Viðskipti innlent

AGS segir skilyrði að skapast fyrir afnámi gjaldeyrishafta

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (AGS) segir að skilyrði séu að skapast fyrir afnámi gjaldeyrishafta hérlendis. Þetta kemur fram í tilkynningu sem sjóðurinn sendi frá sér núna fyrir hádegið.

Fram kemur í tilkynningu AGS að þróun efnahagsmála á Íslandi hafi í stórum dráttum verið á þann veg sem spár sjóðsins gerðu ráð fyrir.

AGS fagnar áformum ríkisstjórnarinnar um endurskipulagningu skulda, það er að samið verði viði erlenda fjárfesta sem eiga innistæður á Íslandi. Þetta munu hjálpa til við endurreisn efnahagslífsins.

Þá kemur fram hjá sjóðnum að stöðugleiki virðist kominn á gengi krónunnar og verðbólgan virðist hafa náð hámarki.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×