Viðskipti innlent

Mentis Cura hlaut Nýsköpunarverðlaunin 2009

Kristinn Johnsen, stofnandi og framkvæmdastjóri Mentis Cura.
Kristinn Johnsen, stofnandi og framkvæmdastjóri Mentis Cura. Mynd/Valli

Sprotafyrirtækið Mentis Cura hlaut Nýsköpunarverðlaun Rannís, Nýsköpunarmiðstöðvar og Útflutningsráðs, sem afhent voru á þéttsetnu Nýsköpunarþingi í morgun. 

Það var Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra sem afhenti Kristni Johnsen, stofnanda og framkvæmdastjóra Mentis Cura, verðlaunin.

Fyrirtækið hefur þróað aðferðir til að greina heilabilanir með heilaritum og nútímamyndgreiningartæki. Það stundar viðamiklar klínískar rannsóknir og þróar reiknirit sem miða á að því að styðja við greiningu á Alzheimer-sjúkdóminum og ofvirkni hjá börnum.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×