Vodafone stefnir Símanum og ríkinu vegna ólögmætrar ríkisaðstoðar 4. júlí 2010 15:53 Vodafone hefur stefnt Fjarskiptasjóði ríkisins og Símanum vegna samnings milli þessara aðila um háhraðanettengingar í dreifðum byggðum landsins. Vodafone telur að samningurinn feli í sér ólögmæta ríkisaðstoð við Símann þar sem samningurinn hafi ekki verið tilkynntur til Eftirlitsstofnunar EFTA sem þarf að samþykkja ríkisaðstoð áður en hún er veitt, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Vodafone. Vodafone telur að efnislega feli samningurinn í sér verulegar ívilnanir af almannafé fyrir einn aðila á fjarskiptamarkaði og raski verulega samkeppni. Vodafone krefst þess, að umræddur samningur verði dæmdur ólögmætur og bótaskylda hins opinbera verði viðurkennd. Mál Vodafone á hendur Fjarskiptasjóðs og Símanum var nýlega þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Samningur hækkaði eftir útboð Fram kemur í tilkynningunni að forsaga málsins sé sú að fyrir tveimur árum óskaði Fjarskiptasjóður fyrir hönd ríkisins eftir tilboðum frá aðilum sem vildu taka að sér að veita háhraðanetþjónustu á svæðum þar sem ekki voru markaðslegar forsendur fyrir slíkri þjónustu. Alls bárust sjö tilboð í verkið frá fjórum aðilum. Lægsta tilboðið var frá Símanum og hljóðaði upp á 378 milljónir. Hæsta tilboðið var líka frá Símanum og hljóðaði upp á fimm milljarða króna, að því er segir í tilkynningu Vodafone. „Í febrúar 2009 var samningur við Símann undirritaður og um leið upplýst að samningsupphæðin væri nú 606 milljónir. Samningurinn var verulega frábrugðinn útboðslýsingunni. Verktíminn hafði verið lengdur, tilslakanir gerðar á tæknilegum kröfum, samningurinn var nú gengistryggður og þeim stöðum sem verkefnið átti að ná til hafði verið fjölgað. Væntanlega í þeim tilgangi að auka greiðslur til Símans. Þá tryggir samningurinn Símanum einkarétt á að veita þjónustu gegnum þann búnað sem settur er upp." Þetta telur Vodafone afar óeðlilegt, enda ættu öll fjarskiptafyrirtæki að hafa jafnan aðgang selja þjónustu í gegnum búnað sem kostaður er af almannafé, að mati fyrirtækisins. „Raunar áttu önnur fjarskiptafélög upphaflega að fá svokallaðan reikiaðgang að umræddum sendum, samkvæmt upphaflegum útboðsgögnum. Í endanlegum samningi er öðrum fjarskiptafyrirtækjum hins vegar eingöngu heimilt að endurselja þjónustu Símans, sem einnig er augljós hindrun á samkeppni."Samningurinn þolir ekki dagsljósið Eftir undirritun samningsins milli Fjarskiptasjóðs og Símans óskaði Vodafone eftir afriti af samningnum. „Þeirri ósk var hafnað. Eftir að hafa kært höfnunina til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál fékk Vodafone aðgang að hluta þeirra gagna sem um ræðir, en ekki öllum. Þetta telur Vodafone með öllu ólíðandi, enda beri að birta alla samninga opinberra aðila sem gerðir eru í kjölfar útboðs. Vinnulagið bendir til þess að umræddir samningar hins opinbera við Símann þoli illa dagsljósið," segir tilkynningu Vodafone. Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Vodafone hefur stefnt Fjarskiptasjóði ríkisins og Símanum vegna samnings milli þessara aðila um háhraðanettengingar í dreifðum byggðum landsins. Vodafone telur að samningurinn feli í sér ólögmæta ríkisaðstoð við Símann þar sem samningurinn hafi ekki verið tilkynntur til Eftirlitsstofnunar EFTA sem þarf að samþykkja ríkisaðstoð áður en hún er veitt, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Vodafone. Vodafone telur að efnislega feli samningurinn í sér verulegar ívilnanir af almannafé fyrir einn aðila á fjarskiptamarkaði og raski verulega samkeppni. Vodafone krefst þess, að umræddur samningur verði dæmdur ólögmætur og bótaskylda hins opinbera verði viðurkennd. Mál Vodafone á hendur Fjarskiptasjóðs og Símanum var nýlega þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Samningur hækkaði eftir útboð Fram kemur í tilkynningunni að forsaga málsins sé sú að fyrir tveimur árum óskaði Fjarskiptasjóður fyrir hönd ríkisins eftir tilboðum frá aðilum sem vildu taka að sér að veita háhraðanetþjónustu á svæðum þar sem ekki voru markaðslegar forsendur fyrir slíkri þjónustu. Alls bárust sjö tilboð í verkið frá fjórum aðilum. Lægsta tilboðið var frá Símanum og hljóðaði upp á 378 milljónir. Hæsta tilboðið var líka frá Símanum og hljóðaði upp á fimm milljarða króna, að því er segir í tilkynningu Vodafone. „Í febrúar 2009 var samningur við Símann undirritaður og um leið upplýst að samningsupphæðin væri nú 606 milljónir. Samningurinn var verulega frábrugðinn útboðslýsingunni. Verktíminn hafði verið lengdur, tilslakanir gerðar á tæknilegum kröfum, samningurinn var nú gengistryggður og þeim stöðum sem verkefnið átti að ná til hafði verið fjölgað. Væntanlega í þeim tilgangi að auka greiðslur til Símans. Þá tryggir samningurinn Símanum einkarétt á að veita þjónustu gegnum þann búnað sem settur er upp." Þetta telur Vodafone afar óeðlilegt, enda ættu öll fjarskiptafyrirtæki að hafa jafnan aðgang selja þjónustu í gegnum búnað sem kostaður er af almannafé, að mati fyrirtækisins. „Raunar áttu önnur fjarskiptafélög upphaflega að fá svokallaðan reikiaðgang að umræddum sendum, samkvæmt upphaflegum útboðsgögnum. Í endanlegum samningi er öðrum fjarskiptafyrirtækjum hins vegar eingöngu heimilt að endurselja þjónustu Símans, sem einnig er augljós hindrun á samkeppni."Samningurinn þolir ekki dagsljósið Eftir undirritun samningsins milli Fjarskiptasjóðs og Símans óskaði Vodafone eftir afriti af samningnum. „Þeirri ósk var hafnað. Eftir að hafa kært höfnunina til Úrskurðarnefndar um upplýsingamál fékk Vodafone aðgang að hluta þeirra gagna sem um ræðir, en ekki öllum. Þetta telur Vodafone með öllu ólíðandi, enda beri að birta alla samninga opinberra aðila sem gerðir eru í kjölfar útboðs. Vinnulagið bendir til þess að umræddir samningar hins opinbera við Símann þoli illa dagsljósið," segir tilkynningu Vodafone.
Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Bretar fyrstir til að semja við Trump Viðskipti erlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira