Viðskipti innlent

Byr mun lifa af með hjálp ríkisins

Ragnar Z. Guðjónsson segir að óskað verði eftir a ríkið muni leggja Byr til eigið fé.
Ragnar Z. Guðjónsson segir að óskað verði eftir a ríkið muni leggja Byr til eigið fé.
„Byr mun standa af sér óveðrið sem verið hefur í efnahagslífinu að undanförnu," segir Ragnar Z. Guðjónsson sparisjóðsstjóri. Hann segir að árið 2008 hafi vissulega verið erfitt en samkvæmt ársuppgjöri tapaði Byr tæpum 29 milljörðum.

Ragnar segir að bankahrunið hafi reynst sparisjóðnum mjög erfitt. hann bendir á að í neyðarlögunum sem samþykkt voru í október sé ákvæði sem geri ríkinu kleyft að greiða eiginfjárframlag til sparisjóða. Byr muni í ljósi breyttra rekstraraðstæðna leita eftir því framlagi.

Samkvæmt lögunum getur ríkissjóður lagt sparisjóðum til fjárhæð sem nemur allt að 20% af bókfærðu eigin fé í árslok 2007, gegn stofnfjárbréfum í viðkomandi sparisjóði, sem endurgjald í samræmi við það eignfjárframlag sem lagt er til.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×