Viðskipti innlent

Meira gist á hótelum á gossvæðinu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Gistinóttum fjölgaði á Suðurlandi og Austurlandi.
Gistinóttum fjölgaði á Suðurlandi og Austurlandi.
Gistinætur á hótelum fækkaði um 10% í maí síðastliðnum miðað við sama mánuð í fyrra. Þær voru um 105 þúsund í maí síðastliðnum en 117 í maí í fyrra. Athygli vekur að gistinóttum fækkar á öllum landssvæðum nema Austurlandi og Suðurlandi en þar fjölgaði gistinóttum milli ára, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofunni.

Gistinætur fyrstu fimm mánuði ársins voru 417 þúsund en 421 þúsund á sama tímabili í fyrra. Gistinóttum fjölgaði á Suðurlandi um 5%, á Norðurlandi um 4% og um 3% á Austurlandi samanborið við sama tímabil 2009. Á öðrum landsvæðum fækkaði gistinóttum milli ára, mest á Vesturlandi og Vestfjörðum um 12%.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×