Viðskipti innlent

Danir sneru tómhentir heim

Guðmundur Ólason
Guðmundur Ólason

Forsvarsmenn danska tryggingafyrirtækisins TrygVesta slitu í gær viðræðum um kaup á sænskum tryggingaarmi fjármálafyrirtækisins Moderna, dótturfélags Milestone. Viðræður voru langt komnar þegar TrygVesta sleit viðræðum.

Guðmundur Ólason, forstjóri Milestone, segir niðurstöðuna ákveðin vonbrigði þótt ekki hafi verið búið að staðfesta söluna. „Þeir settu skilyrði sem við gátum ekki uppfyllt. Við báðum þá um að halda áfram í ferlinu en þeir voru búnir að setja sér ákveðin tímamörk."

Guðmundur bendir jafnframt á að fá skref verði tekin ytra án samþykkis sænska fjármálaeftirlitsins á endurskipulagningu Moderna.

Moderna er með víðtækja tryggingastarfsemi á Norðurlöndunum, þar á meðal hér í gegnum Sjóvá. Í Svíþjóð er fyrirtækið með um tveggja prósenta markaðshlutdeild. Á móti er TrygVesta með um hálft prósents markaðshlutdeild. Fyrirtækið hefur sett stefnuna á átta prósent innan þriggja ára.







Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×