Viðskipti innlent

Heildarlaunakostnaður eykst

Heildarlaunakostnaður á greidda stund jókst um 8,1prósent frá fyrri ársfjórðungi í samgöngum og flutningum, 6,1prósent í iðnaði, 5,7 prósent í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu og 5,3 prósent í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð. Á heimasíðu Hagstofunnar segir að þessi aukning sé tilkomin meðal annars vegna óreglulegra greiðslna sem féllu til á tímabilinu og vegna breytinga á samsetningu vinnuafls þar sem starfsfólki í neðri þrepum launastigans hefur fækkað hlutfallslega meira en öðrum.

Hér má fræðast nánar um launakostnað.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×