGS: Fleira rætt en efnahagsáætlunin

„Þessari endurskoðun var lokið á áætlun og við gerum ráð fyrir að halda áætlun í framvindu efnahagsáætlunarinnar,“ segir Franek Rozwadowski, fulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) á Íslandi. Hann segir samþykkt endurskoðunar efnahagsáætlunar stjórnvalda og AGS í stjórn sjóðsins sýna að Ísland sé enn á batavegi.

Ríkið verður af milljarðatekjum

Upptaka skatts á vaxtagreiðslur til erlendra aðila olli því að tíu erlend fyrirtæki lögðu niður starfsemi í fyrra. Tvö fyrirtækjanna greiddu einn milljarð í skatt á síðasta ári. Tæplega 740 manns með rúmar 420 þúsund krónur í mánaðarlaun þarf til að vega upp tapið.

Nýherji eykur hlutafé og lýkur samningum við Arion og Íslandsbanka

Stjórn Nýherja hf. hefur ákveðið að nýta heimild aðalfundar í febrúar síðastliðnum um að auka hlutafé félagsins um 120 mkr að nafnverði. Hefur félagið gengið frá samningum við fjárfesta um kaup á þessu hlutafé á genginu 7,0 og er heildar söluverð því 840 milljónir króna.

SFO og FSA í Bretlandi deila vegna Kaupþings

Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar, Serious Fraud Office (SFO), á í deilum við fjármálaeftirlitið (FSA) þar í landi vegna skjala sem tengjast falli Kaupþings. Þetta er fullyrt í frétt á vef Daily mail. Rannsókn Serious Fraud Office á falli Kaupþings hefur staðið yfir frá því í fyrra.

Íslandsbanki metinn á 100 milljarða

Skilanefnd metur virði 95% hlutar í Íslandsbanka á 100 milljarða króna. Hefur skilanefndin sett sér það markmið að selja bankann fyrir lok árs 2015.

Heldur dregur úr veltu á skuldabréfamarkaði

Skuldabréfavísitalan GAMMA: GBI hækkaði um 0,4% í dag í 15,1 milljarðs kr. viðskiptum. GAMMAi: Verðtryggt hækkaði um 0,2% í 9 milljarða kr. viðskiptum og GAMMAxi: Óverðtryggt hækkaði um 0,9% í 6,12 milljarða kr. viðskiptum.

Tekist hefur að slá gólfi undir gengið, segir seðlabankastjóri

„Það hefur margt þróast til réttrar áttar í íslensku efnahagslífi á undanförnum mánuðum. Tekist hefur að slá gólfi undir gengið og það sem af er ári hefur viðskiptavegið gengi styrkst um rúm 12% en gagnvart evru er styrkingin tæp 17%, og það án nokkurra stuðningsinngripa Seðlabankans á tímabilinu.“

Hagnaður Iceland Express 586 milljónir í fyrra

Hagnaður Iceland Express á árinu 2009 nam 586,6 milljónum króna eftir skatta. Árið áður var tap af rekstri félagsins upp á um einn milljar kr. Þar réði hátt olíuverð mestu. Hér er því um algjöran viðsnúning að ræða hjá félaginu, en þess ber þó að geta að góður hagnaður var á árinu 2007.

Samið um rannsóknir og nýtingu jarðhita í Innri Mongólíu

Samkomulag um samstarf á sviði rannsókna og nýtingar jarðhita milli stjórnvalda í Innri Mongólíu í Kína og Enex Kína og samstarfsaðila þeirra, Sinopec Star Petroleum var undirritað í sendiráðsbústað Íslands í Peking nýlega að viðstöddum forseta Íslands, Ólafi Ragnari Grímssyni og Kristínu A. Árnadóttur sendiherra í Kína.

Ísland á dagskrá stjórnar AGS í dag

Framkvæmdastjórn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) tekur í dag fyrir þriðju endurskoðun á efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og sjóðsins. Við það fær Ísland aðgang að láni að upphæð 160 milljónir dollara eða sem nemur um 18 milljörðum króna.

Sjá næstu 50 fréttir