Viðskipti innlent

Sala á 66°Norður fatnaði hafin í sex nýjum löndum

Söludreifing er hafin á 66°Norður fatnaði í 6 nýjum löndum sem fyrirtækið hefur hingað til ekki selt vörur sínar til. Fljótlega verður því hægt að nálgast vörur fyrirtækisins í 19 löndum víðsvegar um heiminn.

66°Norður hefur undanfarið verið á sýningum vísvegar um heiminn til að kynna nýju vetrarlínu fyrirtækisins. Stærstu sýningarnar sem fyrirtækið tók þátt í að þessu sinni voru OutDoor Retailer sem er stærsta útivistarsýning Bandaríkjanna og svo ISPO sem haldin er í München og er stærsta útivistarsýning Evrópu

„Það er alveg ljóst af þeim viðbrögðum sem við fengum nú, að fyrirtækið sé á réttri leið þar sem viðtökurnar hafa verið mun betri í ár en fyrri ár þrátt fyrir alheimskreppu", segir Halldór Gunnar Eyjólfsson forstjóri 66°Norður í tilkynningu um málið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×