Fleiri fréttir Lítilmagninn í mynddiskastríðinu Flestir vita af keppni HD DVD og Blu-Ray mynddiskastaðlanna um peninga neytenda, en færri vita af þriðja keppandanum í stríðinu, HD VMD. Fyrirtækið New Medium Enterprises (NME) hefur þróað disk sem notar hefðbundna DVD-tækni en hefur nóg geymslupláss fyrir háskerpuefni eins og er á HD DVD og Blu-Ray diskum. 31.8.2007 18:50 iPhone tekinn úr lás en bannaður á Íslandi Þrátt fyrir að tekist hafi að opna lásinn í iPhone þannig að hægt sé að nota símann í öðrum símkerfum en bandarískum munu Íslendingar eiga erfitt með að nota hann hér á landi. Hann hefur ekki CE-merkingu og er því bannaður á Íslandi. 31.8.2007 18:18 Finnur græddi 400 milljónir á Icelandair Finnur Ingólfsson græddi 400 milljónir, þegar ekki er tekið tillit til fjármagnskostnaðar, er hann seldi öll sín hlutabréf í Icelandair Group í verulega flóknum viðskiptum í dag. Finnur, sem hefur verið stjórnarformaður Icelandair Group, segir í samtali við Vísi að hann gangi svakalega sáttur frá borði. 31.8.2007 18:02 Finnur farinn úr Icelandair Group Finnur Ingólfsson, stjórnarformaður Icelandair Group, hefur selt 15,5 prósenta hlut sinn í félaginu. Við söluna hverfur hann úr stjórn félagsins. Meðalgengi viðskiptana var 31,5 á hlut. 31.8.2007 17:08 Hagnaður SPM nærri þrefaldast Sparisjóður Mýrasýslu skilaði tæplega 2,4 milljarða króna hagnaði á fyrri helmingi ársins. Þannig þrefaldaðist hagnaðurinn nærri því milli ár en hann var um 900 milljónir á sama tímabili í fyrra. 31.8.2007 17:05 Hagnaður SPRON eykst um 286 prósent Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) hagnaðist um 10,1 milljarð króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við rúma 2,6 milljarða króna á sama tíma í fyrra. Þetta jafngildir 286 prósenta aukningu á milli ára. 31.8.2007 16:30 Gengi Landsbankans í hæstu hæðum Úrvalsvísitalan hækkaði lítillega við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag en það er í takti við þróun á hlutabréfamörkuðum víða um heim. Landsbankinn leiðir hækkunina hér en gengi bréfa í bankanum hækkaði um 1,22 prósent. Það stendur nú í 41,45 krónum á hlut og hefur aldrei verið hærra. Á móti lækkaði gengi 365 um 3,16 prósent. Það stendur í 2,67 krónum á hlut og hefur aldrei verið lægra. 31.8.2007 16:05 Hagnaður Rarik ohf 107 milljónir króna Hagnaður Rariks ohf. nam 107 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Rarik var stofnað um Rafmagnsveitur ríkisins og dótturfélags þess, Orkusöluna, og eru ekki sýndar samanburðartölur við fyrra ár þar sem ekki var gert hefðbundið milliuppgjör fyrir fyrstu sex mánuði þess árs, heldur var gert lokauppgjör Rafmagnsveitunnar í lok júlí í fyrra. 31.8.2007 15:40 Egla hagnast um rúma 23 milljarða króna Talsverður viðsnúningur varð á afkomu Eglu hf., sem er að stærstum hluta í eigu Ólafs Ólafssonar í Samskipum, á fyrstu sex mánuðum ársins en hagnaðurinn á tímabilinu nam tæpum 23,1 miljarði króna samanborið við 899 milljóna króna tap á sama tíma í fyrra. 31.8.2007 15:20 Spá stýrivaxtalækkun í maí á næsta ári Von er á fleiri slæmum fréttum ytra vegna undirmálslána (e. sub prime loans) í Bandaríkjunum. Flest bendir þó til að sjálf lausafjárkrísan hafi gengið yfir þótt áfram megi búast við einhverjum óstöðugleika og háu áhættuálagi. Þetta segir greiningardeild Kaupþings í greiningu sinni um áhrif undirmálskrísunnar á Íslandi. Deildin telur Seðlabankann ekki lækka stýrivexti fyrr en í maí á næsta ári. 31.8.2007 14:03 Hagnaður HS 2,7 milljarðar króna Hitaveita Suðurnesja hagnaðist um 2.720 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er 352 milljónum króna meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra. Rétt rúmur helmingur af tekjum félagsins er kominn til vegna raforkusölu til Norðuráls og eingreiðslu frá Bandaríkjastjórn vegna uppsagnar hennar á samningi um kaup á orku til varnarliðsins. 31.8.2007 11:54 Samið vegna útibús Kaupþings í Noregi Fjármálaeftirlitið (FME) og Kredittilsynet i Noregi hafa undirritað samstarfssamning vegna starfsemi útibús Kaupþings í Noregi. Bankinn hefur sótt um aðild að innistæðutryggingasjóði norskra banka (Bankenes sikringsfond) en það er gert til að tryggja að viðskiptavinir bankans í Noregi njóti sömu innistæðutryggingar og viðskiptavinir norskra innlánsstofnana. 31.8.2007 11:26 Besti hagnaður í sögu SPK Hagnaður Sparisjóðs Kópavogs nam 811 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samborið við 96 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þetta er 754,7 prósenta aukning á milli ára og sá langbesti en viðlíka hagnaður hefur aldrei sést í bókum sjóðsins. Tímabilið var sjóðnum einstaklega hagfellt og hagnaður langt umfram áætlanir 31.8.2007 10:55 Exista tekur 43 milljarða lán Exista hefur tekið sambankalán fyrir fimm hundruð milljónir evra, jafnvirði rúmra 43 milljarða íslenskra króna. Fjárhæðinni verður varið til afjármögnunar á eldri lánum. Veruleg umframeftirspurn var hjá bankastofnunum að taka þátt í láninu og var fjárhæðin því hækkuð um 300 milljónir króna. 31.8.2007 09:27 Vöruskiptahallinn minnkar milli ára Vöruskipti voru óhagstæð um 14,8 milljarða króna í síðasta mánuði samanborið við 16,2 milljarða í sama mánuði í fyrra. Mismunurinn nemur 1,4 milljörðum króna. Þetta þýðir að á fyrstu sjö mánuðum ársins voru vöruskipti 34,4, milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma í fyrra. 31.8.2007 09:11 N1 hagnast um 839 milljónir króna N1 hagnaðist um 839 milljónir króna á fyrri helmingi ársins samanborið við 266 milljóna króna tap á sama tímabili í fyrra. N1 varð til á árinu með sameiningu Olíufélagsins Esso og Bílanausts og tengdra félaga undir. 30.8.2007 16:37 Nærri 13 milljarða króna viðsnúningur hjá Orkuveitunni Orkuveita Reykjavíkur hagnaðist um tæplega 8,2 milljarða króna á fyrri helmingi þessa árs. Þetta þýðir að um 13 milljarða króna viðsnúningur varð á rekstri félagsins sem tapaði 4,7 milljörðum á sama tímabili í fyrra. 30.8.2007 16:23 Hagnaður Byrs jókst um rúmt 521 prósent Hagnaður Byrs sparisjóðs nam rúmum 4,3 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 698,6 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þetta er 521,7 prósenta aukning á milli ára. Byr varð til með sameiningu Sparisjóðs vélstjóra og Sparisjóðs Hafnarfjarðar 1. desember í fyrra. 30.8.2007 14:03 Fjör í krónubréfaútgáfunni Greiningardeild Glitnis segir mikið fjör vera hlaupið í krónubréfaútgáfu. Deildin segir stóra gjalddaga krónubréfa framundan og því von á mikilli spurn eftir nýjum bréfum ef fjárfestar hyggjast viðhalda fjárfestingu sinni í íslenskum vöxtum. Deildin segir þróunina ráðast af áhættusækni erlendra fjárfesta sem hafi keypt krónubréf undanfarin misseri. 30.8.2007 11:43 Nýr yfir fjármálasviði hjá Atorku Arnar Már Jóhannesson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Atorku Group. Arnar hefur starfað sem sérfræðingur í fjárfestingarverkefnum hjá Atorku. 30.8.2007 11:08 Samson tapaði 3,2 milljörðum króna Eignarhaldsfélagið Samson, sem er í eigu Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar, tapaði 3,2 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við rúma 12 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra. Móðurfélag Samson á 41,37 prósent af heildarhlutafé Landsbankans. 30.8.2007 10:07 IMF telur horfur íslenska hagkerfisins góðar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur horfur íslenska hagkerfisins mjög góðar en í þeim endurspeglist opnir og sveigjanlegir markaðir, traust stofnanaverk og skynsamleg nýting náttúruauðlinda. Á sama tíma hefur í uppsveiflu síðustu ára byggst upp ójafnvægi af áður óþekktri stærð og hvetur sjóðurinn til aukins aðhalds hins opinbera til að ná tökum á þenslu og eftirspurn í hagkerfinu. 30.8.2007 09:45 Peningaskápurinn Það er ekki öldungis rétt sem fram hefur komið í fjölmiðlum að SPRON sé fyrsti sparisjóðurinn sem verður hlutafélag. Tveir aðrir sparisjóðir eru nefnilega hlutafélög, nb.is-sparisjóður hf. (Netbankinn) og Sparisjóður Kaupþings hf. Þeir „sluppu" nefnilega í gegn áður en núgildandi lögum um sparisjóði var breytt árið 2004 sem margir vilja meina að hafi verið sett til höfuðs Kaupþingi og SPRON. 30.8.2007 00:01 Aldrei fleiri með Icelandair en í júlí 218 þúsund farþegar flugu með Icelandair í áætlunarflugi í síðasta mánuði og er það mesti fjöldi farþega sem flugfélagið hefur í einum mánuði í 70 ára sögu þess. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að farþegunum hafi fjölgað um 5 prósent frá því í sama mánuði í fyrra en þá voru þeir 207 þúsund. 29.8.2007 17:18 Verðbólgan fari í sex prósent í upphafi næsta árs Greiningardeild Landsbankans býst við hækkandi verðbólgu næstu mánuði sem nái hámarki í byrjun næsta árs þegar hún verði sex prósent. 29.8.2007 17:07 Smávægileg lækkun í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa lækkaði lítillega við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Litlu munaði að vísitalan endaði á sléttu en lækkunin nemur 0,02 prósentum og endaði hún í 8.173 stigum. Gengi bréfa í Tryggingamiðstöðinni hækkaði mest en bréf í Föroya Banka lækkaði mest. 29.8.2007 15:46 Kaupþing spáir aukinni verðbólgu Greiningardeild Kaupþings spáir því að vísitala neysluverð muni hækka um 1,3 prósent í september. Við það hækkar verðbólgan úr 3,4 prósentum í 4,2 prósent. Deildin telur líkur á að umsvif á fasteignamarkaði muni kólna fljótt í ljósi hækkandi vaxtakjara og erfiðara aðgengi að lánsfé og reiknar með að verðbólgumarkmið Seðlabankans náist eftir tvö ár. 29.8.2007 14:49 Aukinn hagnaður hjá Stoðum Hagnaður fasteignafélagsins Stoða, sem á og leigir út fasteignir hér á landi og í Danmörku, nam 4.336 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 4.186 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Í næstu viku liggja fyrir niðurstöður af yfirtökutilboði félagsins í danska fasteignafélagið Keops. Gangi tilboðið eftir verða Stoðir eitt af stærstu fasteignafélögum Norðurlanda. 29.8.2007 13:08 Straumur-Burðaráss orðinn viðskiptabanki Fjármálaeftirlitið veitti Straumi-Burðarás Fjárfestingabanka starfsleyfi sem viðskiptabanki í gær. Meginbreytingin felst í því að hér eftir hefur Straumur Burðarás heimild til þess að taka við innlánum frá viðskiptavinum og eru íslensku viðskiptabankarnir því orðnir fimm talsins. 29.8.2007 12:33 Líkur á hægari útlánavexti Hægt hefur lítillega á útlánavexti ýmissa lánafyrirtækja það sem af er ári þrátt fyrir nokkra aukningu í júní og júlí. Greiningardeild Glitnis telur líkur á að dýrara fjármagn og líkur á verra aðgengi að lánsfé muni draga frekar úr útlánavexti. 29.8.2007 11:26 Hækkun og lækkun á hlutabréfamörkuðum Gengi hlutabréfavísitalna hefur sveiflast nokkuð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag en margar þeirra stóðu á rauðu við opnun viðskipta. Vísitölurnar hafa hækkað lítillega í helstu löndum að Danmörku og Frakklandi undanskildu. Ísland virðist fylgja þeim en Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,2 prósent það sem af er dags. Gengi bréfa í Eimskipafélaginu hefur lækkað mest í Kauphöllinni í morgun. 29.8.2007 11:09 Hagnaður eykst hjá Sparisjóði Vestfirðinga Hagnaður Sparisjóðs Vestfirðinga nam 822 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 217 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þetta er tæp fjórföldun á milli ára. Tekið er fram í árshlutauppgjöri sjóðsins að við innleiðingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla hækkaði eigið fé hans um 512 milljónir króna. 29.8.2007 10:41 Landsbankinn á 10% í Kauphöllinni í Ósló Landsbankinn hefur eignast tíu prósenta hlut í Oslo Børs Holding ASA, eignarhaldsfélagi Kauphallarinnar í Ósló. Markaðsvirði Oslo Børs Holding nam tæpum fjörutíu milljörðum króna í gærmorgun og er hlutur Landsbankans því metinn á um fjóra milljarða króna. 29.8.2007 09:54 Einhliða evruvæðing ekki úr myndinni Getur verið að einhliða evruvæðing Íslands sé raunhæfur kostur? Óli Kristján Ármannsson sat fyrir helgi ráðstefnu RSE, rannsóknamiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál, þar sem margir frummælendur voru þeirrar skoðunar. Um þetta eru þó skiptar skoðanir. 29.8.2007 06:00 Krónubréf fella ekki gengið ein og sér Útgáfa krónubréfa er ein birtingarmynd þeirrar alþjóðavæðingar sem gengið hefur yfir íslenska hagkerfið undanfarin ár, að mati Stefáns Þórs Sigtryggssonar sérfræðings hjá Spron. 29.8.2007 06:00 Vinna hafin við átöppunarverksmiðju Jón Ólafsson, stjórnarformaður Icelandic Water Holdings, tók fyrstu skóflustunguna að nýrri 6.600 fermetra átöppunarverksmiðju félagsins í Þorlákshöfn á föstudag. 29.8.2007 05:30 Erlendir hluthafar horfnir úr eigendahópi Straums Erlendir fjárfestar sem eignuðust hlut í Straumi við sölu FL Group í fyrra hafa selt hlut sinn í félaginu. 29.8.2007 05:30 Yfirdráttur heimila minni en talið var Yfirdráttarlán heimila jukust minna í júlí en upphaflegar tölur bentu til. Í lok júlí námu þau 71,2 milljörðum króna í stað 75,6 milljarða króna eins og áður var talið. Þetta sýna endurskoðaðar tölur frá Seðlabanka Íslands og segir frá í Hálf fimm fréttum Kaupþings. 29.8.2007 05:15 Hagnaður í smákökum Og enn um litlu fjárfestana því ekki þarf nema örlitla þekkingu á hlutabréfaviðskiptum til að sjá að stórhættulegt er að eyða hugsanlegum framtíðarhagnaði af hlutabréfadílum langt fram í tímann. Litlu fjárfestarnir sem komu ferskir inn á hlutabréfamarkað í niðursveiflunni geta hins vegar huggað sig við að bregði til beggja vona í hagnaðartökunni þá eigi þeir víst sæti á hluthafafundum. 29.8.2007 05:00 Að ganga á vatni Viðskipti eru öðrum þræði list. Þetta var niðurstaða mín þar sem ég stóð úti í miðri laxveiðiánni sem loksins er byrjuð að gefa eftir þurrkasumarið mikla. 29.8.2007 05:00 Húsnæðis- bréfakrísan lán í óláni Michael Enthoven, forstjóri hins hollenska NIBC banka sem Kaupþing yfirtók á dögunum, segir húsnæðiskrísuna í Bandaríkjunum hafa reynst lán í óláni fyrir bankann. 29.8.2007 04:45 Einfalda þarf lagaumhverfi sparisjóða Nýrri nefnd sem Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur sett á stofn er ætlað er að fara yfir lagaumhverfi sparisjóðanna og gera tillögur til breytinga. Björgvin segir nauðsynlegt að einfalda ýmislegt í þeim kafla löggjafarinnar um fjármálafyrirtæki sem lýtur að sparisjóðunum. Greiða þurfi þeim leið til breytinga, þegar kemur að hlutafélagavæðingu, verslun með stofnbréf, útgáfu nýs stofnfjár og fleira. 29.8.2007 04:45 Litlu fjárfestarnir Líkamsræktarstöð World Class í Laugum í Reykjavík hefur löngum þótt helsti viðkomustaður flotta fólksins. Búningsklefinn í Laugum sem veitir aðgang að baðstofunni þykir flottastur. 29.8.2007 04:30 Smærri fjárfestum fækkar hlutfallslega Svo virðist sem hlutfall smærri fjárfesta í Kauphöll Íslands hafi minnkað á þessu ári. Dagleg velta í Kauphöll Íslands nemur að meðaltali 10.798 milljónum króna á mánuði. Hún hefur aukist um 36 prósent frá tímabilinu janúar til ágúst í fyrra. Hins vegar hefur fjöldi daglegra viðskipta dregist saman á tímabilinu. Þau voru 539 að meðaltali á mánuði í fyrra en eru nú 515 það sem af er ári. 29.8.2007 03:45 Aldurinn skiptir máli Hollenska iðnsamstæðan Stork N.V. blés til hluthafafundar að beiðni breska fjárfestingasjóðsins Candover til að kynna yfirtökutilboð sjóðsins í samstæðuna. Candover-menn þóttu á fundinum heldur gera í brækurnar þegar fulltrúi sjóðsins kaus að taka ekki til máls eða svara spurningum hluthafa um fyrirætlan með yfirtökunni. 29.8.2007 03:00 Sjá næstu 50 fréttir
Lítilmagninn í mynddiskastríðinu Flestir vita af keppni HD DVD og Blu-Ray mynddiskastaðlanna um peninga neytenda, en færri vita af þriðja keppandanum í stríðinu, HD VMD. Fyrirtækið New Medium Enterprises (NME) hefur þróað disk sem notar hefðbundna DVD-tækni en hefur nóg geymslupláss fyrir háskerpuefni eins og er á HD DVD og Blu-Ray diskum. 31.8.2007 18:50
iPhone tekinn úr lás en bannaður á Íslandi Þrátt fyrir að tekist hafi að opna lásinn í iPhone þannig að hægt sé að nota símann í öðrum símkerfum en bandarískum munu Íslendingar eiga erfitt með að nota hann hér á landi. Hann hefur ekki CE-merkingu og er því bannaður á Íslandi. 31.8.2007 18:18
Finnur græddi 400 milljónir á Icelandair Finnur Ingólfsson græddi 400 milljónir, þegar ekki er tekið tillit til fjármagnskostnaðar, er hann seldi öll sín hlutabréf í Icelandair Group í verulega flóknum viðskiptum í dag. Finnur, sem hefur verið stjórnarformaður Icelandair Group, segir í samtali við Vísi að hann gangi svakalega sáttur frá borði. 31.8.2007 18:02
Finnur farinn úr Icelandair Group Finnur Ingólfsson, stjórnarformaður Icelandair Group, hefur selt 15,5 prósenta hlut sinn í félaginu. Við söluna hverfur hann úr stjórn félagsins. Meðalgengi viðskiptana var 31,5 á hlut. 31.8.2007 17:08
Hagnaður SPM nærri þrefaldast Sparisjóður Mýrasýslu skilaði tæplega 2,4 milljarða króna hagnaði á fyrri helmingi ársins. Þannig þrefaldaðist hagnaðurinn nærri því milli ár en hann var um 900 milljónir á sama tímabili í fyrra. 31.8.2007 17:05
Hagnaður SPRON eykst um 286 prósent Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) hagnaðist um 10,1 milljarð króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við rúma 2,6 milljarða króna á sama tíma í fyrra. Þetta jafngildir 286 prósenta aukningu á milli ára. 31.8.2007 16:30
Gengi Landsbankans í hæstu hæðum Úrvalsvísitalan hækkaði lítillega við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag en það er í takti við þróun á hlutabréfamörkuðum víða um heim. Landsbankinn leiðir hækkunina hér en gengi bréfa í bankanum hækkaði um 1,22 prósent. Það stendur nú í 41,45 krónum á hlut og hefur aldrei verið hærra. Á móti lækkaði gengi 365 um 3,16 prósent. Það stendur í 2,67 krónum á hlut og hefur aldrei verið lægra. 31.8.2007 16:05
Hagnaður Rarik ohf 107 milljónir króna Hagnaður Rariks ohf. nam 107 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Rarik var stofnað um Rafmagnsveitur ríkisins og dótturfélags þess, Orkusöluna, og eru ekki sýndar samanburðartölur við fyrra ár þar sem ekki var gert hefðbundið milliuppgjör fyrir fyrstu sex mánuði þess árs, heldur var gert lokauppgjör Rafmagnsveitunnar í lok júlí í fyrra. 31.8.2007 15:40
Egla hagnast um rúma 23 milljarða króna Talsverður viðsnúningur varð á afkomu Eglu hf., sem er að stærstum hluta í eigu Ólafs Ólafssonar í Samskipum, á fyrstu sex mánuðum ársins en hagnaðurinn á tímabilinu nam tæpum 23,1 miljarði króna samanborið við 899 milljóna króna tap á sama tíma í fyrra. 31.8.2007 15:20
Spá stýrivaxtalækkun í maí á næsta ári Von er á fleiri slæmum fréttum ytra vegna undirmálslána (e. sub prime loans) í Bandaríkjunum. Flest bendir þó til að sjálf lausafjárkrísan hafi gengið yfir þótt áfram megi búast við einhverjum óstöðugleika og háu áhættuálagi. Þetta segir greiningardeild Kaupþings í greiningu sinni um áhrif undirmálskrísunnar á Íslandi. Deildin telur Seðlabankann ekki lækka stýrivexti fyrr en í maí á næsta ári. 31.8.2007 14:03
Hagnaður HS 2,7 milljarðar króna Hitaveita Suðurnesja hagnaðist um 2.720 milljónir króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er 352 milljónum króna meiri hagnaður en á sama tíma í fyrra. Rétt rúmur helmingur af tekjum félagsins er kominn til vegna raforkusölu til Norðuráls og eingreiðslu frá Bandaríkjastjórn vegna uppsagnar hennar á samningi um kaup á orku til varnarliðsins. 31.8.2007 11:54
Samið vegna útibús Kaupþings í Noregi Fjármálaeftirlitið (FME) og Kredittilsynet i Noregi hafa undirritað samstarfssamning vegna starfsemi útibús Kaupþings í Noregi. Bankinn hefur sótt um aðild að innistæðutryggingasjóði norskra banka (Bankenes sikringsfond) en það er gert til að tryggja að viðskiptavinir bankans í Noregi njóti sömu innistæðutryggingar og viðskiptavinir norskra innlánsstofnana. 31.8.2007 11:26
Besti hagnaður í sögu SPK Hagnaður Sparisjóðs Kópavogs nam 811 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samborið við 96 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þetta er 754,7 prósenta aukning á milli ára og sá langbesti en viðlíka hagnaður hefur aldrei sést í bókum sjóðsins. Tímabilið var sjóðnum einstaklega hagfellt og hagnaður langt umfram áætlanir 31.8.2007 10:55
Exista tekur 43 milljarða lán Exista hefur tekið sambankalán fyrir fimm hundruð milljónir evra, jafnvirði rúmra 43 milljarða íslenskra króna. Fjárhæðinni verður varið til afjármögnunar á eldri lánum. Veruleg umframeftirspurn var hjá bankastofnunum að taka þátt í láninu og var fjárhæðin því hækkuð um 300 milljónir króna. 31.8.2007 09:27
Vöruskiptahallinn minnkar milli ára Vöruskipti voru óhagstæð um 14,8 milljarða króna í síðasta mánuði samanborið við 16,2 milljarða í sama mánuði í fyrra. Mismunurinn nemur 1,4 milljörðum króna. Þetta þýðir að á fyrstu sjö mánuðum ársins voru vöruskipti 34,4, milljörðum króna hagstæðari en á sama tíma í fyrra. 31.8.2007 09:11
N1 hagnast um 839 milljónir króna N1 hagnaðist um 839 milljónir króna á fyrri helmingi ársins samanborið við 266 milljóna króna tap á sama tímabili í fyrra. N1 varð til á árinu með sameiningu Olíufélagsins Esso og Bílanausts og tengdra félaga undir. 30.8.2007 16:37
Nærri 13 milljarða króna viðsnúningur hjá Orkuveitunni Orkuveita Reykjavíkur hagnaðist um tæplega 8,2 milljarða króna á fyrri helmingi þessa árs. Þetta þýðir að um 13 milljarða króna viðsnúningur varð á rekstri félagsins sem tapaði 4,7 milljörðum á sama tímabili í fyrra. 30.8.2007 16:23
Hagnaður Byrs jókst um rúmt 521 prósent Hagnaður Byrs sparisjóðs nam rúmum 4,3 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 698,6 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þetta er 521,7 prósenta aukning á milli ára. Byr varð til með sameiningu Sparisjóðs vélstjóra og Sparisjóðs Hafnarfjarðar 1. desember í fyrra. 30.8.2007 14:03
Fjör í krónubréfaútgáfunni Greiningardeild Glitnis segir mikið fjör vera hlaupið í krónubréfaútgáfu. Deildin segir stóra gjalddaga krónubréfa framundan og því von á mikilli spurn eftir nýjum bréfum ef fjárfestar hyggjast viðhalda fjárfestingu sinni í íslenskum vöxtum. Deildin segir þróunina ráðast af áhættusækni erlendra fjárfesta sem hafi keypt krónubréf undanfarin misseri. 30.8.2007 11:43
Nýr yfir fjármálasviði hjá Atorku Arnar Már Jóhannesson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá Atorku Group. Arnar hefur starfað sem sérfræðingur í fjárfestingarverkefnum hjá Atorku. 30.8.2007 11:08
Samson tapaði 3,2 milljörðum króna Eignarhaldsfélagið Samson, sem er í eigu Björgólfs Guðmundssonar og Björgólfs Thors Björgólfssonar, tapaði 3,2 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við rúma 12 milljarða króna hagnað á sama tíma í fyrra. Móðurfélag Samson á 41,37 prósent af heildarhlutafé Landsbankans. 30.8.2007 10:07
IMF telur horfur íslenska hagkerfisins góðar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur horfur íslenska hagkerfisins mjög góðar en í þeim endurspeglist opnir og sveigjanlegir markaðir, traust stofnanaverk og skynsamleg nýting náttúruauðlinda. Á sama tíma hefur í uppsveiflu síðustu ára byggst upp ójafnvægi af áður óþekktri stærð og hvetur sjóðurinn til aukins aðhalds hins opinbera til að ná tökum á þenslu og eftirspurn í hagkerfinu. 30.8.2007 09:45
Peningaskápurinn Það er ekki öldungis rétt sem fram hefur komið í fjölmiðlum að SPRON sé fyrsti sparisjóðurinn sem verður hlutafélag. Tveir aðrir sparisjóðir eru nefnilega hlutafélög, nb.is-sparisjóður hf. (Netbankinn) og Sparisjóður Kaupþings hf. Þeir „sluppu" nefnilega í gegn áður en núgildandi lögum um sparisjóði var breytt árið 2004 sem margir vilja meina að hafi verið sett til höfuðs Kaupþingi og SPRON. 30.8.2007 00:01
Aldrei fleiri með Icelandair en í júlí 218 þúsund farþegar flugu með Icelandair í áætlunarflugi í síðasta mánuði og er það mesti fjöldi farþega sem flugfélagið hefur í einum mánuði í 70 ára sögu þess. Fram kemur í tilkynningu frá félaginu að farþegunum hafi fjölgað um 5 prósent frá því í sama mánuði í fyrra en þá voru þeir 207 þúsund. 29.8.2007 17:18
Verðbólgan fari í sex prósent í upphafi næsta árs Greiningardeild Landsbankans býst við hækkandi verðbólgu næstu mánuði sem nái hámarki í byrjun næsta árs þegar hún verði sex prósent. 29.8.2007 17:07
Smávægileg lækkun í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa lækkaði lítillega við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Litlu munaði að vísitalan endaði á sléttu en lækkunin nemur 0,02 prósentum og endaði hún í 8.173 stigum. Gengi bréfa í Tryggingamiðstöðinni hækkaði mest en bréf í Föroya Banka lækkaði mest. 29.8.2007 15:46
Kaupþing spáir aukinni verðbólgu Greiningardeild Kaupþings spáir því að vísitala neysluverð muni hækka um 1,3 prósent í september. Við það hækkar verðbólgan úr 3,4 prósentum í 4,2 prósent. Deildin telur líkur á að umsvif á fasteignamarkaði muni kólna fljótt í ljósi hækkandi vaxtakjara og erfiðara aðgengi að lánsfé og reiknar með að verðbólgumarkmið Seðlabankans náist eftir tvö ár. 29.8.2007 14:49
Aukinn hagnaður hjá Stoðum Hagnaður fasteignafélagsins Stoða, sem á og leigir út fasteignir hér á landi og í Danmörku, nam 4.336 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 4.186 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Í næstu viku liggja fyrir niðurstöður af yfirtökutilboði félagsins í danska fasteignafélagið Keops. Gangi tilboðið eftir verða Stoðir eitt af stærstu fasteignafélögum Norðurlanda. 29.8.2007 13:08
Straumur-Burðaráss orðinn viðskiptabanki Fjármálaeftirlitið veitti Straumi-Burðarás Fjárfestingabanka starfsleyfi sem viðskiptabanki í gær. Meginbreytingin felst í því að hér eftir hefur Straumur Burðarás heimild til þess að taka við innlánum frá viðskiptavinum og eru íslensku viðskiptabankarnir því orðnir fimm talsins. 29.8.2007 12:33
Líkur á hægari útlánavexti Hægt hefur lítillega á útlánavexti ýmissa lánafyrirtækja það sem af er ári þrátt fyrir nokkra aukningu í júní og júlí. Greiningardeild Glitnis telur líkur á að dýrara fjármagn og líkur á verra aðgengi að lánsfé muni draga frekar úr útlánavexti. 29.8.2007 11:26
Hækkun og lækkun á hlutabréfamörkuðum Gengi hlutabréfavísitalna hefur sveiflast nokkuð á hlutabréfamörkuðum í Evrópu í dag en margar þeirra stóðu á rauðu við opnun viðskipta. Vísitölurnar hafa hækkað lítillega í helstu löndum að Danmörku og Frakklandi undanskildu. Ísland virðist fylgja þeim en Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,2 prósent það sem af er dags. Gengi bréfa í Eimskipafélaginu hefur lækkað mest í Kauphöllinni í morgun. 29.8.2007 11:09
Hagnaður eykst hjá Sparisjóði Vestfirðinga Hagnaður Sparisjóðs Vestfirðinga nam 822 milljónum króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við 217 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þetta er tæp fjórföldun á milli ára. Tekið er fram í árshlutauppgjöri sjóðsins að við innleiðingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla hækkaði eigið fé hans um 512 milljónir króna. 29.8.2007 10:41
Landsbankinn á 10% í Kauphöllinni í Ósló Landsbankinn hefur eignast tíu prósenta hlut í Oslo Børs Holding ASA, eignarhaldsfélagi Kauphallarinnar í Ósló. Markaðsvirði Oslo Børs Holding nam tæpum fjörutíu milljörðum króna í gærmorgun og er hlutur Landsbankans því metinn á um fjóra milljarða króna. 29.8.2007 09:54
Einhliða evruvæðing ekki úr myndinni Getur verið að einhliða evruvæðing Íslands sé raunhæfur kostur? Óli Kristján Ármannsson sat fyrir helgi ráðstefnu RSE, rannsóknamiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál, þar sem margir frummælendur voru þeirrar skoðunar. Um þetta eru þó skiptar skoðanir. 29.8.2007 06:00
Krónubréf fella ekki gengið ein og sér Útgáfa krónubréfa er ein birtingarmynd þeirrar alþjóðavæðingar sem gengið hefur yfir íslenska hagkerfið undanfarin ár, að mati Stefáns Þórs Sigtryggssonar sérfræðings hjá Spron. 29.8.2007 06:00
Vinna hafin við átöppunarverksmiðju Jón Ólafsson, stjórnarformaður Icelandic Water Holdings, tók fyrstu skóflustunguna að nýrri 6.600 fermetra átöppunarverksmiðju félagsins í Þorlákshöfn á föstudag. 29.8.2007 05:30
Erlendir hluthafar horfnir úr eigendahópi Straums Erlendir fjárfestar sem eignuðust hlut í Straumi við sölu FL Group í fyrra hafa selt hlut sinn í félaginu. 29.8.2007 05:30
Yfirdráttur heimila minni en talið var Yfirdráttarlán heimila jukust minna í júlí en upphaflegar tölur bentu til. Í lok júlí námu þau 71,2 milljörðum króna í stað 75,6 milljarða króna eins og áður var talið. Þetta sýna endurskoðaðar tölur frá Seðlabanka Íslands og segir frá í Hálf fimm fréttum Kaupþings. 29.8.2007 05:15
Hagnaður í smákökum Og enn um litlu fjárfestana því ekki þarf nema örlitla þekkingu á hlutabréfaviðskiptum til að sjá að stórhættulegt er að eyða hugsanlegum framtíðarhagnaði af hlutabréfadílum langt fram í tímann. Litlu fjárfestarnir sem komu ferskir inn á hlutabréfamarkað í niðursveiflunni geta hins vegar huggað sig við að bregði til beggja vona í hagnaðartökunni þá eigi þeir víst sæti á hluthafafundum. 29.8.2007 05:00
Að ganga á vatni Viðskipti eru öðrum þræði list. Þetta var niðurstaða mín þar sem ég stóð úti í miðri laxveiðiánni sem loksins er byrjuð að gefa eftir þurrkasumarið mikla. 29.8.2007 05:00
Húsnæðis- bréfakrísan lán í óláni Michael Enthoven, forstjóri hins hollenska NIBC banka sem Kaupþing yfirtók á dögunum, segir húsnæðiskrísuna í Bandaríkjunum hafa reynst lán í óláni fyrir bankann. 29.8.2007 04:45
Einfalda þarf lagaumhverfi sparisjóða Nýrri nefnd sem Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur sett á stofn er ætlað er að fara yfir lagaumhverfi sparisjóðanna og gera tillögur til breytinga. Björgvin segir nauðsynlegt að einfalda ýmislegt í þeim kafla löggjafarinnar um fjármálafyrirtæki sem lýtur að sparisjóðunum. Greiða þurfi þeim leið til breytinga, þegar kemur að hlutafélagavæðingu, verslun með stofnbréf, útgáfu nýs stofnfjár og fleira. 29.8.2007 04:45
Litlu fjárfestarnir Líkamsræktarstöð World Class í Laugum í Reykjavík hefur löngum þótt helsti viðkomustaður flotta fólksins. Búningsklefinn í Laugum sem veitir aðgang að baðstofunni þykir flottastur. 29.8.2007 04:30
Smærri fjárfestum fækkar hlutfallslega Svo virðist sem hlutfall smærri fjárfesta í Kauphöll Íslands hafi minnkað á þessu ári. Dagleg velta í Kauphöll Íslands nemur að meðaltali 10.798 milljónum króna á mánuði. Hún hefur aukist um 36 prósent frá tímabilinu janúar til ágúst í fyrra. Hins vegar hefur fjöldi daglegra viðskipta dregist saman á tímabilinu. Þau voru 539 að meðaltali á mánuði í fyrra en eru nú 515 það sem af er ári. 29.8.2007 03:45
Aldurinn skiptir máli Hollenska iðnsamstæðan Stork N.V. blés til hluthafafundar að beiðni breska fjárfestingasjóðsins Candover til að kynna yfirtökutilboð sjóðsins í samstæðuna. Candover-menn þóttu á fundinum heldur gera í brækurnar þegar fulltrúi sjóðsins kaus að taka ekki til máls eða svara spurningum hluthafa um fyrirætlan með yfirtökunni. 29.8.2007 03:00