Viðskipti innlent

Kynna nýjungar á sviði flutninga

Velflestar hliðar flutningastarfsemi verða kynntar á nýrri sýningu núna í vikulokin. Markaðurinn/Pjetur
Velflestar hliðar flutningastarfsemi verða kynntar á nýrri sýningu núna í vikulokin. Markaðurinn/Pjetur
Sýningin Flutningar 2010 stendur á morgun og hinn, 7. og 8. október, á Grand Hóteli Reykjavík. Sýningin er sögð fyrsta alhliða flutningasýningin á Íslandi þar sem fyrirtæki á flutningasviði kynna „allt það nýjasta á sviði sjó-, land- og loftflutninga og auk þess meðal annars vörustjórnun og lagerhald,“ að því er fram kemur í tilkynningu.

Ólafur M. Jóhannesson, framkvæmdastjóri sýningarinnar, segir undirbúning að henni hafa staðið yfir um nokkurt skeið, en aðilar innan flutningageirans hafi talið þörf fyrir slíka alhliða sýningu vegna þess hve flutningageirinn væri lítt sýnilegur, þrátt fyrir stærð og mikilvægi. Þannig megi hafa áhrif á vöruverð í landinu með því einu að ná niður flutningskostnaði. - óká





Fleiri fréttir

Sjá meira


×