Viðskipti innlent

Actavis hefur starfsemi í Japan í apríl

Actavis og japanska lyfjafyrirtækið ASKA Pharmaceutical skrifuðu í vikunni undir formlegan samning um stofnun sameiginlegs samheitalyfjafyrirtækis í Japan. Starfsemi fyrirtækisins, Actavis ASKA K.K., hefst í næsta mánuði. Actavis mun eiga 45% hlut en Aska 55%.

Í tilkynningu um málið segir að nýja félagið muni njóta aðstoðar frá sölu- og markaðsfólki ASKA og dreifingaraðila þess, en ráðið verður starfsfólk í rannsóknir & þróun og á skrifstofu. Uppistaðan í lyfjaúrvali félagsins verða lyf þróuð af Actavis.

"Yfirlýsing japanskra stjórnvalda um að stórauka hlutfall samheitalyfja á markaðnum næstu árin var lykilþáttur í þeirri ákvörðun okkar að fara inn á Japansmarkað á þessum tímapunkti," segir Sigurður Óli Ólafsson, forstjóri Actavis

"Þetta er frábært tækifæri til að komast inn á næst stærsta lyfjamarkað í heiminum og við erum sannfærð um að samvinna af þessu tagi sé rétta leiðin inn á Japansmarkað. Aska hefur sterka stöðu og mikla þekkingu á Japansmarkaði, en Actavis kemur að borðinu með styrk öflugs alþjóðlegs samheitalyfjafyrirtækis. Við bindum miklar vonir við samstarfið."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×