Arðgreiðslur HB Granda afar hófsamar 15. mars 2009 12:59 Árni Vilhjálmsson, stjórnarformaður HB Granda. Stjórnarformaður og forstjóri HB Granda segja arðgreiðslur félagsins afar hófsamar. Þeir fagna að félagið hafi tekist að halda uppi fullri starfsemi. Ákvörðun stjórnar félagsins um að leggja til við aðalfund félagsins að eigendum verði greiddar um 150 milljónir króna í arðgreiðslu hefur mætt andstöðu. Móðgun við verkafólk Tillagan hefur verið gagnrýnd í ljósi þess að almennir launamenn afsöluðu sér um 13 þúsund króna launhækkun til að koma til móts við atvinnurekendur í fjármálakreppunni. Arðgreiðslan sem stjórnin leggur til að eigendur fái í sinn vasa myndi nægja til þess að greiða öllu fiskverkunarfólki HB Granda þá launahækkun í átta ár. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði þetta örgustu móðgun við verkafólkið í fréttum Stöðvar 2 á föstudaginn. Á alla mælikvarða hófsöm arðgreiðsla Undanfarin ár hafa árlegar arðgreiðslur HB Granda numið 12% af nafnvirði hlutafjár, að fram kemur í yfirlýsingu frá Árna Vilhjálmssyni stjórnarformanni félagsins og Eggerti Benedikt Guðmundssyni. Það þyði að arður sem hlutfall af markaðsvirði hafi veirð á bilinu 1 til 1,5%. ,,Þetta telst á alla mælikvarða afar hófsöm arðgreiðsla, svo sem ljóst má vera ef litið er til vaxtakjara á bankainnistæðum og ríkisskuldabréfum. Samt sem áður hefur stjórn félagsins ákveðið að leggja til við aðalfund að arðgreiðsluhlutfallið lækki í 8% vegna ársins 2008. Þetta samsvarar 0,8% arði á útistandandi hlutafé, miðað við núverandi gengi 10." Fullri vinnu haldið uppi Árni og Eggert segja að lækkunin ráðist einkum af búsifjum vegna loðnuvertíðarbrests og af óvissu vegna umtalsverðra lækkana á verði nokkurra helstu afurða félagins. ,,Félagið fagnar því að hafa undanfarna mánuði getað haldið uppi fullri vinnu í fiskiðjuverum félagsins í Reykjavík og á Akranesi, enda er efnahagslífinu mikilvægast að starfandi fyrirtækjum sé haldið í stöðugum rekstri," segja Árni og Eggert í yfirlýsingunni. Tengdar fréttir Erfitt að fá svör hjá stjórn HB Granda Fréttastofa reyndi árangurslaust í dag að fá útskýringar hjá stjórn HB Granda á ákvörðun hennar um að leggja til við aðalfund félagsins að eigendum verði greiddar um 150 milljónir króna í arðgreiðslu. 14. mars 2009 21:00 HB Grandi greiðir út arð en hækkar ekki laun starfsfólks Stjórnendur HB Granda, sem komust hjá því að greiða fiskverkafólki sínu umsamda launahækkun um síðustu mánaðamót, ætla hinsvegar að greiða sjálfum sér 184 milljónir króna af rösklega tveggja milljarða króna gróða af rekstri síðasta árs. Verkalýðsforingi segir þetta örgustu móðgun við verkafólkið. 13. mars 2009 12:08 Greiða sér arð í stað þess að hækka laun starfsmanna Stjórn HB Granda leggur til að hluthöfum verði greiddur arður, sem myndi duga til að greiða öllu fiskvinnslufólki félagsins launahækkun, sem tekin var af því um mánaðamótin, í átta ár. Stjórnarmenn í HB Granda eru einnig stærstu eigendur fyrirtækisins, sem skilaði ríflega tveggja milljarða hagnaði í fyrra. 13. mars 2009 19:05 Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira
Stjórnarformaður og forstjóri HB Granda segja arðgreiðslur félagsins afar hófsamar. Þeir fagna að félagið hafi tekist að halda uppi fullri starfsemi. Ákvörðun stjórnar félagsins um að leggja til við aðalfund félagsins að eigendum verði greiddar um 150 milljónir króna í arðgreiðslu hefur mætt andstöðu. Móðgun við verkafólk Tillagan hefur verið gagnrýnd í ljósi þess að almennir launamenn afsöluðu sér um 13 þúsund króna launhækkun til að koma til móts við atvinnurekendur í fjármálakreppunni. Arðgreiðslan sem stjórnin leggur til að eigendur fái í sinn vasa myndi nægja til þess að greiða öllu fiskverkunarfólki HB Granda þá launahækkun í átta ár. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, sagði þetta örgustu móðgun við verkafólkið í fréttum Stöðvar 2 á föstudaginn. Á alla mælikvarða hófsöm arðgreiðsla Undanfarin ár hafa árlegar arðgreiðslur HB Granda numið 12% af nafnvirði hlutafjár, að fram kemur í yfirlýsingu frá Árna Vilhjálmssyni stjórnarformanni félagsins og Eggerti Benedikt Guðmundssyni. Það þyði að arður sem hlutfall af markaðsvirði hafi veirð á bilinu 1 til 1,5%. ,,Þetta telst á alla mælikvarða afar hófsöm arðgreiðsla, svo sem ljóst má vera ef litið er til vaxtakjara á bankainnistæðum og ríkisskuldabréfum. Samt sem áður hefur stjórn félagsins ákveðið að leggja til við aðalfund að arðgreiðsluhlutfallið lækki í 8% vegna ársins 2008. Þetta samsvarar 0,8% arði á útistandandi hlutafé, miðað við núverandi gengi 10." Fullri vinnu haldið uppi Árni og Eggert segja að lækkunin ráðist einkum af búsifjum vegna loðnuvertíðarbrests og af óvissu vegna umtalsverðra lækkana á verði nokkurra helstu afurða félagins. ,,Félagið fagnar því að hafa undanfarna mánuði getað haldið uppi fullri vinnu í fiskiðjuverum félagsins í Reykjavík og á Akranesi, enda er efnahagslífinu mikilvægast að starfandi fyrirtækjum sé haldið í stöðugum rekstri," segja Árni og Eggert í yfirlýsingunni.
Tengdar fréttir Erfitt að fá svör hjá stjórn HB Granda Fréttastofa reyndi árangurslaust í dag að fá útskýringar hjá stjórn HB Granda á ákvörðun hennar um að leggja til við aðalfund félagsins að eigendum verði greiddar um 150 milljónir króna í arðgreiðslu. 14. mars 2009 21:00 HB Grandi greiðir út arð en hækkar ekki laun starfsfólks Stjórnendur HB Granda, sem komust hjá því að greiða fiskverkafólki sínu umsamda launahækkun um síðustu mánaðamót, ætla hinsvegar að greiða sjálfum sér 184 milljónir króna af rösklega tveggja milljarða króna gróða af rekstri síðasta árs. Verkalýðsforingi segir þetta örgustu móðgun við verkafólkið. 13. mars 2009 12:08 Greiða sér arð í stað þess að hækka laun starfsmanna Stjórn HB Granda leggur til að hluthöfum verði greiddur arður, sem myndi duga til að greiða öllu fiskvinnslufólki félagsins launahækkun, sem tekin var af því um mánaðamótin, í átta ár. Stjórnarmenn í HB Granda eru einnig stærstu eigendur fyrirtækisins, sem skilaði ríflega tveggja milljarða hagnaði í fyrra. 13. mars 2009 19:05 Mest lesið Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Viðskipti innlent Ellison klórar í hælana á Musk Viðskipti erlent Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Viðskipti innlent Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Viðskipti erlent Hinseginvottun: „Það er heldur engin kynjamerking á salernum fyrir fatlaða“ Atvinnulíf Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Hver verður Iðnaðarmaður ársins 2025 - kosning Samstarf Fleiri fréttir Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Sjá meira
Erfitt að fá svör hjá stjórn HB Granda Fréttastofa reyndi árangurslaust í dag að fá útskýringar hjá stjórn HB Granda á ákvörðun hennar um að leggja til við aðalfund félagsins að eigendum verði greiddar um 150 milljónir króna í arðgreiðslu. 14. mars 2009 21:00
HB Grandi greiðir út arð en hækkar ekki laun starfsfólks Stjórnendur HB Granda, sem komust hjá því að greiða fiskverkafólki sínu umsamda launahækkun um síðustu mánaðamót, ætla hinsvegar að greiða sjálfum sér 184 milljónir króna af rösklega tveggja milljarða króna gróða af rekstri síðasta árs. Verkalýðsforingi segir þetta örgustu móðgun við verkafólkið. 13. mars 2009 12:08
Greiða sér arð í stað þess að hækka laun starfsmanna Stjórn HB Granda leggur til að hluthöfum verði greiddur arður, sem myndi duga til að greiða öllu fiskvinnslufólki félagsins launahækkun, sem tekin var af því um mánaðamótin, í átta ár. Stjórnarmenn í HB Granda eru einnig stærstu eigendur fyrirtækisins, sem skilaði ríflega tveggja milljarða hagnaði í fyrra. 13. mars 2009 19:05