Viðskipti innlent

Stefnir Glitni vegna starfslokasamnings Bjarna

Bjarni Ármannsson
Bjarni Ármannsson

Á fimmtudag verður þingfest mál Vilhjálms Bjarnasonar, hluthafa í Glitni, gegn fyrrverandi stjórn bankans. Málið höfðar Vilhjálmur vegna starfslokasamnings sem stjórnin gerði við Bjarna Ármannsson fyrrverandi forstjóra.

Þegar Bjarni lét að störfum hjá bankanum samþykkti stjórnin að Glitnir myndi kaupa hluti hans í bankanum á 29 krónur á hlut en sama dag var meðalverð á hlutnum í Kauphöll Íslands 26,6 krónur.

Vilhjálmur hefur ritað bankanum bréf og farið fram á skaðbætur í samræmi við hlut sinn í bankanum vegna þessa en því var hafnað. Hann ákvað þess í stað að höfða skaðabótamál sem eins og fyrr segir verður þingfest á fimmtudag.

Vilhjálmur krefst þess að honum verði greiddar 2 milljónir króna í skaðabætur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×