Viðskipti innlent

Reiknar með að stýrivextir lækki um 1-1,5 prósentustig

Hagfræðideild Landsbankans reiknar með því að Seðlabankinn muni lækka stýrivexti um 1 til 1,5 prósentustig á fimmtudaginn kemur en þá verður ákvörðun tekin um stýtivexti.

Þetta verður í fyrsta sinn sem ný peningastefnunefnd tekur ákvörðun um vextina.

Fram kemur í daglegu fréttabréfi hagfræðideildarinnar að ef gengi krónunnar haldist stöðugt og ef verðbólguþróunin verði áfram hagstæð muni Seðlabankinn líklega lækka stýrivexti nokkrum sinnum fyrir utan hefðbundna vaxtaákvörðunardaga sína.

Í fréttabréfinu segir að niðursveiflan í hagkerfinu kalli á lækkun stýrivaxta en raunvextir verði að vera jákvæðir áfram til að létta undir með afnámi gjaldeyrishaftanna.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×