Cintamani í sókn inn á Þýskalandsmarkað 1. október 2010 13:30 Kristinn Már Gunnarsson kaupsýslumaður í Þýskalandi hefur keypt þriðjungshlut í Sportís ehf., framleiðanda Cintamani útivistarfatnaðarins. Kaup Kristins felast í hlutafjáraukningu sem ætlað er að styðja sókn Cintamani á markaði í Þýskalandi. Auk hlutafjáraukningar í Cintamani leggur Kristinn Már til þekkingu sína og tengsl við þýska smásölumarkaðinn. Arctic Group, fyrirtæki Kristins í Dusseldorf, rekur 230 fataverslanir og verslunareiningar víðsvegar um Þýskaland, með vörumerkjum á borð við Oasis, Karen Millen og Coast. Kristinn Már hóf verslunarrekstur í Trier í Þýskalandi fyrir 20 árum, með fyrstu Vero Moda búðinni þar í landi. Velta Arctic Group var 4,6 milljarðar króna árið 2009. Skúli Björnsson og Sindri Sindrason hafa verið aðaleigendur Sportís ehf. "Cintamani vörumerkinu hefur gengið mjög vel hér á landi. Útlendingar eru ekkert síður hrifnir af vörum okkar en Íslendingar, þannig að við sjáum mikla möguleika erlendis. En til að komast inn á slíka markaði þarf þekkingu, aðstöðu og að njóta trausts. Kristinn Már hefur þessi sambönd og meira til, þannig að aðkoma hans opnar klárlega dyr inn á Þýskalandsmarkað. Þaðan getum við svo horft til fleiri markaða á meginlandi Evrópu eftir því sem fram sækir," segir Skúli Björnsson. "Mér sýnist óhætt að gera hóflegar væntingar um árangur Cintamani í Þýskalandi. Þjóðverjar eru mikið útivistarfólk, sem sést á því að útivistarmarkaðurinn veltir 250 milljörðum króna árlega í þessu 80 milljón manna samfélagi. Uppruni Cintamani á Íslandi skapar mikla sérstöðu, en að sjálfsögðu þarf hönnun og gæði vörunnar að standast kröfur kaupenda," segir Kristinn Már Gunnarsson. Hlutafjáraukningin í Sportís ehf. verður meðal annars nýtt til frekari vöruþróunar, bæði fyrir íslenskan og þýskan markað. Leitað verður samstarfs við fleiri fatahönnuði, vefsíða aðlöguð og útflutningur undirbúinn. Til að byrja með er stefnt að því að opna níu Cintamani verslunareiningar í verslunarmiðstöðvum víðs vegar um Þýskaland. Samhliða því verður ráðist í markaðssetningu, með áherslu á íslenskan uppruna útivistarfatnaðarins. Viðtökur þýskra viðskiptavina ráða framhaldinu, en áætlanir gera ráð fyrir að innan þriggja ára verði Cintamani útivistarfatnaðurinn til sölu í 205 verslunum í Þýskalandi. Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Kristinn Már Gunnarsson kaupsýslumaður í Þýskalandi hefur keypt þriðjungshlut í Sportís ehf., framleiðanda Cintamani útivistarfatnaðarins. Kaup Kristins felast í hlutafjáraukningu sem ætlað er að styðja sókn Cintamani á markaði í Þýskalandi. Auk hlutafjáraukningar í Cintamani leggur Kristinn Már til þekkingu sína og tengsl við þýska smásölumarkaðinn. Arctic Group, fyrirtæki Kristins í Dusseldorf, rekur 230 fataverslanir og verslunareiningar víðsvegar um Þýskaland, með vörumerkjum á borð við Oasis, Karen Millen og Coast. Kristinn Már hóf verslunarrekstur í Trier í Þýskalandi fyrir 20 árum, með fyrstu Vero Moda búðinni þar í landi. Velta Arctic Group var 4,6 milljarðar króna árið 2009. Skúli Björnsson og Sindri Sindrason hafa verið aðaleigendur Sportís ehf. "Cintamani vörumerkinu hefur gengið mjög vel hér á landi. Útlendingar eru ekkert síður hrifnir af vörum okkar en Íslendingar, þannig að við sjáum mikla möguleika erlendis. En til að komast inn á slíka markaði þarf þekkingu, aðstöðu og að njóta trausts. Kristinn Már hefur þessi sambönd og meira til, þannig að aðkoma hans opnar klárlega dyr inn á Þýskalandsmarkað. Þaðan getum við svo horft til fleiri markaða á meginlandi Evrópu eftir því sem fram sækir," segir Skúli Björnsson. "Mér sýnist óhætt að gera hóflegar væntingar um árangur Cintamani í Þýskalandi. Þjóðverjar eru mikið útivistarfólk, sem sést á því að útivistarmarkaðurinn veltir 250 milljörðum króna árlega í þessu 80 milljón manna samfélagi. Uppruni Cintamani á Íslandi skapar mikla sérstöðu, en að sjálfsögðu þarf hönnun og gæði vörunnar að standast kröfur kaupenda," segir Kristinn Már Gunnarsson. Hlutafjáraukningin í Sportís ehf. verður meðal annars nýtt til frekari vöruþróunar, bæði fyrir íslenskan og þýskan markað. Leitað verður samstarfs við fleiri fatahönnuði, vefsíða aðlöguð og útflutningur undirbúinn. Til að byrja með er stefnt að því að opna níu Cintamani verslunareiningar í verslunarmiðstöðvum víðs vegar um Þýskaland. Samhliða því verður ráðist í markaðssetningu, með áherslu á íslenskan uppruna útivistarfatnaðarins. Viðtökur þýskra viðskiptavina ráða framhaldinu, en áætlanir gera ráð fyrir að innan þriggja ára verði Cintamani útivistarfatnaðurinn til sölu í 205 verslunum í Þýskalandi.
Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira