Viðskipti innlent

Forstjórar olíufélaganna með rúmar 90 milljónir í árslaun

Einar Benediktsson, forstjóri Olís, var tekjuhæstur forstjóranna þriggja.
Einar Benediktsson, forstjóri Olís, var tekjuhæstur forstjóranna þriggja.

Samanlagðar árstekjur forstjóra þriggja stærstu olíufélaga á Íslandi nema tæpum 93 milljónum króna.

Þeirra tekjuhæstur er Einar Benediktsson, forstjóri Olís, sem hefur rétt rúmar 34 milljónir í árslaun eða um 2,8 milljónir á mánuði. Næstur honum kemur Hermann Guðmundsson, forstjóri N1 með um 30 milljónir í árslaun og Gunnar Karl Guðmundsson forstjóri Skeljungs hefur tæpar 29 milljónir í árslaun.

Þetta kemur fram á tekjusíðu Vísis sem gefin var út í gær.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×