Urriðavöllur dýrastur 6. ágúst 2008 00:01 Grafarholtsvöllur er þriðji dýrasti völlur á Íslandi. Markaðurinn/Arnþór Urriðavöllur er dýrasti golfvöllur landsins árið 2008. Urriðavöllur er rekinn af Golfklúbbnum Oddi. Hringurinn á Urriðavelli kostar 7.400 krónur án afsláttar. Næstur í kjölfarið kemur Vífilsstaðavöllur Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Gjaldið þar er 7.000 krónur. Golfklúbbur Reykjavíkur, stærsti golfklúbbur landsins með þrjá átján holu velli og alls 2.750 meðlimi, hefur alla sína velli á topp tíu-listanum. Grafarholtsvöllur og Korpan eru í þriðja til fjórða sæti en Garðavöllur á Akranesi er í sjötta til níunda sæti. Ekki láta allir golfarar verðið á dýrasta golfvelli landsins stöðva sig. Nýverið spilaði Mel Gibson á Urriðavelli og lét sig ekki muna um að greiða fyrir sjö rástíma, 28 vallargjöld og þrjá golfbíla. Þar að auki greiddi hann fyrir leigu á fjórum golfsettum. Lauslega áætlað má telja að Gibson hafi greitt á milli 220 til 280 þúsund fyrir hringinn. Gibson vildi víst fá frið til að leika hringinn og bókaði því þrjá rástíma á undan og þrjá á eftir til að hafa næði til að spila. Ef til vill kippa stórstjörnur sér ekki upp við sjö þúsund króna vallargjald þegar vallargjaldið á dýrasta golfvelli í heimi er 500 dalir fyrir hringinn, andvirði 40.000 króna. Nú státa þrír vellir í Las Vegas í Bandaríkjunum þeirri nafnbót. Á Shadow Creek, sem lengstum hefur verið dýrasti golfvöllur í heimi, færðu ýmislegt þegar greitt er fyrir vallargjaldið. Innifalið í vallargjaldinu er ekki einungis leyfi til að spila á vellinum því kylfingar eru sóttir á limósínu á hótelið og þegar komið er á völlinn tekur einkakylfusveinn á móti kylfingnum og fylgir leikmanninum eftir á hringnum. Að loknum leik er leikmanninum loks ekið til baka til að fullkomna daginn. Félögum í golfklúbbum innan Golfsambands Íslands (GSÍ) hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár. Allt frá stofnun GSÍ árið 1942 hefur klúbbum og völlum fjölgað stöðugt. Í upphafi tilheyrðu einungis þrír vellir GSÍ, Golfklúbbur Akureyrar, Golfklúbbur Vestmannaeyja og Golfklúbbur Reykjavíkur. Hinn 1. október síðastliðinn voru 14.037 einstaklingar meðlimir innan golfklúbba sem eru aðilar að GSÍ. Alls er 61 klúbbur innan sambandsins og sem ráða samtals yfir 670 holum. GA og GV er fyrsta sérsamband innan Íþrótta-og ólympíusambands Íslands en í dag hefur 61 klúbbur aðild að sambandinu og hafa þeir aldrei verið fleiri. Markaðir Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira
Urriðavöllur er dýrasti golfvöllur landsins árið 2008. Urriðavöllur er rekinn af Golfklúbbnum Oddi. Hringurinn á Urriðavelli kostar 7.400 krónur án afsláttar. Næstur í kjölfarið kemur Vífilsstaðavöllur Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar. Gjaldið þar er 7.000 krónur. Golfklúbbur Reykjavíkur, stærsti golfklúbbur landsins með þrjá átján holu velli og alls 2.750 meðlimi, hefur alla sína velli á topp tíu-listanum. Grafarholtsvöllur og Korpan eru í þriðja til fjórða sæti en Garðavöllur á Akranesi er í sjötta til níunda sæti. Ekki láta allir golfarar verðið á dýrasta golfvelli landsins stöðva sig. Nýverið spilaði Mel Gibson á Urriðavelli og lét sig ekki muna um að greiða fyrir sjö rástíma, 28 vallargjöld og þrjá golfbíla. Þar að auki greiddi hann fyrir leigu á fjórum golfsettum. Lauslega áætlað má telja að Gibson hafi greitt á milli 220 til 280 þúsund fyrir hringinn. Gibson vildi víst fá frið til að leika hringinn og bókaði því þrjá rástíma á undan og þrjá á eftir til að hafa næði til að spila. Ef til vill kippa stórstjörnur sér ekki upp við sjö þúsund króna vallargjald þegar vallargjaldið á dýrasta golfvelli í heimi er 500 dalir fyrir hringinn, andvirði 40.000 króna. Nú státa þrír vellir í Las Vegas í Bandaríkjunum þeirri nafnbót. Á Shadow Creek, sem lengstum hefur verið dýrasti golfvöllur í heimi, færðu ýmislegt þegar greitt er fyrir vallargjaldið. Innifalið í vallargjaldinu er ekki einungis leyfi til að spila á vellinum því kylfingar eru sóttir á limósínu á hótelið og þegar komið er á völlinn tekur einkakylfusveinn á móti kylfingnum og fylgir leikmanninum eftir á hringnum. Að loknum leik er leikmanninum loks ekið til baka til að fullkomna daginn. Félögum í golfklúbbum innan Golfsambands Íslands (GSÍ) hefur fjölgað jafnt og þétt undanfarin ár. Allt frá stofnun GSÍ árið 1942 hefur klúbbum og völlum fjölgað stöðugt. Í upphafi tilheyrðu einungis þrír vellir GSÍ, Golfklúbbur Akureyrar, Golfklúbbur Vestmannaeyja og Golfklúbbur Reykjavíkur. Hinn 1. október síðastliðinn voru 14.037 einstaklingar meðlimir innan golfklúbba sem eru aðilar að GSÍ. Alls er 61 klúbbur innan sambandsins og sem ráða samtals yfir 670 holum. GA og GV er fyrsta sérsamband innan Íþrótta-og ólympíusambands Íslands en í dag hefur 61 klúbbur aðild að sambandinu og hafa þeir aldrei verið fleiri.
Markaðir Mest lesið Telja vegið að eignarrétti Sýnar Viðskipti innlent Örgleði (ekki öl-gleði) Atvinnulíf Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telja vegið að eignarrétti Sýnar Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Sjá meira