Fleiri fréttir

Marorka færir út kvíarnar

Hátæknifyrirtækið Marorka og svissneska fyrirtækið Aqua­metro hafa gert með sér samstarfssamning um markaðssetningu á eldsneytisstjórnunarkerfi fyrir skip. Skrifað var undir samstarfssamninginn á föstudaginn var. Eldsneytis­stjórnunarkerfið er staðlað kerfi sem hentar öllum tegundum skipa sem ganga fyrir svartolíu.

Fyrstu lýðheilsufræðingarnir útskrifaðir

Læknir, félagsfræðingur, líffræðingur, viðskiptafræðingur og kennari eru meðal þeirra fimmtán sem útskrifuðust sem lýðheilsufræðingar frá Háskólanum í Reykjavík síðastliðinn laugardag. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir hitt þrjá hinna nýútskrifuðu meistara.

Hagnaður Unibrew dregst saman

Velta Royal Unibrew, sem FL Group á um fjórðungs hlut í, jókst um 13% milli ára og nam 1.826 milljón Dkr, eða um 20 milljörðum kr. á fyrstu 6 mánuðum ársins. Hagnaður fyrir skatt dróst hins vegar saman og nam um 37,5 milljónum Dkr. eða um 400 milljónum kr. samanborið við 45,9 milljónum Dkr, eða um 500 milljónum kr. á fyrstu 6 mánuðum síðasta árs. Vegvísir Landsbankans greinir frá.

Rauður dagur að mestu í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa lækkaði nokkuð við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa í Flögu lækkaði mest, eða um rúm fjögur prósent. Einungis gengi bréfa í Marel og Atorku hækkaði en gengi annarra félaga ýmist lækkaði eða stóð í stað. Gengi Úrvalsvísitölunnar lækkaði 1,61 prósent og stendur hún í 8.171 stigi.

MP Fjárfestingabanki skilar metafkomu

MP Fjárfestingabanki skilaði methagnaði á fyrstu sex mánuðum arsins. Hagnaður nam 1.118 milljónum króna samanborið við 576,6 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þetta er 94 prósenta aukning á milli ára.

Íslenskir neytendur bjartsýnir

Órói á fjármálamörkuðum undanfarnar vikur virðist ekki slá á bjartsýni íslenskra neytenda. Þeir telja núverandi ástand í efnahags- og atvinnumálum afar gott, en eru nokkru svartsýnni á horfur að sex mánuðum liðnum. Þetta er meðal þess sem lesa má úr Væntingavísitölu Gallup sem birt var í morgun.

Teymi hefur hækkað mest í dag

Flaga Group hefur lækkað mest allra fyrirtækja það sem af er degi eða um 4,94% Straumur-Burðarás lækkaði um 1,94%. FL Group hefur lækkað um 1,52%. Exista um 1,47% og Atlantic Petroleum um 1,18%

Bjartsýni meðal neytenda þrátt fyrir óróa á fjármálamörkuðum

Órói á fjármálamörkuðum undanfarnar vikur virðist ekki slá á bjartsýni íslenskra neytenda ef marka má væntingavísitölu Gallups. Fram kemur í Morgunkorni Glitnis að að íslenskir neytendur telji núverandi ástand í efnahags- og atvinnumálum afar gott en eru nokkru svartsýnni á horfur að sex mánuðum liðnum.

Nefnd fari yfir lög um sparisjóði

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur ákveðið að skipa nefnd til þess að fara yfir gildandi lagaumhverfi sparisjóðanna og gera tillögur til breytinga eftir því sem þörf er á.

5,5 milljarða sveifla var hjá HB Granda

HB Grandi var rekinn með ríflega 2,9 milljarða króna hagnaði á fyrri hluta ársins sem er mikill viðsnúningur frá fyrra ári þegar félagið tapaði tæpum 2,6 milljörðum króna. Á öðrum ársfjórðungi skilaði útgerðin 527 milljóna króna hagnaði samanborið við 1.221 milljónar króna tap í fyrra.

Líkur á að LME ráðist í yfirtöku

Á hluthafafundi Stork í Hollandi í gær um yfirtöku Candover útilokaði talsmaður LME ekki eigin yfirtökutilboð. LME hefur lagt tæpa 44 milljarða í félagið.

Ríflega 700 milljóna króna hagnaður af rekstri Smáralindar

Hagnaður Smáralindar reyndist 735 milljónir króna á fyrri helmingi þessa árs. Þetta kemur fram í uppgöri sem sent var Kauphöll Íslands. Þar segir einnig að gestum Smáralindar hafi fjölgað um nærri fimm prósent frá fyrri helmingi síðasta árs.

Teymi hækkaði mest í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Teymi hefur hækkað langmest skráðra félaga í Kauphöllinni eða um 16 prósent síðustu sjö viðskiptadaga. Þar af hækkaði gengið um rúm sex prósent í dag. Á sama tíma bætti Úrvalsvísitalan við sig 0,26 prósentum en hún stendur nú í 8.305 stigum.

LME skoðar yfirtöku á Stork-samstæðunni

Marel hefur hug á að kaupa allt hlutafé hollensku iðnsamsteypunnar Stork en ekki einungis matvælavélavinnsluhluta hennar. Þetta kom fram á hluthafafundi í Stork sem fram fór í dag en lögmaður LME eignarhaldsfélags, sem Marel á fimmtungshlut í á móti Eyri Invest og Landsbankanum, sagði félagið skoða alla möguleika. Yfirtökutilboð sem gert hefur verið í Stork hljóðar upp á rúma 133 milljarða króna.

Spá aukinni verðbólgu

Greiningardeild Glitnis spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 1,2% milli ágúst og september. Gangi spáin eftir eykst ársverðbólga úr 3,4% í 4,1%. Verðbólga var 6,9% í upphafi árs og lækkaði jafnt og þétt og náði lágmarki í 3,4% í ágúst. Margt kemur til sem veldur mikilli hækkun í september.

Eimskip losar sig endanlega út úr AAT

Eimskipafélag Íslands hefur gengið endanlega frá sölu á 49 prósenta hlut sínum í Avion Aircraft Trading til Arctic Partners ehf. sem er meðal annars er í eigu Hafþórs Hafsteinssonar, stjórnarformanns Avion, og Arngríms Jóhannssonar stjórnarmanns.

Bylting í grafískum reiknum

Texas Instruments er heiti reiknivéla sem þykja einkar góðar við útreikninga í verkfræði- og tæknigreinum. Íslenska umboðið heitir Tangens og þar varð Gunnþór Jónsson fyrir svörum.

Bjóða Nasdaq og Dubai saman í OMX?

Kauphöllin í Dubai og Nasdaq-kauphöllin í Bandaríkjunum gætu verið að komast að samkomulagi um að kaupa í sameiningu OMX-kauphöllina sem rekur norrænu kauphallirnar og kauphallir Eystrasaltsríkjanna. Þetta hefur breska blaðið Daily Telegraph eftir ónafngreindum heimildarmönnum.

Hagnaður Eikar tífaldaðist á milli ára

Fasteignafélagið Eik, sem er í eigu FL Group, Baugs Group, Saxbyggs og Fjárfestingafélagsins Primusar ehf., skilaði hagnaði upp á tvo milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er tæp tíföldun á milli og besta afkoman á fyrstu sex mánuðum ársins í sögu fyrirtækisins.

Baugur kaupir frægasta vaxmyndasafn heims

Fjárfestingasjóðurinn Prestbury 1, sem er að stórum hluta í eigu Baugs og Sir Toms Hunter, keypti á dögunum fjóra gríðarlega vinsæla ferðamannastaði í Englandi auk skemmtigarðs í Þýskalandi fyrir rúma átta milljarða íslenskra króna. Meðal eignanna er Madame Tussaud-safnið í London, frægasta vaxmyndasafn heims.

Landsbankinn spáir aukinni verðbólgu

Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki talsvert í september, eða um 1,4 prósent. Gangi það eftir mun verðbólga fara úr 3,4 prósentum í 4,3 prósent.

Gengi krónu styrkist í kjölfar veikingar

Gengi krónunnar hefur styrkst á nýjan leik eftir snarpa veikingu síðustu vikur samfara óróa á alþjóðamörkuðum. Greiningardeild Landsbankans segir endurheimt jafnvægi á mörkuðum ytra muna endurvekja hneigð til styrkingar.

Úrvalsvísitalan lækkaði lítillega

Úrvalsvísitalan lækkaði lítillega eftir nokkuð sveiflukenndan dag við lokun viðskipta í Kauphöllinni. Þetta er í takti við alþjóðlega hlutabréfamarkaði í dag en vísitölur enduðu beggja vegna núllsins í Evrópu. Gengi bréfa í Teymi hækkaði mest í dag, eða um 4,31 prósent. Bréf í Kaupþingi lækkaði hins vegar mest, eða 1,27 prósent.

Aukið tap hjá Atlantic Petroleum

Færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum, sem skráð er á markað í Kauphöllinni, tapaði 39,3 milljónum danskra króna, um 470,5 milljónum íslenskra króna, á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er talsvert meira tap en á sama tíma í fyrra þegar fyrirtækið tapaði jafnvirði 76 milljónum króna. Mestur hluti tapsins kom til á öðrum fjórðungi ársins.

Gengi hlutabréfa lækkar í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í fjármálafyrirtækjum hefur lækkað nokkuð í Kauphöllinni í dag. Þetta er í takt við lækkun á erlendum hlutabréfamörkuðum. Gengi bréfa í Landsbankanum leiðir lækkunina nú en verðið hefur lækkað um 2,21 prósent það sem af er dags. Fast á hæla bankans fylgir gengi bréfa í Straumi-Burðarási, FL Group og Glitni.

Slitinn ljósleiðari truflar markaðsvakt

Ljósleiðari slitnaði í Kópavogi í morgun með þeim afleiðingum að einstaklingar og einhverjir bankar og fjármálafyrirtæki hafa ekki fengið upplýsingar um viðskipti í Kauphöllinni í dag. Upplýsingafyrirtækið Teris heldur utan um viðskiptin fyrir Markaðsvakt Mentis og nær hugbúnaðurinn ekki að tengjast grunni Teris, sem vistaður er í Kópavogi. Truflunin hefur hins vegar ekki áhrif á viðskipti í Kauphöllinni.

Hagnaður Íbúðalánasjóðs 2,8 milljarðar

Íbúðalánasjóður hagnaðist um rétt rúma 2,8 milljarða krónur á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við tæpa 2,7 milljarða á sama tíma í fyrra. Eigið fé sjóðsins nam 20.477 milljónum króna en eiginfjárhlutfall er 7,5 prósent. Eignir sjóðsins jukust um 28,1 milljarða á fyrri hluta árs.

Síminn sækir inn á danska markaðinn

Síminn hefur keypt danska fjarskiptafyrirtækið BusinessPhone Group sem er sérhæft í fjarskiptaþjónustu við minni og meðalstór fyrirtæki. Starfsmenn félagsins eru fimmtán og viðskiptavinir um fimmtán hundruð. Heildartekjur BusinessPhone árið 2006 námu rúmum 550 milljónum íslenskra króna. Kaupverð er ekki gefið upp.

Tækifæri í umrótinu

Í kvöld verður að öllum líkindum metfjöldi fjármálaspekúlanta staddur í höfuðstað Norðurlands. Þá verður Saga Capital Fjárfestingarbanki opnaður með pompi og prakt í Gamla barnaskólanum á Akureyri með tilheyrandi veisluhaldi. Forstjóri bankans, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, óttast ekki að umrót undanfarinna vikna á fjármálamörkuðum gefi döpur fyrirheit um framtíð bankans.

Raunávöxtun Gildis 17,6 prósent

Hrein raunávöxtun Gildis-lífeyrissjóðs á ársgrundvelli fyrstu sex mánuði ársins var 17,6% og nafnávöxtun 23,9%. Fjárfestingartekjur á tímabilinu námu 23,5 milljörðum króna og voru 7,7 milljörðum hærri en á sama tímabili í fyrra.

Úrvalsvísitalan hækkaði lítillega

Gengi Úrvalsvísitölunnar hækkaði lítillega við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag eftir talsverða hækkun það sem af er vikunnar. Gengi bréfa í Teymi hækkaði mest, eða um 3,15 prósent. Þetta er í samræmi við hækkun á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag en helstu vísitölur þar lágu rétt yfir núllinu.

Landsvirkjun hagnaðist um 19 milljarða króna

Á fyrstu sex mánuðum ársins 2007 nam hagnaður af rekstri Landsvirkjunar rúmlega 19 milljörðum króna. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta var 5.469 milljónir króna og handbært fé frá rekstri nam 4.026 milljónum króna.

Kaupþing sektað í Svíþjóð

Aganefnd OMX-kauphallarinnar í Svíþjóð hefur sektað Kaupþing þar í landi um 200 þúsund sænskra króna, um tæpar 1,9 milljónir íslenskra króna, vegna brota á tilkynningaskyldu og misræmis á verði hlutabréfa. Brotin ná til fimmtán færslna með bréf í einu félagi í byrjun árs. Einn miðlari Kaupþings er talinn bera ábyrgð á brotunum og hefur hann fengið ávítur fyrir.

Mikil velta í Kauphöllinni

Heildarvelta með hlutabréf í Kauphöllinni er þegar orðin jafn mikil og hún var allt síðasta ár. Veltan nam 2.198 milljörðum króna um hádegisbil í dag en á sama tíma í fyrra námu heildarviðskipti hlutabréfa 1.306 milljörðum króna. Aukningin nemur 68 prósentum. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir sumarið hafa verið óvenjulegt á verðbréfamarkaði.

Hagnaður Atorku sex milljarðar króna

Móðurfélag Atorku Group skilaði hagnaði upp á sex milljarða krónur á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við tæpa 4,9 milljarða á sama tíma í fyrra. Þar af nam hagnaðurinn á öðrum ársfjórðungi þremur milljörðum króna en það er um tveimur milljörðum krónum meira en félagið skilaði í fyrra.

Tölvuleikir af öllum toga

Allt það nýjasta úr heimi tölvuleikja má nú sjá og prufa í Leipzig í Þýskalandi. Árleg ráðstefna um tölvuleiki hófst þar í gær og þangað streyma nú hundruðir þúsunda gesta.

Samkeppnistilboð í Vinnslustöðina runnið út

Samkeppnistilboð Stillu eignarfélags ehf., félags í eigu Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims, og Hjálmars Kristjánssonar, í Vinnslutöðina í Vestmannaeyjum rann út 10. ágúst síðastliðinn. Það hafði staðið í 10 vikur en á tímabilinu festi félagið sér 0,12 prósent hlutafjár í Vinnslustöðinni. Stilla og skyldir aðilar fara nú með 32 prósent hlutafjár í útgerðafélaginu á móti rúmlega 50 prósenta hlut Eyjamanna.

Fitch staðfestir lánshæfismat Glitnis

Matsfyrirtækið Fitch Ratings staðfesti í dag lánshæfismat Glitnis. Fitch gefur Glitnis langtímaeinkunnina A og segir matið endurspegla undirliggjandi hagnað bankans, góða eignastöðu og fjölbreytt tekjustreymi. Horfur lánshæfiseinkunnar bankans eru stöðugar, að mati Fitch.

Græn byrjun í Kauphöllinni

Gengi nær allra hlutabréfa í Úrvalsvísitölunni hækkaði við opnun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Einungis gengi bréfa í einu fyrirtæki stendur í stað. Hækkunin í Kauphöllinni er í samræmi við hækkanir á helstu fjármálamörkuðum í heimi í dag. FL Group leiðir hækkun dagsins en gengi bréfa í félaginu fór upp um 3,28 prósent skömmu eftir að viðskipti hófust. Fjármálafyrirtæki fylgja fast á eftir.

Glitnir fær leyfi til viðskiptabankastarfsemi í Finnlandi

Glitnir hefur fengið leyfi til að stunda viðskiptabankastarfsemi í Finnlandi. Það er félagið FIM Group Corporation, sem verið hefur í eigu Glitnis frá því í mars, sem fær leyfið frá finnska finnska fjármálaeftirlitinu frá og með 1. október en um leið mun fyrirtækið taka til starfa undir merkjum Glitnir Bank Ltd. í Finnlandi.

Kröfur í sýnd og reynd

Sýndarveruleiki þarf á ýmsu að halda eins og veruleikinn sjálfur. Eins og kemur fram aftar í blaðinu hefur verið ráðinn yfirmaður hagstjórnar í leiknum Eve Online.

Átta prósenta hækkun á fjórum dögum

Hlutabréf héldu áfram að hækka í Kauphöll Íslands í gær, fjórða daginn í röð. Úrvalsvísitalan hefur nú hækkað um 8,2 prósent frá því að morgni föstudags í síðustu viku. Exista hefur hækkað um sextán prósent á fjórum dögum. Sérfræðingur segir ástandið til langs tíma gott, þótt áfram megi búast við nokkru flökti.

Sjá næstu 50 fréttir