Viðskipti innlent

Samdráttur í verslun allt að 53% þar sem mest er

Mikill samdráttur er nú í verslun. Í febrúar dróst dagvöruverslun saman um 14% á föstu verðlagi frá sama mánuði í fyrra, velta í sölu á áfengi dróst saman um 16%, velta í skóverslun um 19%, velta í fataverslun um 24%, velta í húsgagnaverslun um 41% og velta í raftækjaverslun um 53%.

Kemur þetta fram í upplýsingum sem Rannsóknasetur verslunarinnar sendi frá sér í gær og greining Íslandsbanka segir frá í Morgunkorni sínu.

Samdrátturinn hefur færst í aukanna síðustu mánuði og fjöldi hagvísa og vísbendinga bendir nú ótvírætt til þess að heimilin hafa brugðist við breytingum í efnahagsumhverfi sínu með því að draga úr útgjöldum sínu.

Með breytingum er átt við fall krónunnar, aukið atvinnuleysi, minnkandi kaupmátt, lækkun húsnæðisverðs, háa vexti og mikla verðbólgu. Reikna má með því að framhald verði á þessari þróun á næstu misserum.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×