Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan á uppleið Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,46 prósent við opnun markaða. Hún stendur nú í 4152 stigum. Eik banki hefur hækkað um 1,44 prósent, Landsbankinn um 1,3 prósent og Glitnir um 0,33 prósent. 6.8.2008 10:28 Hagnaður Føroya Banka 340 milljónir á fyrri hluta árs Hagnaður Føroya Banka, sem skráður er í Kauphöll Íslands, nam 21 milljón danskra króna, jafnvirði um 340 milljóna króna eftir skatta á fyrri helmingi ársins. Þetta kemur fram í hálfsársuppgjöri sem sent var Kauphöllinni í dag. 6.8.2008 10:21 Enn styrkist krónan Krónan hefur styrkst lítillega í mrogunsárið. Gengisvísitalan hefur lækkað um 0,29 prósent og stendur nú í 156,1 stigum. Dollarinn kostar nú 78,4 krónur, evran 121,4 krónur, breska pundið 153,3 krónur og danska krónan 16,3 krónur. 6.8.2008 09:58 Tveggja prósenta raunlækkun á innlendri kortaveltu Samanlögð greiðslukortavelta heimilanna á fyrri helmingi ársins jókst um 5,6 prósent á milli ára samkvæmt Hagvísum Hagstofu Íslands. 6.8.2008 09:28 Matsfyrirtækin hrella íslensku bankana Breska fjármálafyrirtækið Euroweek tekur upp hanskann fyrir íslensku bankana í harðorðri grein sem birtist í blaðinu í gær. Þar eru matsfyrirtæki á borð við Standard & Poors' og Moody's harðlega gagnrýnd fyrir að breyta sífellt viðmiðum sínum þegar tekin er ákvörðun um lánshæfismat fyrir bankana. Þannig skipti engu hvað bankarnir geri til þess að lagfæra lánshæfismatið, matsfyrirtækin finni bara aðrar ástæður til að lækka enn frekar eða halda í horfinu. 6.8.2008 08:35 Stefnumörkun er forsendan Trúverðug langtímastefnumörkun er forsenda þess að náð verði tökum á aðsteðjandi vanda í efnahagslífinu, að mati Árna Páls Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar. 6.8.2008 06:00 Árvakur og 365 skoða samstarf „Það liggur ekkert fyrir um að slíkt takist en það eru það erfiðar aðstæður á prentmarkaðnum að ef það ætti einhvern tímann að ganga þá væri það núna,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365. Heimildir Markaðarins herma að samningaviðræður eigi sér stað milli 365 og Árvakurs til að ná fram stærðarhagkvæmni í rekstri. Á það einkum við rekstrarliði sem lúta að framleiðslu og dreifingu á dagblöðum. 6.8.2008 00:01 Sparisjóðir í vandræðum vegna gengisfalls Existu „Miðað við stöðu Sparisjóðs Mýrasýslu um áramót í samanburði við aðra sparisjóði má ætla að fleiri sparisjóðir lendi í vandræðum á næstunni,“ segir Sveinn Þórarinsson, hjá greiningu Glitnis. 6.8.2008 00:01 Með stefnuleysi er vandanum viðhaldið Gott er að fá yfir sumartímann ráðrúm til að meta aðstæður og velta fyrir sér hvert stefnir í efnahagsmálum, að mati Árna Páls Árnasonar þingmanns. Hann segir hins vegar ljóst að í haust hljóti að vera tími aðgerða og skýrrar stefnumörkunar á sviði stjórnmálanna. 6.8.2008 00:01 Urriðavöllur dýrastur Urriðavöllur er dýrasti golfvöllur landsins árið 2008. Urriðavöllur er rekinn af Golfklúbbnum Oddi. Hringurinn á Urriðavelli kostar 7.400 krónur án afsláttar. Næstur í kjölfarið kemur Vífilsstaðavöllur Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Gjaldið þar er 7.000 krónur. 6.8.2008 00:01 Dögun vetnisaldar – veruleiki eða framtíðarsýn Jarðeldsneyti er takmarkað og ljóst er að síhækkandi eldsneytisverð er að sliga atvinnuvegi landsins og að hagkvæmara er orðið að leita annarra leiða til að knýja ökutæki í framtíðinni. Í bók sinni, Dögun vetnisaldar – róteindin tamin fjallar Þorsteinn Ingi Sigfússon um vetni sem orkugjafa. Bókin er gefin út samtímis á íslensku og ensku. 6.8.2008 00:01 Kvótaþak hamlar vexti sjávarútvegs „Í sjávarútvegi þar sem starfað er við útflutning mæla engin hagfræðileg rök með því að stærð fyrirtækja sé haldið niðri með hömlum á kvótaeign,“ segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningar Kaupþings. 6.8.2008 00:01 Netinnlán aukast Netinnlánareikningar eru farnir að gegna veigamiklu hlutverki í fjármögnun íslensku bankanna. Þrír stærstu bankar landsins hafa opnað slíka reikninga erlendis og fjölgar innlánum og viðskiptavinum hratt. Landsbankinn starfrækir Icesave-netreikningana í Bretlandi og Hollandi. Glitnir starfrækir Save and Save í Noregi og á Íslandi og loks Kaupþing Edge sem er starfrækt í tíu löndum í Evrópu. 6.8.2008 00:01 Ólíðandi að sveitarfélög fái ekki til sín hluta fjármagnstekjuskatts Það er ólíðandi að fólk geti sent börn sín í skóla, notað heilsugæslu og nýtt sér þjónustu sveitarfélaga án þess að borga útsvar, segir varaformaður fjárlaganefndar, Kristján Þór Júlíusson. 5.8.2008 18:49 Velta á fasteignamarkaði eykst milli júní og júlí Velta á fasteignamarkaði í jókst um 40 prósent milli júní og júlímánaða samkvæmt upplýsingum Fasteignamats ríkisins. 5.8.2008 16:43 Teymi hækkaði mest í Kauphöllinni Það var Teymi hf. sem leiddi hækkunina í Kauphöll Íslands í dag en félagið hækkaði um 4,65% og stendur gengi félagsins nú í 1,80. Exista hækkaði einnig um 1,67% en alls hækkuðu sjö félög. Century Aluminum Company lækkaði mest eða um 12,86%. 5.8.2008 16:23 Krónan styrkist töluvert Íslenska krónan styrktist töluvert í dag. Lækkaði gengisvísitalan um 1,6 prósent og stendur nú í 156,7 stigum. Dollarinn kostar nú 78,8 krónur, evran 121,9 krónur, breska pundið 153,9 krónur og danska krónan 16,3 krónur. 5.8.2008 16:22 Úrvalsvísitalan lækkar lítillega Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,13 prósent í dag og stendur nú 4133 stigum. Teymi hækkaði um 4,65 prósent, Exista um 1,67 prósent og Atlantic Airways um 0,39 prósent. Century Aluminium lækkaði um 12,9 prósent, Eik banki um 2,8 prósent og Færeyja banki um 2,13 prósent. 5.8.2008 16:18 Róbert hættir hjá Actavis - viðtal Greint var frá því fyrr í dag að Róbert Wessmann hygðist hætta sem forstjóri lyfjafyrirtækisins Actavis eftir tíu ára starf. 5.8.2008 16:12 Róbert: Kominn tími til að breyta til eftir tíu ár Róbert Wessman er hættur sem forstjóri hjá Actavis. Þetta staðfesti hann í samtali við Vísi nú fyrir skömmu. Aðspurður um ástæður þess að hann hættir svarar Róbert að hann sé með mikla hagsmuni í sínu eigin félagi, Salt Investments, og að tími hafi verið kominn á breytingar. 5.8.2008 14:45 Forstjóri B&L segir fyrirtækið í ágætis málum Haukur Guðjónsson forstjóri B&L segir fyrirtækið ekki eiga við frekari erfiðleika í rekstri en aðrir á markaðnum. Hann segir sögur þess efnis að rekstri verði hætt úr lausu lofti gripnar. Þvert á móti beri fyrirtækið sig vel og hafi selt ágætlega það sem af er ári. 5.8.2008 14:24 H.A.G. ehf tekur við Liebherr þjónustu af Mest H.A.G. ehf hefur tekið við þjónustu á Liebherr vélum og tækjum af Mest ehf. Liebherr var stofnað í Þýskalandi 1949 af Hans Liebherr og framleiddi í upphafi ódýra byggingarkrana. 5.8.2008 13:43 Krónubréf falla á gjalddaga í vikunni Krónubréf að nafnvirði 20 milljarðar króna að viðbættum vöxtum falla á gjalddaga í ágústmánuði, þar af 15 milljarðar næsta föstudag. 5.8.2008 11:29 Singer og Friedlander selur rekstur á sviði iðgjaldafjármögnunar Kaupthing Singer & Friedlander, dóturfélag Kaupþings, hefur selt rekstur sinn á sviði tryggingaiðgjaldafjármögnunar 5.8.2008 10:57 Krónan styrkist Krónan hefur styrkst um 0,66 prósent það sem af er degi en gengisvísitalan hefur lækkað sem því nemur og stendur nú í 158,22. Bandaríkjadalur stendur nú í tæpum áttatíu krónum, Danska krónan er í 16,61 og Evran er í 123,9 krónum. Breska pundið er í 157 krónum og fyrir sænsku krónuna fást 13 krónur íslenskar. 5.8.2008 10:51 Úrvalsvísitalan upp um 0,25 prósent Níu félög hafa hækkað í Kauphöllinni það sem af er degi og fimm hafa lækkað. Úrvalsvísitalan hefur hækkað lítillega, um 0,25 prósent. Eik Banki í Færeyjum hefur hækkað mest, um 5,42 prósent en af íslenskum félögum hefur Teymi hækkað mest, um 4,65 prósent. Á bakvið þá hækkun er þó lítil velta, rétt rúmar tuttugu þúsund krónur. Exista og SPRON fylgja í kjölfarið og hafa hvort um sig hækkað um. 5.8.2008 10:49 Minni ótti við kreppu á Íslandi Óttinn við fjármálakreppu á Íslandi hefur minnkað eftir að þrír stærstu bankarnir tilkynntu um afkomu sína á öðrum ársfjórðungi. Þetta segir í viðskiptablaðinu Financial Times. 4.8.2008 14:48 Forstjórar olíufélaganna með rúmar 90 milljónir í árslaun Samanlagðar árstekjur forstjóra þriggja stærstu olíufélaga á Íslandi nema tæpum 93 milljónum króna. 2.8.2008 16:38 Rekstraraðili Hans Petersen hefur lýst yfir gjaldþroti HP Farsímalagerinn, sem rekur verslanir Hans Petersen, hefur lýst yfir gjaldþroti. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Verslunum félagsins í Smáralind og Kringlunni hefur verið lokað. Nýtt félag, Verslanir Hans Petersen ehf, tók í gær við rekstri verslana á Laugavegi og Bankastræti og mun það félag geta tryggt hluta starfsmanna framtíðarstörf eins og segir á heimasíðu félagsins. 2.8.2008 17:42 Ætla að selja hluti í Skiptum Exista hefur samið við MP Fjárfestingarbanka og Kaupþing um undirbúning á sölu á hlutum í Skiptum, móðurfélagi Símans. Þetta kom fram í máli Erlendar Hjaltasonar, forstjóra Exista á kynningarfundi í gærmorgun vegna árshlutauppgjörs. 2.8.2008 08:45 Tap Exista 4,2 milljarðar króna Tap Exista á öðrum fjórðungi ársins nemur 38,4 milljónum evra (4,2 milljörðum króna) samkvæmt uppgjöri sem birt var í gær. Á sama tíma í fyrra hagnaðist félagið um 221,4 milljónir evra. 2.8.2008 06:00 Storebrand fært í bókum Exista Eignarhlutur Exista í Storebrand verði framvegis færður með í fjármálaþjónustu í reikningum félagsins í stað fjárfestingar. 2.8.2008 06:00 Líflegt í Kauphöllinni Líflegt var í Kauphöllinni í dag og námu viðskiptin nálægt fjórum milljörðum króna. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,53 prósent og stendur nú í 4138 stigum. Glitnir hækkaði um 2,5 prósent eftir að félagið tilkynnti gott uppgjör í morgun. Exista hækkaði um 2,17 prósent og Atalnatic Airways hækkaði um 1,57 prósent. 1.8.2008 15:38 Af og frá að SPM sé tæknilega gjaldþrota „Þetta kemur kannski sumum á óvart,“ segir Sigurður Már Einarsson, stjórnarformaður Sparisjóðs Mýrarsýslu en lagt hefur verið til að stofnfé sjóðsins verði aukið um tvo milljarða og að eftir aukninguna ráði Kaupþing banki yfir 70 prósentum af hlutafé sjóðsins. Sparisjóðurinn er nú að fullu í eigu sveitarfélagsins Borgarbyggðar. 1.8.2008 12:38 Kaupþing með 70 prósenta hlut í SPM Stjórn Sparisjóðs Mýrasýslu hefur ákveðið að leggja til við fund stofnfjáreigenda að stofnfé sjóðsins verði aukið um 2 milljarða króna. Stjórnin leggur ennfremur til að Borgarbyggð falli frá rétti sínum til þess að skrá sig fyrir nýju stofnfé en verði þó áfram í hópi stofnfjáreigenda með um 20 prósent í sjóðnum. Kaupþing banki hefur skuldbundið sig til þess að skrá sig fyrir 1.750 milljónum og aðrir fjárfestar fyrir 250 milljónum. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Þar segir einnig að Kaupþing hafi jafnframt skuldbundið sig til þess að útvega SPM kaupanda að 8,73% eignarhlut Sparisjóðs Mýrasýslu í Icebank hf. 1.8.2008 11:28 Íbúðalánasjóður eykur við húsbréfaútgáfu sína Íbúðalánasjóður áætlar að gefa út á bilinu 47-51 milljarða kr. virði af íbúðabréfum á seinni hluta ársins og er það hækkun um 10-12 milljarða kr. frá fyrri áætlun. 1.8.2008 11:07 Mjög rólegt á hlutabréfamarkaði Viðskipti í Kauphöllinni fara mjög rólega af stað. Viðskipti hafa einungis átt sér stað með bréfum í fjórum fyrirtækjum. Gengisvísitalan hefur styrkst um 0,24 prósent og stendur nú í 4127 stigum. Exista hefur hækkað 1,55 prósent, Glitnir um 1,15 prósent og Landsbankinn um 0,44 prósent. Bréf Kaupþings lækka um 0,42 prósent. 1.8.2008 10:34 Krónan veikist lítillega Króna veikist lítillega í morgunsárið. Hefur gengisvísitalan hækkað um 0,14 prósent og stendur nú í 159 stigum. Evran kostar nú 123,7 krónur, dollarinn 79, 5 krónur, breska pundið 157 krónur og danska krónan 16,6 krónur. 1.8.2008 09:56 Tekjur ellefu hæstu bankamanna um 4 milljarðar á síðasta ári Bankamenn báru ekki skarðan hlut frá borði tekjulega séð á síðasta ári ef marka má álingarskrá skattsins sem lögð var fram í gær. Alls voru ellefu tekjuhæstu bankamenn landsins með rétt tæpa fjóra milljarða samtals á síðasta ári og höfðu allir yfir 20 milljónir í mánuði í tekjur. 1.8.2008 09:28 Hreiðar Már þénaði 62 milljónir á mánuði í fyrra Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, þénaði rétt tæpar 62 milljónir króna á mánuði í fyrra samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í morgun. Hreiðar Már ber höfuð og herðar yfir aðra Íslendinga. 1.8.2008 08:55 Glitnir skilar 7,6 milljarða kr. hagnaði Glitnis skilaði 7,6 milljarða kr. hagnaði eftir skatta á öðrum ársfjórðungi. Nemur hagnaður bankans á fyrri helmingi ársins því 15,4 milljörðum kr. eftir skatta. 1.8.2008 08:16 Sjá næstu 50 fréttir
Úrvalsvísitalan á uppleið Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,46 prósent við opnun markaða. Hún stendur nú í 4152 stigum. Eik banki hefur hækkað um 1,44 prósent, Landsbankinn um 1,3 prósent og Glitnir um 0,33 prósent. 6.8.2008 10:28
Hagnaður Føroya Banka 340 milljónir á fyrri hluta árs Hagnaður Føroya Banka, sem skráður er í Kauphöll Íslands, nam 21 milljón danskra króna, jafnvirði um 340 milljóna króna eftir skatta á fyrri helmingi ársins. Þetta kemur fram í hálfsársuppgjöri sem sent var Kauphöllinni í dag. 6.8.2008 10:21
Enn styrkist krónan Krónan hefur styrkst lítillega í mrogunsárið. Gengisvísitalan hefur lækkað um 0,29 prósent og stendur nú í 156,1 stigum. Dollarinn kostar nú 78,4 krónur, evran 121,4 krónur, breska pundið 153,3 krónur og danska krónan 16,3 krónur. 6.8.2008 09:58
Tveggja prósenta raunlækkun á innlendri kortaveltu Samanlögð greiðslukortavelta heimilanna á fyrri helmingi ársins jókst um 5,6 prósent á milli ára samkvæmt Hagvísum Hagstofu Íslands. 6.8.2008 09:28
Matsfyrirtækin hrella íslensku bankana Breska fjármálafyrirtækið Euroweek tekur upp hanskann fyrir íslensku bankana í harðorðri grein sem birtist í blaðinu í gær. Þar eru matsfyrirtæki á borð við Standard & Poors' og Moody's harðlega gagnrýnd fyrir að breyta sífellt viðmiðum sínum þegar tekin er ákvörðun um lánshæfismat fyrir bankana. Þannig skipti engu hvað bankarnir geri til þess að lagfæra lánshæfismatið, matsfyrirtækin finni bara aðrar ástæður til að lækka enn frekar eða halda í horfinu. 6.8.2008 08:35
Stefnumörkun er forsendan Trúverðug langtímastefnumörkun er forsenda þess að náð verði tökum á aðsteðjandi vanda í efnahagslífinu, að mati Árna Páls Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar. 6.8.2008 06:00
Árvakur og 365 skoða samstarf „Það liggur ekkert fyrir um að slíkt takist en það eru það erfiðar aðstæður á prentmarkaðnum að ef það ætti einhvern tímann að ganga þá væri það núna,“ segir Ari Edwald, forstjóri 365. Heimildir Markaðarins herma að samningaviðræður eigi sér stað milli 365 og Árvakurs til að ná fram stærðarhagkvæmni í rekstri. Á það einkum við rekstrarliði sem lúta að framleiðslu og dreifingu á dagblöðum. 6.8.2008 00:01
Sparisjóðir í vandræðum vegna gengisfalls Existu „Miðað við stöðu Sparisjóðs Mýrasýslu um áramót í samanburði við aðra sparisjóði má ætla að fleiri sparisjóðir lendi í vandræðum á næstunni,“ segir Sveinn Þórarinsson, hjá greiningu Glitnis. 6.8.2008 00:01
Með stefnuleysi er vandanum viðhaldið Gott er að fá yfir sumartímann ráðrúm til að meta aðstæður og velta fyrir sér hvert stefnir í efnahagsmálum, að mati Árna Páls Árnasonar þingmanns. Hann segir hins vegar ljóst að í haust hljóti að vera tími aðgerða og skýrrar stefnumörkunar á sviði stjórnmálanna. 6.8.2008 00:01
Urriðavöllur dýrastur Urriðavöllur er dýrasti golfvöllur landsins árið 2008. Urriðavöllur er rekinn af Golfklúbbnum Oddi. Hringurinn á Urriðavelli kostar 7.400 krónur án afsláttar. Næstur í kjölfarið kemur Vífilsstaðavöllur Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Gjaldið þar er 7.000 krónur. 6.8.2008 00:01
Dögun vetnisaldar – veruleiki eða framtíðarsýn Jarðeldsneyti er takmarkað og ljóst er að síhækkandi eldsneytisverð er að sliga atvinnuvegi landsins og að hagkvæmara er orðið að leita annarra leiða til að knýja ökutæki í framtíðinni. Í bók sinni, Dögun vetnisaldar – róteindin tamin fjallar Þorsteinn Ingi Sigfússon um vetni sem orkugjafa. Bókin er gefin út samtímis á íslensku og ensku. 6.8.2008 00:01
Kvótaþak hamlar vexti sjávarútvegs „Í sjávarútvegi þar sem starfað er við útflutning mæla engin hagfræðileg rök með því að stærð fyrirtækja sé haldið niðri með hömlum á kvótaeign,“ segir Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningar Kaupþings. 6.8.2008 00:01
Netinnlán aukast Netinnlánareikningar eru farnir að gegna veigamiklu hlutverki í fjármögnun íslensku bankanna. Þrír stærstu bankar landsins hafa opnað slíka reikninga erlendis og fjölgar innlánum og viðskiptavinum hratt. Landsbankinn starfrækir Icesave-netreikningana í Bretlandi og Hollandi. Glitnir starfrækir Save and Save í Noregi og á Íslandi og loks Kaupþing Edge sem er starfrækt í tíu löndum í Evrópu. 6.8.2008 00:01
Ólíðandi að sveitarfélög fái ekki til sín hluta fjármagnstekjuskatts Það er ólíðandi að fólk geti sent börn sín í skóla, notað heilsugæslu og nýtt sér þjónustu sveitarfélaga án þess að borga útsvar, segir varaformaður fjárlaganefndar, Kristján Þór Júlíusson. 5.8.2008 18:49
Velta á fasteignamarkaði eykst milli júní og júlí Velta á fasteignamarkaði í jókst um 40 prósent milli júní og júlímánaða samkvæmt upplýsingum Fasteignamats ríkisins. 5.8.2008 16:43
Teymi hækkaði mest í Kauphöllinni Það var Teymi hf. sem leiddi hækkunina í Kauphöll Íslands í dag en félagið hækkaði um 4,65% og stendur gengi félagsins nú í 1,80. Exista hækkaði einnig um 1,67% en alls hækkuðu sjö félög. Century Aluminum Company lækkaði mest eða um 12,86%. 5.8.2008 16:23
Krónan styrkist töluvert Íslenska krónan styrktist töluvert í dag. Lækkaði gengisvísitalan um 1,6 prósent og stendur nú í 156,7 stigum. Dollarinn kostar nú 78,8 krónur, evran 121,9 krónur, breska pundið 153,9 krónur og danska krónan 16,3 krónur. 5.8.2008 16:22
Úrvalsvísitalan lækkar lítillega Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,13 prósent í dag og stendur nú 4133 stigum. Teymi hækkaði um 4,65 prósent, Exista um 1,67 prósent og Atlantic Airways um 0,39 prósent. Century Aluminium lækkaði um 12,9 prósent, Eik banki um 2,8 prósent og Færeyja banki um 2,13 prósent. 5.8.2008 16:18
Róbert hættir hjá Actavis - viðtal Greint var frá því fyrr í dag að Róbert Wessmann hygðist hætta sem forstjóri lyfjafyrirtækisins Actavis eftir tíu ára starf. 5.8.2008 16:12
Róbert: Kominn tími til að breyta til eftir tíu ár Róbert Wessman er hættur sem forstjóri hjá Actavis. Þetta staðfesti hann í samtali við Vísi nú fyrir skömmu. Aðspurður um ástæður þess að hann hættir svarar Róbert að hann sé með mikla hagsmuni í sínu eigin félagi, Salt Investments, og að tími hafi verið kominn á breytingar. 5.8.2008 14:45
Forstjóri B&L segir fyrirtækið í ágætis málum Haukur Guðjónsson forstjóri B&L segir fyrirtækið ekki eiga við frekari erfiðleika í rekstri en aðrir á markaðnum. Hann segir sögur þess efnis að rekstri verði hætt úr lausu lofti gripnar. Þvert á móti beri fyrirtækið sig vel og hafi selt ágætlega það sem af er ári. 5.8.2008 14:24
H.A.G. ehf tekur við Liebherr þjónustu af Mest H.A.G. ehf hefur tekið við þjónustu á Liebherr vélum og tækjum af Mest ehf. Liebherr var stofnað í Þýskalandi 1949 af Hans Liebherr og framleiddi í upphafi ódýra byggingarkrana. 5.8.2008 13:43
Krónubréf falla á gjalddaga í vikunni Krónubréf að nafnvirði 20 milljarðar króna að viðbættum vöxtum falla á gjalddaga í ágústmánuði, þar af 15 milljarðar næsta föstudag. 5.8.2008 11:29
Singer og Friedlander selur rekstur á sviði iðgjaldafjármögnunar Kaupthing Singer & Friedlander, dóturfélag Kaupþings, hefur selt rekstur sinn á sviði tryggingaiðgjaldafjármögnunar 5.8.2008 10:57
Krónan styrkist Krónan hefur styrkst um 0,66 prósent það sem af er degi en gengisvísitalan hefur lækkað sem því nemur og stendur nú í 158,22. Bandaríkjadalur stendur nú í tæpum áttatíu krónum, Danska krónan er í 16,61 og Evran er í 123,9 krónum. Breska pundið er í 157 krónum og fyrir sænsku krónuna fást 13 krónur íslenskar. 5.8.2008 10:51
Úrvalsvísitalan upp um 0,25 prósent Níu félög hafa hækkað í Kauphöllinni það sem af er degi og fimm hafa lækkað. Úrvalsvísitalan hefur hækkað lítillega, um 0,25 prósent. Eik Banki í Færeyjum hefur hækkað mest, um 5,42 prósent en af íslenskum félögum hefur Teymi hækkað mest, um 4,65 prósent. Á bakvið þá hækkun er þó lítil velta, rétt rúmar tuttugu þúsund krónur. Exista og SPRON fylgja í kjölfarið og hafa hvort um sig hækkað um. 5.8.2008 10:49
Minni ótti við kreppu á Íslandi Óttinn við fjármálakreppu á Íslandi hefur minnkað eftir að þrír stærstu bankarnir tilkynntu um afkomu sína á öðrum ársfjórðungi. Þetta segir í viðskiptablaðinu Financial Times. 4.8.2008 14:48
Forstjórar olíufélaganna með rúmar 90 milljónir í árslaun Samanlagðar árstekjur forstjóra þriggja stærstu olíufélaga á Íslandi nema tæpum 93 milljónum króna. 2.8.2008 16:38
Rekstraraðili Hans Petersen hefur lýst yfir gjaldþroti HP Farsímalagerinn, sem rekur verslanir Hans Petersen, hefur lýst yfir gjaldþroti. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Verslunum félagsins í Smáralind og Kringlunni hefur verið lokað. Nýtt félag, Verslanir Hans Petersen ehf, tók í gær við rekstri verslana á Laugavegi og Bankastræti og mun það félag geta tryggt hluta starfsmanna framtíðarstörf eins og segir á heimasíðu félagsins. 2.8.2008 17:42
Ætla að selja hluti í Skiptum Exista hefur samið við MP Fjárfestingarbanka og Kaupþing um undirbúning á sölu á hlutum í Skiptum, móðurfélagi Símans. Þetta kom fram í máli Erlendar Hjaltasonar, forstjóra Exista á kynningarfundi í gærmorgun vegna árshlutauppgjörs. 2.8.2008 08:45
Tap Exista 4,2 milljarðar króna Tap Exista á öðrum fjórðungi ársins nemur 38,4 milljónum evra (4,2 milljörðum króna) samkvæmt uppgjöri sem birt var í gær. Á sama tíma í fyrra hagnaðist félagið um 221,4 milljónir evra. 2.8.2008 06:00
Storebrand fært í bókum Exista Eignarhlutur Exista í Storebrand verði framvegis færður með í fjármálaþjónustu í reikningum félagsins í stað fjárfestingar. 2.8.2008 06:00
Líflegt í Kauphöllinni Líflegt var í Kauphöllinni í dag og námu viðskiptin nálægt fjórum milljörðum króna. Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,53 prósent og stendur nú í 4138 stigum. Glitnir hækkaði um 2,5 prósent eftir að félagið tilkynnti gott uppgjör í morgun. Exista hækkaði um 2,17 prósent og Atalnatic Airways hækkaði um 1,57 prósent. 1.8.2008 15:38
Af og frá að SPM sé tæknilega gjaldþrota „Þetta kemur kannski sumum á óvart,“ segir Sigurður Már Einarsson, stjórnarformaður Sparisjóðs Mýrarsýslu en lagt hefur verið til að stofnfé sjóðsins verði aukið um tvo milljarða og að eftir aukninguna ráði Kaupþing banki yfir 70 prósentum af hlutafé sjóðsins. Sparisjóðurinn er nú að fullu í eigu sveitarfélagsins Borgarbyggðar. 1.8.2008 12:38
Kaupþing með 70 prósenta hlut í SPM Stjórn Sparisjóðs Mýrasýslu hefur ákveðið að leggja til við fund stofnfjáreigenda að stofnfé sjóðsins verði aukið um 2 milljarða króna. Stjórnin leggur ennfremur til að Borgarbyggð falli frá rétti sínum til þess að skrá sig fyrir nýju stofnfé en verði þó áfram í hópi stofnfjáreigenda með um 20 prósent í sjóðnum. Kaupþing banki hefur skuldbundið sig til þess að skrá sig fyrir 1.750 milljónum og aðrir fjárfestar fyrir 250 milljónum. Þetta kemur fram í tilkynningu til Kauphallarinnar. Þar segir einnig að Kaupþing hafi jafnframt skuldbundið sig til þess að útvega SPM kaupanda að 8,73% eignarhlut Sparisjóðs Mýrasýslu í Icebank hf. 1.8.2008 11:28
Íbúðalánasjóður eykur við húsbréfaútgáfu sína Íbúðalánasjóður áætlar að gefa út á bilinu 47-51 milljarða kr. virði af íbúðabréfum á seinni hluta ársins og er það hækkun um 10-12 milljarða kr. frá fyrri áætlun. 1.8.2008 11:07
Mjög rólegt á hlutabréfamarkaði Viðskipti í Kauphöllinni fara mjög rólega af stað. Viðskipti hafa einungis átt sér stað með bréfum í fjórum fyrirtækjum. Gengisvísitalan hefur styrkst um 0,24 prósent og stendur nú í 4127 stigum. Exista hefur hækkað 1,55 prósent, Glitnir um 1,15 prósent og Landsbankinn um 0,44 prósent. Bréf Kaupþings lækka um 0,42 prósent. 1.8.2008 10:34
Krónan veikist lítillega Króna veikist lítillega í morgunsárið. Hefur gengisvísitalan hækkað um 0,14 prósent og stendur nú í 159 stigum. Evran kostar nú 123,7 krónur, dollarinn 79, 5 krónur, breska pundið 157 krónur og danska krónan 16,6 krónur. 1.8.2008 09:56
Tekjur ellefu hæstu bankamanna um 4 milljarðar á síðasta ári Bankamenn báru ekki skarðan hlut frá borði tekjulega séð á síðasta ári ef marka má álingarskrá skattsins sem lögð var fram í gær. Alls voru ellefu tekjuhæstu bankamenn landsins með rétt tæpa fjóra milljarða samtals á síðasta ári og höfðu allir yfir 20 milljónir í mánuði í tekjur. 1.8.2008 09:28
Hreiðar Már þénaði 62 milljónir á mánuði í fyrra Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, þénaði rétt tæpar 62 milljónir króna á mánuði í fyrra samkvæmt tekjublaði Frjálsrar verslunar sem kom út í morgun. Hreiðar Már ber höfuð og herðar yfir aðra Íslendinga. 1.8.2008 08:55
Glitnir skilar 7,6 milljarða kr. hagnaði Glitnis skilaði 7,6 milljarða kr. hagnaði eftir skatta á öðrum ársfjórðungi. Nemur hagnaður bankans á fyrri helmingi ársins því 15,4 milljörðum kr. eftir skatta. 1.8.2008 08:16