Viðskipti innlent

Þjóðverjar kaupa í Creditinfo Group fyrir milljarða

Telma Tómasson skrifar

Þýskt stórfyrirtæki hefur keypt helmingshlut í erlendri starfsemi Creditinfo Group fyrir 2 til 3 milljarða króna. Forstjóri fyrirtækisins stefnir að fjárfestingum og atvinnuuppbyggingu á Íslandi, en segir það þó erfitt vegna mikillar óvissu í efnahagslífinu.

Þýska stórfyrirtækið Schufa, gamalgróið og í eigu þýsku bankanna, gekk frá samningum við Credit info Group fyrir rúmri viku, en Þjóðverjarnir höfðu reynt að hasla sér völl utan heimalandsins með takmörkuðum árangri. Með samstarfi við íslenska fyrirtækið er stefnt að meiriháttar útvíkkun starfseminnar í Evrópu.

„Við erum búnir að stofna fyrirtæki í átta löndum aðallega í mið og austur Evrópu og Þjóðverjarnir eru að kaupa sér aðgang að þessari íslensku þekkingu," segir Reynir Grétarsson forstjóri fyrirtækisins.

Helmingshluturinn sem þýska fyrirtækið keypti er mikils virði.Reynir segir því margt óljóst, en upp á vanti að stjórnvöld vinni nægilega faglega að lausn mála og því hafi fæstir trú á íslensku atvinnulífi sem stendur.

„Traustið er einhvern veginn farið. Ég treysti því ekki frekar en aðrir að það verði eðlilega að því staðið að fyrirtæki í eigu ríkisins verði komið í hendur ábyrgra aðila. Það eru tækifæri, en fær maður að spreyta sig? Ég efast um það."








Fleiri fréttir

Sjá meira


×