Viðskipti innlent

Úrvalsvísitalan upp um 0,25 prósent

Níu félög hafa hækkað í Kauphöllinni það sem af er degi og fimm hafa lækkað. Úrvalsvísitalan hefur hækkað lítillega, um 0,25 prósent. Eik Banki í Færeyjum hefur hækkað mest, um 5,42 prósent en af íslenskum félögum hefur Teymi hækkað mest, um 4,65 prósent. Á bakvið þá hækkun er þó lítil velta, rétt rúmar tuttugu þúsund krónur. Exista og SPRON fylgja í kjölfarið og hafa hvort um sig hækkað um.

Century Aluminum hefur lækkað mest í dag, eða um 3,24 prósent og Föroya Banki hefur lækkað um 2, 13 prósent. Velta í Kauphöllinni nemur 80 milljónum það sem af er degi. Þar af eru mestu viðskipti með bréf í Glitni, um 47 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×