Viðskipti innlent

Ríkisstjórnin í beinni

Netverjar um allan heim ættu frá og með deginum í dag geta fylgst með blaðamannafundum Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og ríkisstjórn hennar og skoðað fyrir blaðamannafundi.
Netverjar um allan heim ættu frá og með deginum í dag geta fylgst með blaðamannafundum Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra og ríkisstjórn hennar og skoðað fyrir blaðamannafundi.

Í dag verður í fyrsta sinn mögulegt að fylgjast með útsendingum frá blaðamannafundum ríkisstjórnarinnar í beinni útsendingu á netinu í boði hins opinbera og skoða upptökur af fyrri fundum.

Tengingar á síðuna, sem fellur undir svæði fyrir fjölmiðla, er bæði að finna á stjórnarráðsvefnum (stjr.is) og á island.is. Með þessu er stigið stórt skref í tæknisögu hins opinbera en aldrei fyrr hefur ríkisstjórnin staðið fyrir því að koma upptökum af fundum saman á einn stað.

Her manns hefur unnið að því síðustu vikur að gera þetta kleift. Þar á meðal er reynsluboltinn Maríanna Friðjónsdóttir, sem unnið hefur sem verktaki við verkefnið. Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi forsætisráðuneytisins, segir verkefnið lið í upplýsingagjöf stjórnvalda.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×