Fleiri fréttir

Bankarnir borga ekki í láni ríkisins

Bankarnir vilja ekki taka þátt í kostnaði við erlendar lántökur ríkissjóðs. Ríkið hefur ekki beðið þá um það. Bankarnir verði að bjóðast til þess. Viðskiptaráðherra segir ráðast af kostnaði við lántöku hvort bankarnir taki þátt í honum.

Nýsir selur Konditori

„Við erum að endurskipuleggja fyrirtækið og ætlum að einblína á kjarnastarfsemi sem snýr að rekstri og umsjón fasteigna. Veitingahúsarekstur var ekki hluti af kjarnastarfsemi,“ segir Höskuldur Ásgeirsson, forstjóri fasteigna- og fjárfestingarfélagsins Nýsis.

Þórður í lok dags

Þórður Jónasson hjá Askar Capital var gestur Sindra Sindrasonar þættinum Í lok dags í dag. Smelltu á hlekkinn hér að ofan til að sjá viðtalið.

Gengi Færeyjabanka hækkaði mest í dag

Gengi hlutabréfa í Færeyjabanka hækkaði mest á síðasta viðskiptadegi vikunnar í Kauphöll Íslands í dag, eða um 2,86 prósent. Gengi bréfa í 365, Eimskipafélaginu, Atlantic Airways og FL Group hækkaði um rúmt prósent. Bréf í SPRON, Össuri, Atlantic Petroleum, Icelandair og Marel hækkaði um minna en prósent.

Sund fær 1,2% hlut í Glitni fyrir FL -bréf

Sund ehf. og tengd félög eiga nú 6,13% í Glitni eftir að hafa skipt á bréfum sínum í FL Group fyrir bréf í Glitni eins og samið var um þegar FL Group var skráð af markaði.

Verkfræðistofur sameinast

Verkfræðifyrirtækin Raftæknistofan, Línuhönnun og Verkfræðistofan Afl eru að sameinast. Sameiningin var tilkynnt á starfsmannafundi fyrr í morgun og má búast við tilkynningu frá fyrirtækjunum seinna í dag, samkvæmt heimildum Markaðarins.

Forstjóri Atorku færði 342 milljónir kr. milli félaga

Magnús Jónsson, forstjóri Atorku Group, færði í gær bréf í félaginu fyrir 342 milljónir kr. milli félaga í sinni eigu. Um var ræða rúmlega 48 milljónir hluta á genginu 6,98 sem voru í eigu Móatúns, einkahlutafélags Magnúsar.

Hafna margfaldri kreditkortaþóknun

„Það er andstætt góðum viðskiptaháttum að lauma kortum inn á markaðinn með þeim hætti sem hér virðist hafa verið á hafður,“ segir í bréfi Samtaka verslunar og þjónustu (SVÞ), sem félagsmenn fengu í hendur um miðjan mánuðinn.

Bréf Bakkavarar féllu um þrjú prósent

Gengi hlutabréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hækkaði um 2,64 prósent á fremur rólegum degi í Kauphöllinni í dag. Á sama tíma féllu bréf Bakkavarar um rétt tæp 3,2 prósent.

Spölur úr hagnaði í tap

Spölur, sem rekur Hvalfjarðargöngin, tapaði 146 milljónum króna á fyrsta ársfjórðungi samanborið við 67 milljóna króna hagnað á sama tíma í fyrra. Fyrstu þrír mánuðir ársins var annar fjórðungurinn í bókum Spalar en árinu lýkur þar í enda september ár hvert. Á fyrri hluta ársins tapaði félagið 169 milljónum króna samanborið við 89 milljóna króna hagnað árið á undan.

Samningar í gangi við seðlabanka Englands og Evrópu

Samningaviðræður eru nú í gangi við seðlabanka bæði Englands og Evrópu um lántöku til að styrkja gjaldeyrisvarasjóð Seðlabanka Íslands. Sem kunnugt er af fréttum hefur ríkisstjórnin farið fram á 500 milljarða kr. lántökuheimild á alþingi til þessa og reiknað er með að heimildin verði samþykkt í dag.

Ólafur segir það versta yfirstaðið í efnahagslífinu

Íslenskt efnahagslíf hefur gengið í gegnum erfitt tímabil að undanförnu, en það versta er yfirstaðið. Þetta er skoðun Ólafs Ísleifssonar prófessors við Háskólann í Reykjavík, en hann hélt framsögu á hádegisfundi Norden i Fokus í Stokkhólmi í gær.

Össurarbréf ein á uppleið

Gengi hlutabréfa í stoðtækjafyrirtækinu Össur hefur hækkað um 0,41 prósent það sem af er dags í Kauphöll Íslands. Viðskiptadagurinn byrjaði á afar rólegum nótum. Bréf fyrirtækisins eru þau einu sem hafa hækkað. Þrjú hafa lækkað á sama tíma en önnur standa í stað.

Landsbankinn opnar Icesave í Hollandi

Í dag hefur Landsbankinn innlánastarfsemi á netinu á meginlandi Evrópu með opnun Icesave í Hollandi. Á komandi ári mun Landsbankinn sækja inn á fleiri evrópska markaði og opnun Icesave í Hollandi er fyrsta skrefið í þá átt.

Jón Bjarki í lok dags

Jón Bjarki Bendtsson sérfræðingur í Greiningu Glitnis var gestur Sindra Sindrasonar í þættinum Í lok dags í dag. Smelltu á hlekkinn hér að ofan til þess að sjá viðtalið.

Gríðarleg velta á skuldabréfum slær ýmis met í maí

Gríðarleg velta hefur verið á skuldabréfamarkaði það sem af er ári og hafa ýmis met fallið í maí. Í fyrsta lagi er veltan í maímánuði orðin sú mesta í sögunni en hún er komin yfir 684 milljarða kr..

Færeyjabanki hækkaði mest í dag

Gengi bréfa í Færeyjabanka hækkaði mest í Kauphöll Íslands í dag, eða um 1,62 prósent. Sprettur var í Kauphöllinni í byrjun dags og leiddi SPRON hækkanalestina fyrst um sinn þegar gengið spratt upp um þrjú prósent. Þróunin jafnaði sig þegar á leið og nam hækkun bréfa í SPRON 1,1 prósenti.

Spá nánast engum hagvexti á þessu og næsta ári

Greinginardeild Glitnis segir í nýrri þjóðhagsspá sinni að tveggja ára stöðnunarskeið í íslensku efnahagslífi sé hafið og á því tímabili muni hagkerfið ná jafnvægi eftir hraðan hagvöxt og þenslu síðustu ára.

Vanskil útlána að aukast í fyrsta sinn síðan 2002

Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman tölur um vanskil útlána hjá innlánsstofnunum miðað við lok mars 2008 og samanburð við næstu ársfjórðunga á undan. Sýna tölurnar að vanskilin eru að aukast í fyrsta sinn frá árinu 2002.

Viðræður Kaupþings og SPRON enn í fullum gangi

Jónas Sigurgeirsson upplýsingafulltrúi Kaupþings segir að viðræður mili Kaupþings og SPRON um sameiningu séu í fullum gangi. „Við munum á næstunni gera grein fyrir stöðunni í þessum viðræðum,“ segir Jónas í samtali við Vísi.

Gengi SPRON tekur stökkið

Gengi hlutabréfa í SPRON stökk upp um rétt rúm þrjú prósent í upphafi viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands í dag. Þetta er mesta hækkun á markaðnum það sem af er dags. Úrvalsvísitalan hefur sömuleiðis hækkað lítillega. Þróunin er í samræmi við hækkun á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag.

Koma á fót milljarðasjóði til að fjárfesta í nýsköpun

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins, stóru bankarnir þrír og stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa komist að samkomulagi um að koma á fót sérstökum sjóði til að fjárfesta í nýsköpunar- og sprotafyrirtækjum sem þykja vænleg til vaxtar og útrásar.

Með ólæknandi flugdellu

Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital, hefur frá unga aldri haft mikinn flugáhuga. Upp á síðkastið hefur hann meðal annars flogið utan með starfsfólk sitt, aðallega til að sinna viðskiptaerindum Saga Capital.

Úr reykfylltu bakherbergi

Gagnsæisbylting hefur átt sér stað undanfarin ár meðal seðlabanka heimsins. Margir sérfræðingar telja næsta skref að auka gagnsæi vaxtaákvarðana Seðlabanka Íslands. Björn Þór Arnarson ræðir við sérfræðinga og fer yfir málið.

Nálgast sársaukamörk Kauphallar?

Útlit er fyrir allnokkra fækkun félaga í Kauphöll Íslands. FL Group, Flaga, Vinnslustöðin, Icelandic Group, Skipti og Tryggingamiðstöðin bíða öll afskráningar. Gangi svo eftir samruni Kaupþings og SPRON fækkar um eitt til.

Vinaböndin traust frá Rússlandsárunum

Raddir eru uppi um að kalt sé á milli þeirra Björgólfsfeðga og Magnúsar Þorsteinssonar, fyrrverandi Samsonarmanns, og ekki útilokað að vinátta þeirra sé öll. Brotthvarf Magnúsar úr stjórn Icelandic Group fyrir um hálfum mánuði var sagt síðasta skrefið. Me

Bankahólfið: Stærsta lán allra tíma

Fregnum af útspilum stjórnvalda og Seðlabankans til stuðnings íslensku fjármálakerfi hefur verið vel tekið á markaði; fyrst gjaldeyrisskiptasamningum við þrjá norræna seðlabanka og nú síðast lagafrumvarpi fjármálaráðherra um heimild ríkissjóðs til að taka allt að 500 milljarða króna að láni í útlöndum í því skyni að efla gjaldeyrisforðann.

Erlendur fjárfestir kaupir fyrir 5,6 milljarða í Alfesca

Stjórn Alfesca hefur tilkynnt að náðst hafi samkomulag við sterkan erlendan fjárfesti um að hann kaupi nýtt hlutafé í félaginu að verðmæti 5,6 milljarða íslenskra króna og eignist þar með 12,6% hlut í félaginu.

Stefnir Glitni vegna starfslokasamnings Bjarna

Á fimmtudag verður þingfest mál Vilhjálms Bjarnasonar, hluthafa í Glitni, gegn fyrrverandi stjórn bankans. Málið höfðar Vilhjálmur vegna starfslokasamnings sem stjórnin gerði við Bjarna Ármannsson fyrrverandi forstjóra.

Sjá næstu 50 fréttir