Gjaldeyrishöftin verst: CCP óskar eftir stöðugleika 7. júlí 2010 06:00 Hilmar V. Pétursson „Við höfum ekki velt því fyrir okkur að fara. En það er voðalega erfitt að taka ákvarðanir og gera áætlanir fram í tímann á þeim forsendum hvað eigi mögulega að gera hér í framtíðinni. Það virðist vera planið að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evruna eftir einhver ár. Mér líst vel á það,“ segir Hilmar V. Pétursson, forstjóri tölvuleikjaframleiðandans CCP. Hann bætir við að stjórnendur fyrirtækisins bindi vonir við að innganga Íslands inn í ESB muni leiða til þess að umhverfið sem þeir hafi starfað í síðustu ár róist og verði líkara því sem er í öðrum löndum þar sem CCP er með starfsemi. „Þar getum við gengið að flestu vísu,“ segir Hilmar. að maður skuli nenna þessu!CCP var stofnað fyrir rúmum áratug og hefur marga fjöruna sopið, meðal annars komist í gegnum netbóluna sem gekk af mörgum fyrirtækjum í upplýsingatækni dauðum. Hilmar segir óstöðugleikann ekki neikvæðan sem slíkan. „Maður verður að fókusera á það sem hægt er að breyta og vona það besta,“ segir hann. Hilmar segir gjaldeyrishöftin það erfiðasta sem fyrirtækið hafi staðið frammi fyrir. „Þau eru hræðileg, sérstaklega fyrir fyrirtæki sem stundar alþjóðlega starfsemi frá Íslandi. Það er ótækt. Ég er stundum steinhissa á að við skulum nenna þessu. Við getum þolað þau í einhvern tíma. En höftin hafa flækt alla okkar starfsemi. Það fer mikill kraftur í þau. Við getum lifað með öllu hinu.“ ráða erlent starfsfólkCCP lýsti því yfir í fyrrahaust að það ætli að ráða til sín rúmlega 150 nýja starfsmenn á næstu tólf til átján mánuðum. Leitað var fólks með menntun á sviði verkfræði, tölvunarfræði, stærðfræði og og skyldra greina auk hönnuða. Stefnt var að því að ráða starfsfólk hér á landi yrði þess kostur. Tæpt ár er liðið frá því fyrirtækið lýsti þessu yfir. Megnið af nýju starfsfólki var hins vegar ráðið í gegnum skrifstofur CCP í Atlanta í Bandaríkjunum og í Sjanghæ í Kína. Þá hefur starfsfólk verið ráðið í Newcastle í Bretlandi en þar opnaði fyrirtækið nýjustu skrifstofur sínar í lok júní. Mun færri hafa verið ráðnir hér á landi. skortur á tæknimenntunHilmar segir erfitt að finna starfskrafta á lausu hér með þá menntun sem CCP leitar eftir. Það skjóti skökku við að atvinnuleysi sé mikið á sama tíma og fyrirtæki í upplýsingatækni eigi í erfiðleikum með að finna starfsfólk. Það virðist benda til að vinnuafl á Íslandi sé ekki með þá menntun sem fyrirtæki hér leiti hvað mest eftir. „Við höfum flutt inn fólk til að fylla upp í þessar stöður. Það er okkar reynsla að þótt eitthvað hafi róast á vinnumarkaði hér þá á það fólk sem við leitum eftir almennt ekki í vandræðum með að finna sér vinnu, hvorki hér né úti. Það hefur ekkert breyst,“ segir Hilmar og bætir við að það sé síður en svo neikvætt að fá vel menntað og reynslumikið erlent fólk inn í íslensk fyrirtæki. engin skyndilausn tilHilmar styður þær hugmyndir sem fram hafa komið og eiga að hvetja ungt fólk á atvinnuleysiskrá til að setjast á skólabekk í tækni- og raungreinum. „Það bráðvantar fólk með verk- og tæknimenntun og úr raungreinum,“ segir hann og veltir fyrir sér hvers vegna þessi eftirspurn hafi ekki leitt til þess að fólk sótti í einmitt þetta nám. „Það tekur langan tíma að læra það sem við leitum eftir og því engin skyndilausn til,“ segir Hilmar. Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Neytendur Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein Viðskipti innlent Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Sjá meira
„Við höfum ekki velt því fyrir okkur að fara. En það er voðalega erfitt að taka ákvarðanir og gera áætlanir fram í tímann á þeim forsendum hvað eigi mögulega að gera hér í framtíðinni. Það virðist vera planið að sækja um aðild að Evrópusambandinu og taka upp evruna eftir einhver ár. Mér líst vel á það,“ segir Hilmar V. Pétursson, forstjóri tölvuleikjaframleiðandans CCP. Hann bætir við að stjórnendur fyrirtækisins bindi vonir við að innganga Íslands inn í ESB muni leiða til þess að umhverfið sem þeir hafi starfað í síðustu ár róist og verði líkara því sem er í öðrum löndum þar sem CCP er með starfsemi. „Þar getum við gengið að flestu vísu,“ segir Hilmar. að maður skuli nenna þessu!CCP var stofnað fyrir rúmum áratug og hefur marga fjöruna sopið, meðal annars komist í gegnum netbóluna sem gekk af mörgum fyrirtækjum í upplýsingatækni dauðum. Hilmar segir óstöðugleikann ekki neikvæðan sem slíkan. „Maður verður að fókusera á það sem hægt er að breyta og vona það besta,“ segir hann. Hilmar segir gjaldeyrishöftin það erfiðasta sem fyrirtækið hafi staðið frammi fyrir. „Þau eru hræðileg, sérstaklega fyrir fyrirtæki sem stundar alþjóðlega starfsemi frá Íslandi. Það er ótækt. Ég er stundum steinhissa á að við skulum nenna þessu. Við getum þolað þau í einhvern tíma. En höftin hafa flækt alla okkar starfsemi. Það fer mikill kraftur í þau. Við getum lifað með öllu hinu.“ ráða erlent starfsfólkCCP lýsti því yfir í fyrrahaust að það ætli að ráða til sín rúmlega 150 nýja starfsmenn á næstu tólf til átján mánuðum. Leitað var fólks með menntun á sviði verkfræði, tölvunarfræði, stærðfræði og og skyldra greina auk hönnuða. Stefnt var að því að ráða starfsfólk hér á landi yrði þess kostur. Tæpt ár er liðið frá því fyrirtækið lýsti þessu yfir. Megnið af nýju starfsfólki var hins vegar ráðið í gegnum skrifstofur CCP í Atlanta í Bandaríkjunum og í Sjanghæ í Kína. Þá hefur starfsfólk verið ráðið í Newcastle í Bretlandi en þar opnaði fyrirtækið nýjustu skrifstofur sínar í lok júní. Mun færri hafa verið ráðnir hér á landi. skortur á tæknimenntunHilmar segir erfitt að finna starfskrafta á lausu hér með þá menntun sem CCP leitar eftir. Það skjóti skökku við að atvinnuleysi sé mikið á sama tíma og fyrirtæki í upplýsingatækni eigi í erfiðleikum með að finna starfsfólk. Það virðist benda til að vinnuafl á Íslandi sé ekki með þá menntun sem fyrirtæki hér leiti hvað mest eftir. „Við höfum flutt inn fólk til að fylla upp í þessar stöður. Það er okkar reynsla að þótt eitthvað hafi róast á vinnumarkaði hér þá á það fólk sem við leitum eftir almennt ekki í vandræðum með að finna sér vinnu, hvorki hér né úti. Það hefur ekkert breyst,“ segir Hilmar og bætir við að það sé síður en svo neikvætt að fá vel menntað og reynslumikið erlent fólk inn í íslensk fyrirtæki. engin skyndilausn tilHilmar styður þær hugmyndir sem fram hafa komið og eiga að hvetja ungt fólk á atvinnuleysiskrá til að setjast á skólabekk í tækni- og raungreinum. „Það bráðvantar fólk með verk- og tæknimenntun og úr raungreinum,“ segir hann og veltir fyrir sér hvers vegna þessi eftirspurn hafi ekki leitt til þess að fólk sótti í einmitt þetta nám. „Það tekur langan tíma að læra það sem við leitum eftir og því engin skyndilausn til,“ segir Hilmar.
Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Kvartanir borist vegna aflýstra flugferða Neytendur Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein Viðskipti innlent Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Tekjur Haga jukust á fyrsta ársfjórðungi Bjarni Ingimar ráðinn rekstrarstjóri Avia Húsið selt á 78 milljónir og Jakub þarf að reiða fram milljón Gjaldþrotin námu 1,2 milljörðum króna Stýrivextir líklegast ekki lækkaðir aftur á þessu ári Verðbólgan úr 3,8 prósentum í 4,2 prósent Alltof margir sem sitja eftir með sárt ennið Baldvin tekinn við sem forstjóri Samherja Lánardrottnar slá af milljarð af vöxtum á ári Birta stendur frammi fyrir 1,5 milljarða tapi á Play Ósátt með samráðsleysi stjórnvalda Atvinnuleysi minnkar lítillega Samkaup segja upp tuttugu og tveimur Vonast til að hefja slátrun árið 2028 Öryggismyndavélar á grenndarstöðvum eigi að sporna við sóðaskap Vilja lækka fasteignaskatta um tvo milljarða: „Við eigum fyrir þessu“ Á von á fleiri fyrirtækjum í hópmálssókn gegn Booking.com Þrjú verkefni fengu styrk úr sjóði FrumkvöðlaAuðar Endurskoða áform um 1,5 milljarða skattahækkun Tekjur meiri af erlendum ferðamönnum og færri starfandi í ferðaþjónustu Flokka úrgang í fyrsta sinn á Norðurálsmótinu Hefur sjálfur séð eyðileggingu af völdum botnvörpuveiða Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf