Sala á tónlist dregst saman um helming 5. október 2010 05:30 Ólöglegt niðurhal á tónlist bitnar verulega á íslenskum tónlistarmarkaði. fréttablaðið/valli Sala á erlendri tónlist hefur dregist saman um meira en helming á síðustu árum. Rúmlega 820 þúsund eintök af hljómplötum seldust hér á landi árið 2005 og dróst salan saman um helming á næstu árum en um 420 þúsund eintök seldust á síðasta ári. Ástæðan er ólöglegt niðurhal. Mikill samdráttur var einnig í tekjum af plötunum, en árið 2005 var veltan um 750 milljónir en um 590 milljónir árið 2009. Veltan hefur að sama skapi dregist saman um nærri helming, en erlend tónlist velti hér á landi um 350 milljónum árið 2005 en 182 milljónum fjórum árum seinna. Árið 2002 voru 26 prósent landsmanna með ADSL eða aðra háhraða nettengingu og árið 2008 var hlutfallið 94 prósent. Gunnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda, segir ólöglegt niðurhal gríðarlegt vandamál. „Við sjáum það bara á sölutölunum að það er sérstaklega erlend tónlist sem verður fyrir barðinu á ólöglegu niðurhali,“ segir Gunnar. „Þetta er alveg skelfilegt ástand og við verðum að fá umræðu í gang um ósanngirnina sem fylgir því að listamenn fái ekki greitt fyrir sína vinnu.“ Gunnar segir að erfitt sé að segja til um hvað hægt sé að gera í málinu. Fólk verði fyrst og fremst að skilja að framleiðsla á nýrri tónlist er ekki möguleg nema listamennirnir fái borgað fyrir hana. „Þetta háir öllum ungum tónlistarmönnum og allri þróun á tónlist,“ segir hann. Það sé nauðsynlegt að fá stjórnvöld og aðra aðila sem koma að dreifingu á tónlist til þess að skilja að það sé ekki hægt að halda starfsemi sem þessari uppi ef ekkert verður að gert. Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Senu, tekur undir orð Gunnars en segir vandamálið liggja mest í sölu á erlendri tónlist. „Íslensk tónlist er að aukast í sölu á milli ára, en það eru óverulegar breytingar,“ segir hann. „Hins vegar er erlend sala að falla gríðarlega mikið og ástæðan fyrir því er þjófnaður.“ Á síðustu tíu árum dróst salan á erlendri tónlist saman um 58 prósent og segir Björn það mikið áhyggjuefni. Þó íslensk tónlist sé ekki jafn aðgengileg á deilisíðunum og sú erlenda séu einnig fjölmörg dæmi um stuld á henni. „Það er því miður þannig að nú eru heilu kynslóðirnar sem kunna ekki að nálgast tónlist nema hún sé ólögleg,“ segir Björn. sunna@frettabladid.is Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Sala á erlendri tónlist hefur dregist saman um meira en helming á síðustu árum. Rúmlega 820 þúsund eintök af hljómplötum seldust hér á landi árið 2005 og dróst salan saman um helming á næstu árum en um 420 þúsund eintök seldust á síðasta ári. Ástæðan er ólöglegt niðurhal. Mikill samdráttur var einnig í tekjum af plötunum, en árið 2005 var veltan um 750 milljónir en um 590 milljónir árið 2009. Veltan hefur að sama skapi dregist saman um nærri helming, en erlend tónlist velti hér á landi um 350 milljónum árið 2005 en 182 milljónum fjórum árum seinna. Árið 2002 voru 26 prósent landsmanna með ADSL eða aðra háhraða nettengingu og árið 2008 var hlutfallið 94 prósent. Gunnar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Sambands flytjenda og hljómplötuframleiðenda, segir ólöglegt niðurhal gríðarlegt vandamál. „Við sjáum það bara á sölutölunum að það er sérstaklega erlend tónlist sem verður fyrir barðinu á ólöglegu niðurhali,“ segir Gunnar. „Þetta er alveg skelfilegt ástand og við verðum að fá umræðu í gang um ósanngirnina sem fylgir því að listamenn fái ekki greitt fyrir sína vinnu.“ Gunnar segir að erfitt sé að segja til um hvað hægt sé að gera í málinu. Fólk verði fyrst og fremst að skilja að framleiðsla á nýrri tónlist er ekki möguleg nema listamennirnir fái borgað fyrir hana. „Þetta háir öllum ungum tónlistarmönnum og allri þróun á tónlist,“ segir hann. Það sé nauðsynlegt að fá stjórnvöld og aðra aðila sem koma að dreifingu á tónlist til þess að skilja að það sé ekki hægt að halda starfsemi sem þessari uppi ef ekkert verður að gert. Björn Sigurðsson, framkvæmdastjóri Senu, tekur undir orð Gunnars en segir vandamálið liggja mest í sölu á erlendri tónlist. „Íslensk tónlist er að aukast í sölu á milli ára, en það eru óverulegar breytingar,“ segir hann. „Hins vegar er erlend sala að falla gríðarlega mikið og ástæðan fyrir því er þjófnaður.“ Á síðustu tíu árum dróst salan á erlendri tónlist saman um 58 prósent og segir Björn það mikið áhyggjuefni. Þó íslensk tónlist sé ekki jafn aðgengileg á deilisíðunum og sú erlenda séu einnig fjölmörg dæmi um stuld á henni. „Það er því miður þannig að nú eru heilu kynslóðirnar sem kunna ekki að nálgast tónlist nema hún sé ólögleg,“ segir Björn. sunna@frettabladid.is
Mest lesið Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Frosti og Arnþrúður fá styrki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira