Viðskipti innlent

Teymi hækkaði mest í Kauphöllinni

Árni Pétur Jónsson forstjóri Teymis.
Árni Pétur Jónsson forstjóri Teymis.

Það var Teymi hf. sem leiddi hækkunina í Kauphöll Íslands í dag en félagið hækkaði um 4,65% og stendur gengi félagsins nú í 1,80. Exista hækkaði einnig um 1,67% en alls hækkuðu sjö félög. Century Aluminum Company lækkaði mest eða um 12,86%.

Atlantic Airways hækkaði um 0,39% og Marel Food Systems um 0,36%. Eik Banki lækkaði um 2,80% og Færeyski bankinn um 2,13%.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,13% og stendur nú í rúmum 4.133 stigum. Krónan styrktist sem því nemur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×