Viðskipti innlent

Reiknar með 9,5-10% atvinnuleysi í mars

Hagfræðideild Landsbankans reiknar með því að atvinnuleysi í mars muni verða 9,5-10% þrátt fyrir að teikn séu um að aðeins sé að draga úr fjölda þeirra sem skrá sig atvinnulausa.

Þetta kemur fram í daglegu fréttabréfi hagfræðideildarinnar. Sem kunnugt er af fréttum reyndist atvinnuleysi í febrúar vera 8,2% sem er það mesta hér á landi í yfir 40 ár.

Atvinnuleysið sem hagfræðideildin reiknar með í mars er af sömu stærðargráðu og opinberir aðilar gerðu ráð fyrir að það yrði í maí. Samkvæmt þessu eykst atvinnuleysið mun hraðar en spár þeirra gerðu ráð fyrir.

Fyrir utan erfiðleika og uppsagnir hjá fyrirtækjum skýrist aukið atvinnuleysi mikið til af því að fólk yfirgefur vinnumarkaðinn til að afla sér menntunnar eða leita að störfum erlendis að því er segir í fréttabréfinu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×