Viðskipti innlent

Kaupþing upp um tæp 6% við opnun Kauphallar

Kaupþing byrjar vel í Kauphöllinni í dag.
Kaupþing byrjar vel í Kauphöllinni í dag.

Gengi bréfa í Kaupþingi hefur hækkað um 5,88% nú við opnun Kauphallar í morgun og stendur í 720. Úrvalsvísitalan hækkaði um 3,22%.

Gengi bréfa í FL Group hefur hækkað um 2,79% og stendur í 6,63 og gengi Exista hefur hækkað um 1,9%.

Bankarnir virðast hafa haft gott af stýrivaxtahækkun Seðlabankans því gengi bréfa í SPRON hækkaði um 3,68%, gengi bréfa í Glitni um 2,8% og í Landsbankanum um 2,55%.

Skipti lækkaði um 12,02% við opnun markaða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×