Viðskipti innlent

Stjórn Íslandsbanka kjörinn á hluthafafundi

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er nýr formaður bankaráðs.
Vilhjálmur H. Vilhjálmsson er nýr formaður bankaráðs.

Á hluthafafundi Glitnis nú Íslandsbanka fyrr í dag voru nýir stjórnarmenn kjörnir í stað þeirra sem létu nýverið af störfum.

Valur Valsson gegndi formennsku í stjórn bankans en hann sagði af sér ásamt Magnúsi Gunnarssyni hjá Nýja Kaupþingi, 10 febrúar. Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, bað þá að sitja fram að aðalfundi en þeir neituðu.

Aðalmenn í stjórn bankans eru: Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, Martha Eiríksdóttir, Ólafur Ísleifsson, Katrín Ólafsdóttir og Guðmundur

R. Jónsson.

Varamenn eru: Helga Björg Ragnarsdóttir, Ellert Kristinsson, Ársæll Valfells, Aðalsteinn Leifsson og Katrín Friðriksdóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×