Fleiri fréttir

Hækkun og lækkun í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Kaupþingi hefur hækkað um rúm tvö prósent frá því viðskipti hófust í Kauphöllinni í dag. Gengi hlutabréfa sem þar eru skráð hafa bæði hækkað og lækkað. Mesta lækkunin er á gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélaginu Atlantic Petroleum, en það hefur lækkað um rúm þrjú prósent.

Krónan veikist lítillega

Gengi krónunnar hefur veikst um 1,65 prósent á gjaldeyrismarkaði það sem af er dags og stendur gengisvísitalan í 154,25 stigum. Krónan styrktist um 3,5 prósent eftir snarpa stýrivaxtahækkun Seðlabankans í gær.

Um 1.600 iPhone-símar í notkun hér

iPhone-símum frá Apple hefur fjölgað mikið hérlendis frá því síðasta haust. Þá voru hér 40 tæki í notkun. Íslendingur er fjórum sinnum líklegri en Dani til að eiga iPhone.

Eru ósammála um túlkun IFRS-reglna

Kaupþing telur einsýnt, samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilareglum (IFRS) og anda laga um ársreikninga, að starfrækslumynt bankans eigi að vera önnur en króna.

Fjallað um fórnarkostnað eigin myntar

Viðskipti við útlönd myndu fyrstu árin aukast um 9 til 23 prósent við aðild Íslands að Myntbandalagi Evrópu. Líklegt er að aukningin yrði mun meiri til langs tíma litið. Þetta er niðurstaða rannsókna sem kynntar voru á ráðstefnunni „Er Ísland hagkvæmt myntsvæði“

Í útilegu með öll þægindi

„Á sumrin er aðaláhugamál mitt ferðalög innanlands með fjölskyldunni,“ segir Björgvin Barðdal, framkvæmdastjóri Seglagerðarinnar Ægis. „Uppáhaldsstaðurinn er Skvísuvík við Selsund við Heklurætur. Þar er stórbrotið landslag og áhugaverðar gönguleiðir um hraunið sem fjölskyldan er dugleg að þræða.

Traust og hreinskilni mikilvægt í umrótinu

„Hræringar á fjármálamörkuðum reyna á stjórnendur og undir­strikar mikilvægi þess að sýna hreinskilni og fela ekkert fyrir hluthöfum,“ segir dr. Eric Weber, aðstoðarskólastjóri IESE-viðskiptaháskólans í Barcelona á Spáni. Skólinn hefur verið í efsta sæti á lista Financial Times yfir bestu viðskiptaháskóla Evrópu undanfarin fimm ár.

Bankahólfið: Brosir breitt

Tímasetningar skipta ávallt miklu máli í fjárfestingum. Einn fjárfestir sem fór mikinn á árinu 2006 má eiga það að hann hefur tímasett sölu á hlutabréfum vel. Margir muna eftir umsvifum Sigurðar Bollasonar, meðal annars í FL Group og Dagsbrún, sem var móðurfélag Vodafone og 365 miðla.

Megum eyða milljarði á ári

„Þjóðhagslegur ávinningur af því að tryggja opið aðgengi að opin­berum gögnum er margfaldur á við mögulegar leyfistekjur og kostnað,“ segir Hjálmar Gíslason, tæknistjóri hjá Já – Upplýsingaveitum. Hjálmar flutti á dögunum erindi um nýsköpun og mikilvægi aðgengis að opinberum gagnasöfnum.

Áhugi á póker eykst

Fjölmargir Íslendingar spila póker sér til dægrastyttingar. Lítill peningur er í spilunum en netspilarar geta hagnast dável.

Þriðjungur búa með lán í erlendri mynt

Bændur hafa, eins og aðrir atvinnurekendur, fært sig undanfarin ár í auknum mæli yfir í erlend lán, að sögn Jónasar Bjarnasonar, forstöðumanns Hagþjónustu landbúnaðarins.

Smáríki búa við meiri gengissveiflur

Verðbólgusveiflur myndu líkast til hjaðna við inngöngu í stærra myntbandalag. Smáríki og nýmarkaðsríki gætu líka náð meiri árangri í baráttu við verðbólgu með gagnsærri og trúverðugri peningamálastefnu.

Íslenskt fyrirtæki hlýtur farsímaverðlaun

Vara frá farsíma-aukahluta fyrirtækinu Strax, sem er í eigu Íslendinga, var á dögunum valin Uppfinning Ársins (Innovative Product of the Year), á The Mobile News Awards í London. Umhverfisvæna hleðslutækið (The Green Charger) frá Strax notar enga raforku þegar sími er ekki tengdur við tækið, ólíkt öllum öðrum hleðslutækjum fyrir farsíma á markaðinum í dag.

Úrvalsvísitalan aldrei hækkað jafnmikið á einum degi

Hlutabréf í Kauphöll Íslands hækkuðu umtalsvert í dag og enn fremur styrktist gengi krónunnar allnokkuð. Alls hækkaði úrvalsvísitalan um 6,16 prósent og stendur hún nú í 4.835 stigum. Hefur vísitalan aldrei hækkað jafnmikið á einum degi. Þórður Friðjónsson segir þetta glæsilegar fréttir.

Stjórnarmaður í SPRON selur hluti fyrir 100 milljónir

Ari Bergmann Einarsson, stjórnarmaður í SPRON, seldi í dag hlut í SPRON fyrir um 103 milljónir króna. Um var að ræða 25 milljónir hluta á genginu 4,125. Það var Arol ehf., eignarhaldsfélag í eigu Ara og konu hans, sem seldi bréfin. Félagið á tæplega 31 milljón hluta í SPRON eftir viðskiptin.

Kaupþing hefur hækkað um 8,09%

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 4,68% og stendur nú í tæpum 214 stigum. Kaupþing hefur hækkað um 8,09%, eða 41 milljarð að markaðsvirði. Marel hefur hækkað um 5,47% og Føroya Banki um 3,57%. Glitnir banki hefur hækkað um 3,42%. Skipti hefur lækkað um 12,17%

Segir Seðlabankann kominn í sjálfheldu

„Það drýpur ekkert af mér hrifningin," sagði Vilhjálmur Egilsson um síðustu vaxtahækkun Seðlabankans, en bankinn hækkaði vexti í 15% í morgun.

Veiking krónunnar kallaði á hærri vexti

Stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans kemur ekki á óvart í ljósi breyttra aðstæðna á markaði og veikingu krónunnar á undanförnum dögum, að sögn Lárusar Welding, forstjóra Glitnis.

Stýrivaxtahækkun kemur ekki á óvart

Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningadeildar Glitnis, segir að stýrivaxtahækkun Seðlabankans komi ekki á óvart, en bankinn hækkaði vexti um 1,25% í morgun og eru þeir nú í 15%. „Þetta er það eina sem þeir geta gert í stöðunni. Þeir hafa ekki önnur tæki," segir Ingólfur. Hann bendir á að verðbólguhorfur hafi versnað talsvert og verðbólgumarkmið Seðlabankans sé því meira úr augsýn en það hafi verið áður.

Krónan styrkist við opnun gjaldeyrismarkaða

Krónan hefur styrkst um 2,04% við opnun gjaldeyrismarkaða. Bandaríkjadalur stendur nú í rúmum 78 krónum. Sterlingspund er í tæpum 156 krónum og dönsk króna í 16,3. Evran er svo í 119.

3,6 milljarða viðskipti með bréf í Kaupþingi

Nú í morgun var 0,67% hlutur í Kaupþingi seldur fyrir tæpa 3,6 milljarða. Gengið í viðskiptunum var 715 sem er 4,9% yfir gengi bréfa í bankanum við lokun markaða síðastliðinn miðvikudag.

Kolsvart útlit eða ljós í myrkrinu

Hrun íslensku krónunnar í síðustu viku hefur vakið athygli fjölmiðla bæði í Bretlandi og Bandaríkjunum. Telegraph líkir Íslandi við eitraðan vogunarsjóð en Wall Street Journal segir ástandið ekki jafnslæmt og margir vilji að láta.

713 milljarðar gufað upp í Kauphöllinni frá áramótum

Verðmæti 17 íslenskra fyrirtækja í Kauphöllinni hefur rýrnað um 712,7 milljarða frá áramótum. Mest hefur virði Kaupþings minnkað eða um 148 milljarða. Tvö önnur fyrirtæki, Exista og FL Group, hafa þurft að horfa upp á meira en hundrað milljarða gufa upp frá áramótum.

Stjórnendur Exista ráðfærðu sig ekki við ráðherra

Stjórnendur Exista ráðfærðu sig ekki við Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra áður en þeir ákváðu að gera yfirtökutilboð í Skipti, móðurfélag Símans. Í fréttum Ríkisútvarpsins í gær var greint frá því að viðskiptaráðherra ætli að láta kanna hvort Exista sé heimilt að greiða fyrir bréf í Skiptum með nýjum hlutabréfum í sjálfu sér.

S&P lækkar mögulega lánshæfismat Glitnis

Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor's tilkynnti í dag að það hefði tekið lánshæfismat Glitnis til skoðunar með möguleika á lækkun. S&P staðfestir lánshæfismat langtíma- og skammtímaskuldbindinga.

Mikilvægast að draga úr viðskiptahalla

Skörp lækkun krónunnar kemur sér illa fyrir efnahagslífið og skuldsett heimili að mati Ingimundar Friðrikssonar seðlabankastjóra. Hann telur mikilvægast að draga úr viðskiptahalla til að rétta þjóðarskútuna af.

Kaupþing hækkar í Svíþjóð en íslenski markaðurinn lokaður

Gengi bréfa í Kaupþingi hefur hækkað um 4,4 prósent í OMX-kauphöllinni í Stokkhólmi í Svíþjóð í dag og gengi bréfa í finnska fjármálafyrirtækinU Sampo, sem Exista á tæpan fimmtungshlut í, lækkað um 1,1 prósent, í kauphöllinni í Helsinki í Finnlandi. Á sama tíma eru engin viðskipti með hlutabréf hér enda hlutabréfamarkaðurinn lokaður vegna Skírdagsins.

FL lækkaði um 21% í vikunni

Þessa stutta vika hefur verið svört fyrir FL Group og Exista. Frá opnun markaða á mánudagsmorgun hefur FL Group lækkað um 21% og hefur markaðsverðið farið úr 113 milljörðum í 87.

Viðsnúningur á síðustu metrunum

Talsverður viðsnúningur varð á gengi hlutabréfa undir lok viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Gengi Skipta, móðurfélags Símans, féll um rúm þréttan prósent á fyrsta degi frá útboðsgengi.

Úrvalsvísitalan fellur - átta mánuðir frá hæsta gildi

Sléttir átta mánuðir voru í gær síðan Úrvalsvísitalan fór í sitt hæsta gildi áður en hún tók að falla. Vísitalan stóð í 9.016 stigum 18. júlí í fyrra. Hún hefur fallið um 5,7 prósent í dag í mikilli lækkanahrinu og hefur því fallið um rúmlega 51 prósent síðan þá. Samkvæmt þessu þarf hún að hækka um 105 prósent eigi hún að ná sömu hæðum og fyrir átta mánuðum síðan.

Mátti búast við gengislækkun

Án aðhalds Seðlabankans hefði verðbólgan farið úr böndum fyrir löngu síðan, sagði Ingimundur Friðriksson seðlabankastjóri í hádegisviðtali Stöðvar 2.

Markaðsaðstæður útilokuðu að Skipti gætu verið á markaði

Það var ekki ekki grundvöllur fyrir eðlilega verðmyndun á hlutabréfum í Skiptum og því var ákveðið að taka félagið af markaði, að sögn Erlends Hjaltasonar, forstjóra Exista. Exista gerði yfirtökutilboð í Skiptum, móðurfélag Símans, í dag.

Sjá næstu 50 fréttir