Viðskipti innlent

Ætla að selja hluti í Skiptum

Guðný Helga Herbertsdóttir og Óli Kristján Ármannsson skrifar
Erlendur Hjaltason.
Erlendur Hjaltason.
Exista hefur samið við MP Fjárfestingarbanka og Kaupþing um undirbúning á sölu á hlutum í Skiptum, móðurfélagi Símans. Þetta kom fram í máli Erlendar Hjaltasonar, forstjóra Exista á kynningarfundi í gærmorgun vegna árshlutauppgjörs.

Salan er sögð liður í að auka breidd í hlutahafahópi félagsins, en Exista verður áfram kjölfestufjárfestir. Ekki á þó að hefja söluna fyrr betra jafnvægi verður komið á hlutabréfamarkaði.

Þá hafa eignir Exista í fjarskiptum og upplýsingatækni verið sameinaðar Skiptum með þeim hætti að Skipti kaupa 8,25 prósenta hlut í eignarhaldsfélagi sem á 39 prósent í T-Mobile Czech Republic (TMCZ) og 100 prósent í Ceske Radiokommunkace (CRa).










Fleiri fréttir

Sjá meira


×