Viðskipti innlent

H.A.G. ehf tekur við Liebherr þjónustu af Mest

H.A.G. ehf hefur tekið við þjónustu á Liebherr vélum og tækjum af Mest ehf. Liebherr var stofnað í Þýskalandi 1949 af Hans Liebherr og framleiddi í upphafi ódýra byggingarkrana.

Fyrirtækið hefur vaxið gríðarlega og nú vinna um 25.000 manns hjá fyrirtækinu í yfir 100 löndum. Auk byggingarkrananna framleiðir Liebherr, ýmsar gerðir vinnuvéla, steypustöðva og kranabíla. H.A.G. ehf hefur um áratuga skeið þjónustað vörubíla- og vinnuvélaeigendur á Íslandi.

Í upphafi einbeitti fyrirtækið sér að innflutningi varahluta í Caterpillar, Komatsu, MAN og Mercedes-Benz sem er enn í dag ein af undirstöðum fyrirtækisins en fljótlega bættist við innflutningur á hverskonar tækjum og búnaði fyrir jarðvinnu- og byggingarverktaka.

H.A.G. ehf er meðal annars umboðsaðili fyrir Doosan vinnuvélar, MSB vökvafleyga, Geith skóflur og hraðtengi, Hatz mótora, Bridgestone gúmmíbelti og Kolbenschmidt vélavarahluti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×