Viðskipti innlent

Líklegt að 72 milljarðar falli á Ísland vegna Icesave

Lárus Finnbogason
Lárus Finnbogason

Lárus Finnbogason formaður skilanefndar Landsbankans sagði á kynningarfundi með kröfuhöfum gamla Landsbankans að líklegt væri að 72 milljarðar króna falli á Ísland vegna Icesavereikninganna í Bretlandi. Það er umtalsvert minni upphæð en reiknað hafði verið með.

Fram kom í máli Lárusar að eignir Landsbankans séu metnar á 1195 milljarða króna sem er 20% meira en áætlað var í lok síðasta árs. Heildarskuldir bankans nema um 3348 milljörðum króna.

Ekki er búið að semja um greiðslu vegna Icesavreikninganna í Bretlandi og Hollandi en reiknað er mað að um 1000 milljarðar tapist hjá erlendum kröfuhöfum vegna hruns íslenska bankakerfisins.

Hann telur að það taki 3-7 ár að vinda ofan af gömlu bönkunum og sagði það hefði tekið Svía 7 ár að gera slíkt hið sama í bankakreppunni við upphaf tíunda áratug síðustu aldar.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×