Viðskipti innlent

ESA fellir niður mál gegn Reykjavíkurhöfn

Myndin er tekin af vefsíðu Faxaflóahafna.
Myndin er tekin af vefsíðu Faxaflóahafna.

ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, hefur ákveðið að fella niður kærmál gegn Reykjavíkurhöfn en kæran snérist um hvort höfnin hafi notið ólögmætrar opinberrar aðstoðar.

Fjallað er um málið á vefsíðu Faxaflóahafna. Þar segir að um sex ára skeið hefur Eftirlitsstofnun EFTA haft til skoðunar kærumál vegna kaupa Reykjavíkurhafnar á hlutum í félögum tengdum slippasvæðinu, en þau viðskipti áttu sér stað um síðustu aldamót.

Kaupin tengdust þeirri stefnumótun að höfnin eignaðist landið sem er á milli Ægisgarðs og Grandagarðs.

Umrædd kæra byggðist á því að í viðskiptunum hefði falist ólögmæt opinber aðstoð (illegal state aid). Í niðurstöðu ESA og ákvörðun stofnunarinnar um að fella málið niður, er því alfarið hafnað að ólöglega hafi verið staðið að málum.

Á síðustu árum hefur slippasvæðið verið að taka breytingum með mótun lands og hreinsun, en Stálsmiðjan rekur enn tvær dráttarbrautir á svæðinu.

Fréttatilkynningu ESA má sjá hér








Fleiri fréttir

Sjá meira


×