Fleiri fréttir

Straumur féll um 19,3 prósent

Gengi hlutabréfa í Straumi féll um tæp 19,3 prósent á annars rauðum degi í Kauphöllinni í dag. Á hæla fjárfestingabankans kom Eimskip, sem féll um tíu prósent. Þá féll gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum um 5,56 prósent, í Bakkavör um 3,55 prósent og Færeyjabanka um 2,89 prósent. Þá lækkaði gengi bréfa Össurar um 1,16 prósent.

Tilboði Almenningshlutafélagsins hafnað

Tilboði Almenninshlutafélags í Árvakur, Útgáfufélags Morgunblaðsins var hafnað samkæmt heimildum fréttastofu. Þrjú skuldbindandi tilboð bárust fyrir tilboðsfrest sem rann út klukkan 14:00 í dag. Forsvarsmaður hópsins segir þetta koma sér mjög á óvart ef rétt reynist.

Eigendur Tals eins og foreldrar í forræðisdeilu

Hilmar Ragnarsson og Þórhallur Guðlaugsson, sem sögðu sig úr stjórn Tals á dögunum vegna deilna í hlutahafahópi fyrirtækisins, segja deilurnar minna á illvígt forræðismál þar sem foreldrarnir berjist svo hatrammri baráttu að barnið gleymist.

Bjartsýnir á að tilboðinu verði vel tekið

Líkt og Vísir greindi frá fyrir stundu skilaði undirbúningshópur Almenningshlutafélags um Morgunblaðið tilboði í Árvakur hf. til Íslandsbanka en tilboðsfrestur rann út klukkan 14:00 í dag í tilkynningu frá hópnum segir að það sé mat hópsins að tilboðið sé fyllilega sanngjarnt fyrir hluthafa félagsins, kröfuhafa, starfsmenn og ekki síst lesendur Morgunblaðsins og mbl.is. Hópurinn er afar bjartsýnn á að tilboðinu verði vel tekið.

Þrjú tilboð bárust í Morgunblaðið

Þrjú tilboð bárust í Árvakur, Útgáfufélags Morgunblaðsins, en frestur til þess að skila inn tilboðum rann út klukkan 14:00 í dag. Óskar Magnússon fer fyrir einum af hópunum en hann skilaði inn tilboði á síðustu stundu. Hann segir tilboðið sanngjarnt og raunhæft.

Íslandsbanki enn á ný

Íslandsbanki er nýtt nafn Nýja Glitnis frá og með deginum í dag. Nafnabreytingin var formlega kynnt á fundi með fjölmiðlafólki í höfuðstöðvum Íslandsbanka við Kirkjusand í dag. Tilkynnt hafði verið um fyrirhugaða nafnabreytingu í desember á síðasta ári.

Líklegt að 72 milljarðar falli á Ísland vegna Icesave

Lárus Finnbogason formaður skilanefndar Landsbankans sagði á kynningarfundi með kröfuhöfum gamla Landsbankans að líklegt væri að 72 milljarðar króna falli á Ísland vegna Icesavereikninganna í Bretlandi. Það er umtalsvert minni upphæð en reiknað hafði verið með.

Gjaldþrot aukast um átján prósent

Árið 2008 voru 748 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta. Það er 18 prósent aukning frá því sem var árið 2007 þegar 633 fyrirtæki voru úrskurðuð gjaldþrota. Þetta kemur fram á heimasíðu Hagstofunnar.

Mikið tap hjá Century Aluminium og Helguvík til skoðunnar

Álfélagið Century Aluminium tapaði tæplega 900 milljónum dollara á síðasta ári eða sem nemur rúmlega 100 milljörðum kr.. Sökum þessa taps hafa allar nýjar framkvæmdir á vegum félagsins verið stöðvaðar að mestu. Og bygging álversins í Helguvík er til skoðunnar.

Vilja láta afturkalla ákvörðun um greiðslustöðvun BG Holding

Smærri kröfuhafar Baugs krefjast þess að skilanefnd Landsbankans afturkalli ákvörðun sína um að setja BG Holding í greiðslustöðvun.Greiðslustöðvunin hefur úrslitaárhif á að kröfuhafarnir fái rúmlega 50 milljarða króna kröfur sínar á Baug greiddar. Gangi þetta ekki eftir, yrðu afleiðingarnar afdrifaríkar fyrir íslenskt fjármálakerfi.

Þjóðverjar kaupa í Creditinfo Group fyrir milljarða

Þýskt stórfyrirtæki hefur keypt helmingshlut í erlendri starfsemi Creditinfo Group fyrir 2 til 3 milljarða króna. Forstjóri fyrirtækisins stefnir að fjárfestingum og atvinnuuppbyggingu á Íslandi, en segir það þó erfitt vegna mikillar óvissu í efnahagslífinu.

Gengi Straums féll um tæp fimm prósent

Gengi hlutabréfa í Straumi féll um 4,93 prósent í Kauphöllinni í dag. Þetta er jafnframt annar dagurinn í röð sem gamla Úrvalsvísitalan endar í nýju lægsta gildi.

Bílarnir voru ekki boðnir út

„Við sáum enga ástæðu til að efast um að verið væri að gera eins góða sölu og mögulegt væri," segir Finnur Sveinbjörnsson, bankastjóri Kaupþings, um sölu bankans á bifreiðum sem fyrrum stjórnendur bankans höfðu til umráða.

Gylfi segir eignir bresku bankanna ekki duga að fullu

Eignir föllnu íslensku bankanna duga ekki til að borga öllum kröfuhöfum í Bretlandi að fullu. Þetta sagði Gylfi Magnússon, viðskiptaráðherra, í viðtali við Sky fréttastöðina bresku í gærkvöldi.

Pálmi Haralds og Magnús Ármann báru vitni í héraðsdómi

Athafnamennirnir Pálmi Haraldsson og Magnús Ármann voru kallaðir til vitnis í héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Þar fóru fram vitnaleiðslur í fjársvikamáli sem ríkissaksóknari hefur höfðað á Karl Georg Sigurbjörnsson lögmann. Þeir sögðust báðir hafa litið á kaup sín á stofnfjárhlutum í Sparisjóði Hafnarfjarðar sem gott viðskiptatæri enda hafi sameining sjóðsins við aðra sparisjóði legið fyrir. Pálmi segist heldur ekki hafa vitað af því að hann væri að kaupa bréfin af A Holding.

Skuldir ríkissjóðs Breta hækka um 1-1,5 trilljónir vegna þjóðnýtingar bankanna

Um 1 - 1,5 trilljón sterlingspunda bætast við skuldir ríkissjóðs Breta, eða sem samsvarar milli 70-100% af landsframleiðslu, vegna yfirtöku á Royal Bank of Scotland og Lloyds TSB. Þetta kemur fram í upplýsingum sem breska blaðið Times hefur frá hagstofunni þar i landi. Times segir að skuldir hins opinbera í Bretlandi séu nú þegar í metupphæð og hafi verið um 47,8% af landsframleiðslu í janúar. Þetta er mesta skuld síðan að hagstofan fór að fylgjast með gögnum þessa efnis árið 1993.

Færeyjabanki hækkar mest í dag

Gengi hlutabréfa í Færeyjabanka hefur hækkað mest í Kauphöllinni í dag, eða um 3,37 prósent. Á eftir fylgir gengi bréfa í Marel Food Systems, sem hefur hækkað um 0,5 prósent.

Nýi Glitnir fellir niður uppgreiðslugjald

Nýi Glitnir ætlar frá og með deginum í dag að fella tímabundið niður uppgreiðslugjald af verðtryggðum húsnæðislánum. Það hefur verið tvö prósent. Einnig er fellt niður gjald ef fólk vill greiða inn á höfuðstól. Í tilkynningu frá bankanum segir að vaxandi áhuga hafi orðið vart á að greiða lánin upp, eða inn á þau, vegna mikillar verðbólgu.

Vissu ekki af sölu til dótturfélags Baugs

Lögmaður sem ákærður er fyrir fjársvik í tengslum við sölu á stofnfjárhlutum í Sparisjóði Hafnafjarðar neitaði sök í Héraðsdómi í dag. Stofnfjáreigendurnir segjast ekki hafa vitað að þeir voru að selja hluti sína til dótturfélags Baugs en félagið hagnaðist um 40 milljónir á hverja tvo hluta.

Drake Capital Management keypti í Straumi

Það var fjárfestingasjóðurinn Drake Capital Management sem keypti um 4,9% hlut í Straumi fjárfestingarbanka þann 17. ágúst árið 2007. Markaðsvirði hlutarins nam um 10,2 milljörðum króna, en viðskiptin fóru ekki fram á markaði heldur var hluturinn seldur til fjárfestisins í gegnum Landsbankann í Luxembourg en viðskptin fóru fram þann 17. ágúst 2007.

Alfesca féll um tæp tíu prósent

Gengi hlutabréfa í Alfesca féll um 9,72 prósent í Kauphöllinni á fremur rauðum degi. Á eftir fylgdi gengi bréfa í Straumi, sem fór niður um 8,98 prósent, og Færeyjabanki, sem féll um 3,7 prósent.

Sala á 66°Norður fatnaði hafin í sex nýjum löndum

Söludreifing er hafin á 66°Norður fatnaði í 6 nýjum löndum sem fyrirtækið hefur hingað til ekki selt vörur sínar til. Fljótlega verður því hægt að nálgast vörur fyrirtækisins í 19 löndum víðsvegar um heiminn.

Höfðu aldrei heyrt um A-Holding

Fimmenningarnir sem seldu stofnfjárhluti sína í Sparisjóði Hafnarfjarðar og Karl Georg Sigurbjörnsson lögmaður hafði milligöngu um að kaupa af þeim segjast aldrei hafa heyrt talað um A-Holding, dótturfélag Baugs, sem eignaðist hlutina og seldi síðar fyrir mun hærra verð. Ríkissaksóknari hefur ákært Karl Georg fyrir fjársvik en hann segist aðeins hafa í starfi sínu sem lögmaður verið í milligöngu á milli seljendanna og A-Holding.

Vill þrjátíu þúsund af fimm hundruð milljónum

„Það verður spurt hverjum þeir seldu," segir Vilhjálmur Bjarnason sem er bjartsýnn á gott brautargengi í dómsmáli sem hann og dætur hans tvær höfða á hendur Straum-Burðarás og forsvarsmanna bankans en aðalmeðferð þess fer fram í dag.

Landsbankinn hlýtur gæðavottun

Landsbankinn hefur fengið staðfesta vottun samkvæmt ISO 27001 sem tekur sérstaklega fyrir upplýsingaöryggi og meðhöndlun trúnaðarupplýsinga. Vottunin nær til allrar starfsemi bankans og tekur m.a. á rekstri upplýsingakerfa,

Gott uppgjör hjá Foroya Banki

Foroya Banki leggur fram mjög gott ársuppgjör eftir síðasta ár og nam hagnaður bankans af rekstrinum171 milljón danskra kr. eða tæplega 3,4 milljörðum kr.. Er þetta nokkru meiri hagnaður en árið áður er hann nam 144 milljón danskra kr..

Fjórðungur þekkir til tryggingasvika

24,7 prósent aðspurðra í nýrri könnun sem Capacent Gallup vann fyrir Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) þekkja einhvern sem svikið hefur bætur út úr tryggingafélagi.

TellMeTwin hefur þróunarstarf í BNA

"Núna í janúar fengum við hæsta styrk upp á átta milljónir króna á ári frá tækniþróunarsjóði Rannís til að þróa TellMeTwin Every­where, hvernig TellMeTwin vinnur með öðrum netsamfélögum, vefsíðum og forritum," segir Einar Sigvaldason, framkvæmdastjóri TellMeTwin.

Ísland suðursins

Íbúar í arabaríkinu Dúbaí eru nú eflaust að upplifa álíka áfall og við Íslendingar í fyrrahaust þegar skuldatryggingarálagið rauk upp í hæstu hæðir áður en efnahagshrunið reið yfir af fullum þunga.

Bara helmingur í hús

Allt stefnir í að Borse Dubai, sem rekur kauphöllina í Dúbaí, nái aðeins að endurfjármagna helming þess láns sem tekið var vegna yfirtöku á sænsku kauphallarsamstæðunni OMX síðla árs 2007.

Misgóðir réttir

Eins og frá var greint á mánudag gerði Straumur kauprétt við stóran hóp starfsfólks bankans. Rétturinn kvað á um kaup á 650 milljónum hluta á genginu 1,67 krónur á hlut, jafnvirði rétt tæplega eins milljarðs króna.

Öryggisafritun blómstrar í kreppu

Í Bretlandi hafa um fjörutíu fyrirtæki bæst í hóp viðskiptavina öryggisafritunarfyrirtækisins SecurStore frá vormánuðum síðasta árs. Alexander Eiríksson, sölu og markaðsstjóri og einn stofnenda SecurStore á Akranesi, segir þrengingar á fjármálamörkuðum og óvissutíma frekar vinna með fyrirtækinu en gegn því.

Danir sneru tómhentir heim

Forsvarsmenn danska tryggingafyrirtækisins TrygVesta slitu í gær viðræðum um kaup á sænskum tryggingaarmi fjármálafyrirtækisins Moderna, dótturfélags Milestone. Viðræður voru langt komnar þegar TrygVesta sleit viðræðum.

Ríkisstjórnin í beinni

Í dag verður í fyrsta sinn mögulegt að fylgjast með útsendingum frá blaðamannafundum ríkisstjórnarinnar í beinni útsendingu á netinu í boði hins opinbera og skoða upptökur af fyrri fundum.

Ár rekstrarmanna runnið upp

Stjórnendur fyrirtækja fóru alltof geyst áfram á síðustu árum og keyptu fyrirtæki allt of dýru verði. EBITDA var galdraorðið og menn kepptumst um að kaupa inn EBITDU.

Íhuga málsókna vegna dótturfélags Milestone

Erlendir kröfuhafar í gamla Glitni íhuga nú málsókn á hendur sænska ríkinu vegna Moderna, dótturfélags Milestone. Sænska fjármálaeftirlitið vill selja Moderna á brunaútsölu sem myndi þýða tugmilljarða tap fyrir gamla Glitni.

Skuldum Árvakurs við Landsbankann breytt í hlutafé

Til greina kemur að Nýi Landsbankinn breyti skuldum Árvakurs, útgáfufélags Morgunblaðsins, í hlutafé þegar að samið verður við nýja kaupendur á fyrirtækinu. Árvakur skuldar Nýja Landsbankanum 866 milljónir króna.

Sjá næstu 50 fréttir