Viðskipti innlent

HS Orka tapaði 11,7 milljörðum í fyrra

Tap HS Orku (Hitaveitu Suðurnesja) á síðasta ári nam tæplega 11,7 milljörðum kr. Árið áður nam hagnaður af rekstri félagsins tæpum 3,5 milljörðum kr.

Í tilkynningu um ársuppgjör HS Orku segir að meginhluti tapsins er vegna hreinna fjármagnsgjalda að upphæð 15,5 milljarða kr. Þar af 10,4 milljarðar kr. vegna gengistaps og tæplega 4,6 milljarðar kr. vegna afleiðusamninga.

Bókfærðar eignir HS Orku í árslok námu 36,5 milljörðum kr. Og lækkuðu um 311 á árinu. Skuldir nema hinsvegar 30,5 milljörðum kr. Eiginfjárhlutfall lækkaði á árinu úr 54% og í 16%.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×