Viðskipti innlent

Stefnumörkun er forsendan

Óli Kristján Ármannsson skrifar
Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar.
Trúverðug langtímastefnumörkun er forsenda þess að náð verði tökum á aðsteðjandi vanda í efnahagslífinu, að mati Árna Páls Árnasonar, þingmanns Samfylkingarinnar.

Hann segir óvíst með ávinning af því kostnaðarsama ferli að búa krónunni umgjörð sem dugir til langframa og telur einsýnt að hér verði að taka upp evrópskt myntsamstarf, hvort sem það verður með sérsamningum eða eftir forskrift Evrópusambandsins.

Árni Páll segir að þótt sums staðar þar sem stjórnarumgjörð sé veikari þurfi stjórnmálamenn að sækja á ný umboð til að taka á nýjum aðstæðum. Hér sé hefðin önnur og hann treysti ríkisstjórninni til að marka nýja langtímastefnu með hliðsjón af nýjum aðstæðum.

Sjá síðu 13 í Markaðnum í dag






Fleiri fréttir

Sjá meira


×